Heimsins bezta bull

31 október 2003

Núna er ég glaður :) Var að koma frá þjónustumiðstöð Shell við Laugaveginn rétt í þessu...Enn og aftur tókst þeim að redda bílnum mínum...Í gærkveldi tók hann nebblega upp á því að hætta hlaða inná geyminn...Ég var orðinn ansi svartsýnn og pirraður yfir þessu því það er ekkert grín að finna heiðarlega viðgerðarmenn á höfuðborgarsvæðinu...Ákvað samt fyrst að láta mína beztu vini í Shell kíkjá bílinn...eftir miklar mælingar og vesen voru þeir búnir að dæma alternatorinn ónýtan....en einhverja hluta vegna ákváðu þeir að skoða málið aðeins betur og fundu þeir þá slitinn vír alveg við alternatorinn...sem þeir löguðu á "nótæm" og hefur "ofurbíllinn" minn malað eins og kettlingur eftir það...Sjibbí.

Ég kemst ekki á Matrix-marathonið um helgina því það er á laugardagskvöldið :( ...akkúrat á sama tíma sem keilumót Málningar fer fram :( En gleðifréttirnar eru samt þær að tuðrusparkið fellur ekki niður á sunnudaginn...hvað mig varðar alla veganna...

Einn brandari að lokum í tilefni dagsins...

Fyrrverandi ráðherra kom að Hafnfirðingi sem hoppaði í sífellu oná klósettpappír í verslun BT í skeifunni...Það sem vakti þó mesta undrun hjá ráðherranum fyrrverandi (sem var sjálfstæðismaður) var að Hafnfirðingurinn öskraði í sífellu: "53, 53, 53..." "Hvers vegna ertu að þessu?" spurði ráðherran furðulostinn...Þá rétti Hafnfirðingurinn ráðherranum nýja klósettrúllu og sagði hressilega: "Prófaðu bara sjálfur!..." Eftir þónokkra umhugsun lét ráðherran slag standa og byrjaði að hoppa í gríð og erg oná klósettpappírnum...Þá gall í hafnfirðingnum: "54, 54, 54..."



30 október 2003

Verð að bulla eitthvað smá...enda allt of langt síðan...Horfði á bráðskemmtilegan leik í gær þar sem Liverpool vann Blackburn 4-3. Þau undur og stórmerki gerðust að Heskey skoraði 2 mörk...Klúðraði reyndar fullt af færum eins og honum einum er lagið...Skemmtilegast var samt að fylgjast með snilldartilþrifum Dúffa á hægri kanntinum...Magnaður leikmaður.

Um helgina verður mér boðið á Matrix-Marathon í sambíóunum...Verð orðinn illa klikkaður eftir 6 klukkustunda bíógláp...verður samt líklega til þess að ég missi af tuðrusparkinu á sunnudaginn...kemur allt betur í ljós á morgun þegar tíminn er kominn á hreint...

Mæli svo sérstaklega með Verðsprengjunni aftast í BT-bæklingnum sem kom með Fréttablaðinu í dag...Þrusutölva á aðeins 59990 kr...verst að auglýsingin var kolröng....Engin skjár...ekkert Firewire....ekkert Geforce....léleg hljóðstýring....frekar fyndið :°)

24 október 2003

Það er kominn flöskudagur enn einu sinni...stefnan tekin á Idol-partý í kvöld í boði BT...

Brandari í tilefni dagsins...

A lady about 8 months pregnant got on a bus. She noticed the man opposite her was smiling at her. She immediately moved to another seat. This time the smile turned into a grin, so she moved again.

The man seemed more amused. When on the fourth move, the man burst out laughing, she complained to the driver and he had the man arrested.

The case came up in court. The judge asked the man (about 20 years old) what he had to say for himself. The man replied, "Well your Honor, it was like this: When the lady got on the bus, I couldn't help but notice her condition. She sat under a sweets sign that said, "The Double Mint Twins are Coming" and I grinned. Then she moved and sat under a sign that said, "Logan's Liniment will reduce the swelling", and I had to smile. Then she placed herself under a deodorant sign that said, "William's Big Stick Did the Trick", and I could hardly contain myself. BUT, your Honor, when she moved the fourth time and sat under a sign that said, "Goodyear Rubber could have prevented this Accident".. I just lost it."

