Heimsins bezta bull

20 september 2006

Sennilega kominn tími á nýtt bull :)

Er enn staddur á Íslandi þar sem KVL í Danaveldi sá ekki ástæðu til að hleypa mér inn í dýralækningarnar. Hefði verið gaman en ég græt mig nú ekki í svefn þó þetta hafi ekki gengið eftir.

Hef mikið farið í bíó undanfarnar vikur. Keypti nefninlega 10 miða passa á Iceland Film Festival sem líkur víst á morgun. Fór á eftirfarandi myndir:

The Libertine:
Mynd sem gerist á 18. öld og fjallar um John Wiolmot, Jarlinn af Rochester. Johny Depp fór á kostum.

An Inconvenient Truth:
Heimildarmynd um gróðurhúsaáhrifin; mjög áhrifamikil mynd sem ég mæli eindregið með.

Where The Truth Lies:
Mynd sem kom á óvart. Í aðalhlutverkum leika; Kevin Bacon, Colin Firth og síðast en ekki síst Alison Lohman.

Three Burials of Melquiades Estrada:
Mynd leikstýrð af Tommy Lee Jones. Viðfangsefnið er tryggð og heiður milli manna, með smá skvettu af brjálæði.

FACTOTUM:
Mynd með Matt Dillon. Hann leikur ansi kostulegan karakter; Charles Bukowski, sem reynir að lifa af ýmsum skítavinnum svo lengi sem þær trufli ekki hina einu sönnu köllun hans; að skrifa. Á meðan þarf hann að berjast við annars konar truflanir í formi drykkju, kvenna og veðmála.

Börn (reyndar ekki hluti af IFF)
Að mínu mati besta íslenska kvikmynd síðan Englar Alheimsins kom út. Mjög áhrifarík mynd sem ég mæli eindregið með.