Heimsins bezta bull

19 mars 2008

Er heima um páskana eins og svo oft áður. Eldhúsinnréttingsbreytingar foreldranna eru yfirstaðnar og þá er komið að næsta verki; mála húsið að innan. Ætlaði að byrja á forstofunni í dag en gat það ekki því einhverjum snillingum tókst að týna málningardósunum á leiðinni frá Málningu hf :S ...En það koma víst fleiri í fyrramálið.

Svona leit eldhúsið fyrir breytingar...



Og í dag lítur það svona út...





Smá breyting :)

En já alla veganna...verð að viðurkenna eitt...Ég datt inní American Idol í gær :S ...

Sé sosum ekkert mikið eftir þeirri tímaeyðslu enda var þetta þrælfínn þáttur, þemað var John Lennon og Paul McCartney...En það sem stóð algjörlega uppúr var þessi frábæri flutningur Katharine McPhee, sem lennti víst í öðru sæti í Idolinu einhvern tíman, á uppáhalds Bítlalaginu mínu "Something" sem George Harrison samndi...



En jæja farinn í háttinn...

11 mars 2008

Góður dagur :)

Komst að því í hádeginu að ég náði Grasafræðiprófinu!

Hef sjaldan verið jafn ánægður með jafn lága einkun ---> 5,2

Um helgina skrapp ég til Reykjavíkur, gisti eins og svo oft áður hjá Munda og spiluðum við ásamt fleirum póker á föstudagskvöldinu, einnig gafst tími til að skoða aðeins næturlífið, spila pool og drekka bjór. Á sunnudagskvöldinu skrapp ég svo ásamt munda á tónleika. Þar var instrumental hljómsveitin For a Minor Reflection að spila ásamt Haun, Shadow Parade og Ólafi Arnalds.

For a Minor Reflection stóðu sig með miklu prýði og eiga greinilega framtíðina fyrir sér í tónlistarbransanum. Ég var þó mun spenntari að sjá loksins Hraun á sviði og stóðu þeir algjörlega undir væntingum :) Shadow Parade voru einnig fínir en eiga miklu betur heima í útvarpi en á sviði. Svo yfirgáfum við svæðið eftir 2 lög hjá Ólafi Arnalds enda við það að sofna við hans "hugljúfu" strengjahljómsveitar tóna. Sem að mínu mati áttu ekki alveg heima á svona rokktónleikum...Samt virkilega góð lög hjá honum að mér heyrðist