22 október 2003

Þær 5 hljómsveitir sem ég vil einna helst fá til landsins...Til að upplifa "live" eru:

1. Radiohead
2. Muse
3. Pearl Jam
4. Red Hot Chilli Peppers
5. Metallica


Þær fréttir að hljómsveitin Muse sé á leiðinni eru því svo yndislega "brilliant" frábærar og magnaðar að það hálfa væri mikið, mikið....MIKIÐ meira en nóg!

18 október 2003

Hér með vil ég þakka meðlimum hljómsveitarinnar Handsome Joe fyrir snilldar tónleika á Vídalín í gær...Ef ég væri útgáfustjóri hjá plötufyrirtæki væri ég nú þegar búinn að gera samning við þá...Gangi ykkur bara sem allra best í framtíðinni...





17 október 2003

Það er flöskudagur í dag...Í kvöld er stefnan tekin á Vídalín til að fylgjast með hinni verðandi frægu hljómsveit Handsome Joe, sem verða væntanlega spilandi glaðir á Airwaves tónlistarhátíðinni, rétt um miðnættið í kvöld...Horfi samt væntanlega einhversstaðar fyrst á Idol-stjörnuleitina sem verður betri og betri með hverjum þættinum...

Brandari í tilefni dagsins...

Kúreki sem var búktalari hitti indíána á förnum vegi í Fljótshlíðinni fyrir skemmstu...þeir hófu tal saman:

Kúreki: Hey, flottur hundur. Er þér sama þó ég tali við hann?

Indíáni: Hundur ekki tala.

Kúreki: Heyrðu hundur, hvernig hefurðu það??

Hundur: Ég hef það fínt

Indíáni: [Undrunarsvipur]

Kúreki: Er þetta eigandi þinn? [Bendir á indíánann]

Hundur: Jamm.

Kúreki: Hvernig fer hann með þig?

Hundur: Mjög vel. Hann fer með mig út að ganga tvisvar á dag, gefur mér góðan mat og fer með mig niður að vatninu einu sinni í viku og leikur við mig.

Indíáni: [trúir ekki eigin eyrum]

Kúreki: Er þér sama þó ég tali við hestinn þinn?

Indíáni: Hestur ekki tala.

Kúreki: Heyrðu hestur, hvernig hefurðu það?

Hestur: Komdu sæll kúreki.

Indíáni: [Undrunarsvipur]

Kúreki: Er þetta eigandi þinn? [Bendir á indíánann]

Hestur: Jamm.

Kúreki: Hvernig fer hann með þig?

Hestur: Nokkuð vel, þakka þér fyrir. Hann fer reglulega í útreiðartúra, kembir mér oft og lætur mig inn í hlöðu í skjól fyrir náttúruöflunum.

Indíáni: [Gjörsamlega hissa]

Kúreki: Er þér sama þó ég tali við kindina þína.

Indíáni: Kind ljúga.



15 október 2003

Bezt að bulla eitthvað enda allt of langt síðan...

Það er kominn kettlingur á Hlíðarhjallann...alveg snældu vitlaus og skemmtilegur...Hoppandi upp á allt á alla eins og hann fái borgað fyrir það...Heitir Móses

Ísland komst ekki áfram í evrópukeppninni...því miður :( allt einhverjum geðveikum rússneskum dómara að kenna :(

Ætla að sleppa ræktinni í dag og fylgjast í staðinn með Liverpool leggja slóvenska liðið (hvað svo sem það nú heitir) að velli á Anfield...Ætla að fara á nýlegan sport-pub sem kallast Shooters...en það vill svo skemmtilega til að hann er innan við 100 m frá nýju heimkynunum...sem er gott...mjög gott

Held að ég nenni ekki að gera svona 100 atriða lista sem er að tröllríða bloggmenningunni á Íslandi þessa dagana...skipti kannski um skoðum ef það verður endalaust lítið að gera í vinnunni næstu daga...

09 október 2003

Snilld!

06 október 2003

Ég er fluttur frá Sössa...nánar til tekið í Hlíðarhjallann í Kópavogi...í þessa líka fínu íbúð sem systir mín fjárfesti í...Íbúðin var afhent miðvikudaginn 1.október og var ég fluttur inn aðfaranótt laugardagsins 4.október...Vegna anna horfði ég á engan fótboltaleik um helgina :( bíð bara spenntur eftir viðureign Íslands og Þýskalands um næstu helgi...