Heimsins bezta bull

26 mars 2007

Akureyrarferðin um þarsíðustu helgi var framar vonum skemmtileg. Flaug af stað kl.17.30 með Flugfélagi Íslands og tóku mamma, Ragga systir og Kári Þór á móti mér. Þá var farið til Ingunnar systur og borðuð dýrindis Pizza frá Greifanum :) Svo var restin af kvöldinu nýtt í sjónvarpsgláp og spjall.

Daginn eftir fór ég á skíði ásamt Röggu, færið var frábært og veðrir alveg tilvalið til skíðaiðkunnar. Keypti hnéhlíf fyrir sunnan þ.a. hnéð var ekkert til trafala þessa ferðina.



Var í rúmlega 4 tíma í fjallinu og fékk að nota skíðabúnað og árskort Toms mágs míns sem var ósköp hentugt :) ...Mesta fjörið var að sjálfsögðu að fara uppí Strýtu enda mesti brattinn þar :P



Eftir skíðaferðina fór ég ásamt Tom að fylgjast með Liverpool keppa við Aston Villa...sá leikur endaði 0-0 og var einstaklega leiðinlegur :/ Því næst var skundað heim á leið til að gera sig kláran fyrir 50 ára afmæli Ástu konu bróður pabba.

Sem var einstaklega skemmtileg veisla, fullt af frændfólki samankomið en skemmtilegast fannst mér að hitta Bessa frænda í fyrsta skiptið í allt of langan tíma :) Vel var veitt af mat og víni og skemmtiatriðin heimatilbúin. Uppúr kl. 2 fórum við svo nokkur úr frændsystkinahópnum niðrí bæ og skoðuðum öldurhús Akureyrar aðeins nánar :)

Daginn eftir vaknaði ég svona nett ruglaður; alltaf frekar óþægilegt þegar maður man ekki hvernig maður komst heim :) Og enn óþægilegra að heyra hneiklsunarorð frænda minna um það þegar ég glopraði augljósum kvennkosti á Kaffi Akureyri; fór víst heim eftir að, af þeirra sögn: "hafa heillað hana uppúr skónum" :/:) Sennilega eitthvað ýkt hjá þeim þar sem ég man ekki einu sinni hvernig hún leit út :D

Sem betur fer fór ég til Akureyrar með flugvél því annars hefði ég verið veðurteftur en ég lennti heill og furðusprækur um 21.30 á sunnudagskvöldinu

þannig var nú það...

Annars er það helst að frétta af minni fjölskyldu að Ingunn systir var að eignast sinn annan son aðfaranótt sunnudagsins 25.mars sl :D Og af myndunum af dæma virðast gen fjölskyldunnar vera með afbrigðum góð :)

07 mars 2007

Jæja langt um liðið...tími til að bulla

Fór á Incubus-tónleikana um síðastliðna helgi og fannst þeir mjög góðir. Mínus menn hituðu upp og var það eini mínusinn við þessa tónleika, því þetta nýja efni þeirra var alls ekki að heilla mig. Kom á óvart að þeir hefðu aðeins spilað í hálftíma, fannst þetta taka mun lengri tíma hjá þeim.

Sléttum hálftíma síðar mættu Incubus menn og trylltu lýðinn. Það skemmtilegasta við þessa hljómsveit er fjölbreytileiki laganna hjá þeim, allt frá rólegum kassagítarslögurum ("Drive (I'll be there)") yfir í hresst rokk ("Anna Mollye","Megalomaniac") og ljósashowið sló næstum því út Muse tónleikana forðum daga :)

Fá fullt hús hjá mér og ekki veit ég á hvaða lyfjum þeir voru sem tókst ekki að skemmta sér vel á þessum tónleikum :/

-------------------

Annars náði gleðin öll völd í gær því Liverpool slógu evrópumeistara Barcelona út í Meistaradeild Evrópu og eru því komnir í 8 liða úrslit :) Yfirspiluðu Spánverjana á köflum og áttu að vera komnir 2-3 mörkum yfir í hálfleik (eins og svo oft áður á þessari leiktíð reyndar :/) Eiður Smári kom svo inná seint í síðari hálfleik (sem betur fer fyrir Liverpool var hann ekki í byrjunarliðinu :S) og skoraði eina mark leiksins nokkuð laglega.



--------------------

Lenti í 3. sæti á síðasta poolmóti og stefni að því að keppa á Players poolmótunum sem byrja 18.mars. Missi reyndar af fyrsta mótinu þar sem ég verð staddur á Akureyri til að fagna 50 ára afmæli Ástu konu Jóns Inga bróður pabba. Vona að hnéð og veðrið verði í lagi svo ég komist á skíði í leiðinni :)

en jæja nóg í bili...