Heimsins bezta bull

28 janúar 2005

Horfði á nýja myndbandið hennar Bjarkar Guðmundsdóttur í Ópinu á miðvikudagskveldið...Fannst það bara gargandi snilld...Allt þar til kötturinn stækkaði og fór að dansa mjög dularfullan dans við Björk...Mjög svo súrealískt :S

Hef fulla trú á íslenska liðinu sem keppir við "rússneska björninn" seinna í dag...á HM í handbolta...
Spurning hvort Viggó nælir sér í 4 gula spjaldið í fjórum leikjum...Það myndi hljóta að vera met!

Djamm í kvöld...

Gleði!

25 janúar 2005

Frekar sjúkt lið!

"don't do drugs!"

Annars verður djamm næsta föstudag...Get boðið einum með mér í staffadjamm á gamla Kapital (þar áður Spotlight...þarþar áður Tomsen :)...Byrjar kl. 21.00...rest þarf að borga 2000 kall inn...Frír bjór til 03.00!

Gleði :D

24 janúar 2005

Hef fulla trú á að Liverpool nái að hisja upp um sig brækurnar og koma sterkir til leiks á móti Watford á þriðjudaginn :D

Hm í handbolta er byrjað í Túnis...Horfði á leikinn í gær...Hugsaði eins og margur annar Íslendingurinn...Þvílíkir aumingjar :( ...og á 10 mínútu seinni hálfleiks sagði ég: "Þetta er búið; eina liðið sem gæti klúðrað 9 marka forystu er íslenska landsliðið!" ...en á 15 mínútu seinni hálfleiks fann Viggó upp á sniðugri lausn...5-1 vörn með snillinginn Arnór Atlason fremstan...Leikurinn breyttist úr martröð í tóma gleði...og enduðu leikar 34-34...

p.s. Ég dreg gáfur markvarðar Tékka mjög í efa...Að láta vippa yfir sig 5 sinnum úr víti er náttúrulega bara hlægilegt :D

Vonandi var þetta bara byrjunin á góðu gengi Íslands á þessu móti...

12 janúar 2005

Gleði :D

Ætla samt að bíða með alla spádóma varðandi leik Liverpool og Mansteftir Únæded næstkomandi laugardag...Fór svo hellv...illa síðast :/

11 janúar 2005

Það held ég nú...

Það held ég nú...

07 janúar 2005

Talandi um að kaupa köttinn í sekknum...

Mikil gleði hjá mér þessa stundina...Hvað varðar PS2 leiki...

Nýbúinn að að klára öll mission í GTA:San Andreas...

Vildi svo skemmtilega til að ég fékk annað eintak af GTA:SA í jólagjöf þ.a. ég skippti honum og fjárfesti í Burnout3:Takedown....Þvílík gargandi snilld sem sá leikur er!!! Næstum því betri en GTA:SA!

Fékk einnig tvo eintök af nýja 70 mínútur spilinu í jólagjöf...Fyrir annað þeirra fjárfesti ég í annarri snilld frá Rock Star games....Red Dead Revolver!

...

Svo tókst mér að draga Munda í hinn stórkostlega heim Utópíu...Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær :D

Mæli eindregið að nýjir sem gamlir iðkendur skelli sér með...Ný öld nýhafin á World of Legends servernum...The age of Courage!...

og hana nú!

Er ekki annars drykkja bráðlega?

05 janúar 2005

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla...

Er skandall ársins strax orðinn að veruleika í ensku úrvalsdeildinni?...Að dæma þetta mark ólöglegt er jafnvel alvarlegra en vítaspyrnudómurinn sem aldrei var dæmdur í leik Liverpool og Chelsea þann 1.janúar sl...