Heimsins bezta bull

28 nóvember 2005

Liverpool/Manchester --- Ferðasaga

Ég og Díana kærastan mín lögðum af stað til Keflavíkurflugvallar kl. 05.30. Þriðjudaginn 22.nóvember. Flugið út var áætlað kl. 08.00. til Kaupmannahafnar. Fengum "dýrindis" morgunverð á flugvellinum, héngum í fríhöfninni og hittum svo ferðafélagana rétt uppúr kl. 07.00; Valdimar, ritsjóra og Georg auglýsingastjóra Sportblaðsins.

Það skipti sköpum að flugið út myndi ekki tefjast mikið því aðeins var um 2 klst. á milli flugvélaskipta á Kastrup. þess vegna runnu á mig tvær grímur þegar "tilkynning um seinkun" gall í kallkerfinu en sem betur fer var það Stokkhólms-vélin sem seinkaði :P

Flugvél IcelandAir til Kastrup var ýtt úr hlaði á slaginu 08.00 og var lennt á Kastrup u.þ.b. 3 tímum síðar...Á Kastrup kannaðist ég aðeins við mig enda fór Málningar-staffið til Kaupmannahafnar í árshátíðarferð á síðasta ári...Hlakkaði ég mest til að endurvekja kynni mín við hægindastólana í hvíldarherberginu.

Næsta flug var áætlað kl. 14:15 (á dönskum tíma). SAS sá um það flug í átt til Manchester Airport og tók flugið rétt um 2 tíma...Ef ég ætti að gefa þessum flugfélögum stjörnur myndi IcelandAir fá 4/5 en SAS 2/5...en förum ekki nánar út í það.

Þegar til Manchester var komið var smá óvissa hvað við ættum að gera við töskurnar framyfir leik Man.Utd og Villa-Real. Athuguðum fyrst geymslupláss á flugvellinum, það gekk ekki en þeir bentu okkur á Piccadilli-lestarstöðina í miðbæ Manchester...Tókum leigubíl þangað og sem betur fer var lítið mál að geyma þær gegn hóflegu gjaldi þó. Næsta skref var að nærast enda klukkan farin að ganga 17...Fundum þónokkuð stóran pöbb ekki svo langt frá og freistuðumst til að kaupa "Classic Burger" ...Sem var einstaklega slæmt val þegar á reyndi. Hann reyndist vera "Extremely well done" og mun flokkast með verstu 3 hamborgurum sem ég hef smakkað á ævinni.

Vorum sest inní annan leigubíl rétt uppúr kl. 17 og héldum áleiðis til Old Trafford. Þar skoðuðum við mannlífið og Man.Utd búðina...en að sjálfsögðu versluðum við ekkert þar, enda ekki planið að styrkja þann klúbb í þessari ferð :P Vorum sest í sætin okkar klukkan rúmlega 19. Man.U menn eiga hrós skilið fyrir stórkostlega hannaðan heimavöll...Mikið mannvirki þar á ferð; Verst að leikurinn sjálfur var einstaklega leiðinlegur...Bjóst við mun meiri sóknarþunga að hálfu Man.U manna enda algjört must fyrir þá að vinna leikinn. Þeir voru mjög andlausir fyrir utan stöku rispur hjá Rooney og Ronaldo og endaði leikurinn 0-0.

Fórum af vellinum u.þ.b. 7 mínútur fyrir leikslok því við urðum að vera komin á lestarstöðina í síðasta lagi kl. 23.00 til að ná í töskurnar. Eftir þónokkuð kapphlaup niður 9 hæðir náðum við að hóa í leigubíl en því miður vorum við aðeins of sein. Vorum föst í traffic í rúmlega 30 mínútur :/ ...Manchester lögreglan fékk nefninlega þá snilldarhugmynd að slökkva á aðal-umferðarljósunum til að hleypa fótgangandi yfir götuna :S Komumst samt sem betur fer tímanlega á lestarstöðina og vorum sest í leigubíl sem flutti okkur alla leið til Liverpool kl. 22.55.

Aksturinn til Liverpool tók u.þ.b. 50 mínútur og gistum við á Holliday Inn hóteli sem er staðsett í uppgerðu Vöruhúsi/pakkhúsi frá 18.öld; í 10 mínútna göngufjarlægð frá miðbæ Liverpool...Alveg frábært hótel sem ég mæli hiklaust með. Fórum eiginlega strax í háttinn enda orðin vel rúmlega þreytt eftir viðburðaríkan dag.

Vöknuðum í morgunmat kl. 09.45 og sváfum svo til að verða 13...svona til að safna kröftum fyrir kvöldið. Þegar á fætur var komið skoðuðum við The Beatles-safnið sem er staðsett í sama húsi og hótelið...Mjög flott safn þar á ferð :) Og röltum þvínæst aðeins um hafnarsvæðið og miðbæinn. Vorum komin á hótelið um kl. 16.30 og eftir fataskipti (klæddum okkur mun betur núna, misreiknuðum aðeins kuldafaktorinn á Man.U leiknum :P) var haldið í leigubíl í áttað Anfield Road...

