Undarfarnar vikur höfum ég og 3 félagar mínir í umhverfisskipulaginu unnið að gríðarstóru hópverkefni sem fólst í því að hanna útivistargarð í Gylfaflöt í Grafarvogi. Eftir gríðarmikla skissuvinnu og pælingar urðu til tveir A1 plansar (plagöt) sem annars vegar sýnir koncept (hugmynd) garðsins; sem í okkar tilfelli var hrynjandi, og hinsvegar planmynd og sneiðingu í skalanum 1:500. Ég hef ekki hugmynd hversu margar klukkustundir fóru í þetta verk. En þegar við höfðum lokið við að prenta út plansana úr plotternum og lita planmyndina (það var skylda að handlita myndirnar) í gærkvöldi vorum við verulega sáttir. Með plönsunum átti svo að fylgja skýrsla og ákváðum við að útbúa kassalaga kynningar/sölubækling með listrænu sniði í staðinn. Það heppnaðist fullkomlega og bíðum við nú spenntir eftir atvinnutilboðunum.
22 febrúar 2008
17 febrúar 2008
Skrapp í bæinn um helgina í miðri hópverkefnavinnu (sem mun brjóta blað í sögu skólans í gæðum, kemur betur í ljós síðar ;) aðallega til að skjótast í pool við Munda og að sjálfsöðgu vann ég einvígið 7-6. Kíktí líka aðeins í Kringluna og ætlaði að kaupa einhver föt en að sjálfsögðu varð ekkert úr því...keypti í staðinn nýja The Mars Volta diskinn sem heitir "The Bedlam in Goliath" sem er svo góður að það er engu lagi líkt :) Engar óþarfa þagnir sem hálf eyðilagði Francis the Mute diskinn þeirra. Og svo miklu þéttari. Gott getur greinilega alltaf batnað sem er svo sannarlega speki dagsins. Verð einnig að mæla með nýja Hot Chip disknum "Made in the Dark" sem er einnig magnaður. En jæja best að farað gera eitthvað.