Núna er ég glaður :) Var að koma frá þjónustumiðstöð Shell við Laugaveginn rétt í þessu...Enn og aftur tókst þeim að redda bílnum mínum...Í gærkveldi tók hann nebblega upp á því að hætta hlaða inná geyminn...Ég var orðinn ansi svartsýnn og pirraður yfir þessu því það er ekkert grín að finna heiðarlega viðgerðarmenn á höfuðborgarsvæðinu...Ákvað samt fyrst að láta mína beztu vini í Shell kíkjá bílinn...eftir miklar mælingar og vesen voru þeir búnir að dæma alternatorinn ónýtan....en einhverja hluta vegna ákváðu þeir að skoða málið aðeins betur og fundu þeir þá slitinn vír alveg við alternatorinn...sem þeir löguðu á "nótæm" og hefur "ofurbíllinn" minn malað eins og kettlingur eftir það...Sjibbí.
Ég kemst ekki á Matrix-marathonið um helgina því það er á laugardagskvöldið :( ...akkúrat á sama tíma sem keilumót Málningar fer fram :( En gleðifréttirnar eru samt þær að tuðrusparkið fellur ekki niður á sunnudaginn...hvað mig varðar alla veganna...
Einn brandari að lokum í tilefni dagsins...
Fyrrverandi ráðherra kom að Hafnfirðingi sem hoppaði í sífellu oná klósettpappír í verslun BT í skeifunni...Það sem vakti þó mesta undrun hjá ráðherranum fyrrverandi (sem var sjálfstæðismaður) var að Hafnfirðingurinn öskraði í sífellu: "53, 53, 53..." "Hvers vegna ertu að þessu?" spurði ráðherran furðulostinn...Þá rétti Hafnfirðingurinn ráðherranum nýja klósettrúllu og sagði hressilega: "Prófaðu bara sjálfur!..." Eftir þónokkra umhugsun lét ráðherran slag standa og byrjaði að hoppa í gríð og erg oná klósettpappírnum...Þá gall í hafnfirðingnum: "54, 54, 54..."
Ég kemst ekki á Matrix-marathonið um helgina því það er á laugardagskvöldið :( ...akkúrat á sama tíma sem keilumót Málningar fer fram :( En gleðifréttirnar eru samt þær að tuðrusparkið fellur ekki niður á sunnudaginn...hvað mig varðar alla veganna...
Einn brandari að lokum í tilefni dagsins...
Fyrrverandi ráðherra kom að Hafnfirðingi sem hoppaði í sífellu oná klósettpappír í verslun BT í skeifunni...Það sem vakti þó mesta undrun hjá ráðherranum fyrrverandi (sem var sjálfstæðismaður) var að Hafnfirðingurinn öskraði í sífellu: "53, 53, 53..." "Hvers vegna ertu að þessu?" spurði ráðherran furðulostinn...Þá rétti Hafnfirðingurinn ráðherranum nýja klósettrúllu og sagði hressilega: "Prófaðu bara sjálfur!..." Eftir þónokkra umhugsun lét ráðherran slag standa og byrjaði að hoppa í gríð og erg oná klósettpappírnum...Þá gall í hafnfirðingnum: "54, 54, 54..."