Þrjár "sprengilægðir" á 5 dögum. Það eru afköst... Semsagt búið að vera brjálað veður á Hvanneyri eins og annars staðar á vesturlandi. Lægð númer 1 var sennilega verst en þá fuku 3 stórir ruslagámar eins og eldspýtustokkar og einn fauk m.a. á bíl. Lægð númer 2 var ansi öflug líka. Braut rúðu hjá einum. Sprengdi upp vinnuskúr í götunni og haggaði til 3 tonna Ford. Vissi að það væri stundum rok á Hvanneyri en þetta er nú kannski full mikið af því góða.
Búinn í tveim prófum og hefur gengið ágætlega að ég held. Og er það að miklu leiti breyttum lærdómsaðferðum að þakka. Og líka þess að ég hef ekki rakað mig í rúma viku núna. Hugsa samt að ég raki mig fyrir "litlu jólin" sem við bekkjarfélagarnir ætlum að halda í kvöld. Síðasta prófið er svo næsta þriðjudag og kemst ég eftir það í kærkomið jólafrí :)
Jæja gott í bilið og passið ykkur að fjúka ekki :/
Búinn í tveim prófum og hefur gengið ágætlega að ég held. Og er það að miklu leiti breyttum lærdómsaðferðum að þakka. Og líka þess að ég hef ekki rakað mig í rúma viku núna. Hugsa samt að ég raki mig fyrir "litlu jólin" sem við bekkjarfélagarnir ætlum að halda í kvöld. Síðasta prófið er svo næsta þriðjudag og kemst ég eftir það í kærkomið jólafrí :)
Jæja gott í bilið og passið ykkur að fjúka ekki :/