Vorum kominn á svæðið kl. 17:40...Fyrsta stopp var yfirfullur pöbb hinum meginn við völlin "The Park" en flúðum mjög fljótlega í Liverpool-verslunina. Þar keypti ég:

*Gráa Liverpool-æfingartreyju
*2xLiverpool trefla
*Liverpool sokka
*Liverpool nælu á trefilinn
*Liverpool segul á ísskápinn
*Mini-Liverpool trefill í bílinn
*Liverpool Húfu

Ætlaði að kaupa Meistaradeildar-búninginn en hann var því miður uppseldur :(

Vorum sest í sætin kl. 19.15 til að fylgjast með stemningunni magnast upp fyrir leikinn...Það var að mér skillst löngu uppselt á leikinn og við á besta mögulega stað á vellinum...Stúka KK í fimmtu röð við útgangströppurnar. Að vera á staðnum og fylgjast með þessu var alveg ótrúleg lífsreynsla...Og gæsahúðin sem náði yfirhöndinni þegar "You Never Walk Alone" glummdi yfir vellinum rétt fyrir leik...Þetta var yndisleg stund og það eina sem vantaði voru mörkin :/...Leikurinn endaði 0-0 en Liverpool menn voru mikið mun sterkari, fengu fullt af opnum færum en tókst á ótrúlegan hátt að misnota þau :/...En allur völlurinn var glaður í leikslok...Liverpool var búið að tryggja sig áfram í 16-liða úrslitin :D

Eftir leikinn var skundað í leigubíl og var biðin mun styttri en í Manchester...enda umferðarmenningin í Liverpool greinilega í allt öðrum klassa :P Vorum komin á hótelið uppúr kl. 22.30 og vöknuðum þá við vondan draum að það eina sem við höfðum borðað var morgunmatur á hótelinu...og mjög svo vafasamir hamborgarar á einhverri búlluni fyrir utan Anfield. Fórum smá rúnt umhverfis en komust fljótlega að því að allir veitingastaðir loka kl. 22:15 í Liverpool á virkum degi :/ Gátum sem betur fer fengið heimsenda Pizzu á hótelið og var hún Það skásta sem var borðar í Breta landi.

Nokkrir bjórar voru sötraðir fyrir svefninn en ég var fljótlega sofnaður enda var plönuð ennfrekari miðbæjarskoðun morguninn eftir...Miðbær Liverpool er mjög áhugaverður...fullt af verslunum, og að sjálfsögðu McDonalds sem var mjög svo góð tilbreyting frá ofsteiktum Breta-borgurum...

Tókum leigubíl á flugvöllinn uppúr kl. 13.00...Lenntum auðvitað í umferðarteppu á leiðinni en komum þó vel tímanlega fyrir flugið...Sem þar að auki seinkaði um rúmlega 30 mínútur vegna ókyrrðar í lofti yfir Kastrup...Þegar við lenntum í Kastrup höfðum við u.þ.b. 45 mínútur til að checka okkur inn í Flugleiðarvélina. Aðeins flugu um 60 manns heim frá Kastrup í rúmleg 180 manna vél...þ.a. nægt var plássið...Flugleiðamenn voru meira segja svo elskulegir að bíða eftir töskunum okkar sem varð til þess að flugfélinni seinkaði um 30 mínútur :P

Lenntum á Keflavíkurflugvélli kl. 23:00 vel þreytt en gífurlega ánægð með einstaklega vel heppnaða ferð...

Sportblaðið; takk fyrir okkur :D

20 nóvember 2005

Svona til að gera fólk aðeins meira öfundsjúkt þá var ég að komast hvar við munum sitja á Anfield...Inngangur H 1-8 ...Stúka KK röð 5.

Semsagt fyrir miðju nálægt vellinum :D

14 nóvember 2005

Ring Ring

[Ég] Halló
[?] Jón Árni?
[Ég] Já...
[?] Ert þú mikill íþróttaunnandi?
[Ég] Já...af hverju spyrju?
[?] Valdimar heiti ég og hringi frá Sportblaðinu...
[Ég] já blessaður...
[Sportblaðið] Þú gerðist áskrifandi Sportblaðsins í samvinnu við Mastercard ekki rétt?
[Ég] Jú passar...
[Sportblaðið] Þú hefur verið dreginn út og ert að fara á meistaradeildarleik Liverpool-Real Betis á miðvikudaginn í næstu viku...
[Ég]Þú ert að grínast?
[Sportblaðið] ó nei...Flug, hótel og miði á leikinn fyrir tvo í boði Sportblaðsins og Mastercard...
[Ég] Magnað :D:D:D
[Sportblaðið] Við hringjum aftur í þig á morgun með nánari upplýsingar og þá gefuru með nafnið á þeim sem þú ætlar að bjóða með...
[Ég] OK frábært, takk kærlega fyrir

.....

Gamall draumur að rætast :D og ekki verra að um boðsferð er að ræða

Þýðir ekkert fyrir ykkur að biðla mig um aukamiðan...kærastan var fljót að panta'ann:)

10 nóvember 2005

Ég segji nú bara: Já takk...og það helst í gær