Heimsins bezta bull

31 janúar 2006

Jón: "Á svo ekki að horfa á leikinn á eftir?"
Einar [í afgreiðslunni]: "Jú...erum að vinna í þessu!"
Jón: "magnað :)"

Var svo rétt í þessu að labba framhjá setustofunni og var þá ekki öll söludeildin að vinna í því að festa glænýtt 42" Phillips Plasmatæki á vegginn :D

Munur að vinna í stórfyrirtæki...

Áfram Ísland...(ekki veitir af :S)

30 janúar 2006




Við Mundi skruppum í pool í gær. Höfum í síðustu skipti farið á Sportbarinn við Hverfisgötu, sem er fínn.

Vann 5-3 sem telst nokkuð gott þar sem Mundi er þónokkuð sleipur með kjuðann :)

Tókst að vinna einn leikinn í upphafsstuði; eitthvað sem mér hefur aldrei tekist áður :)

úr Poolreglum:

"Sigur er ef svarta dettur niður í upphafsstuði og hvíta kúlan sé enn á borði"

gaman af því ;P

28 janúar 2006

Var að fjárfesta í svaðalegri græju í gær

Panasonic DMR-ES30 DVD/VHS Combo



Og stefni að því að fjárfesta í Panasonic 28" eða 32" sjónvarpi í febrúar

Mikill gleði :)

----------------------------

Hélt að um brandara væri að ræða þegar ég heyrði fyrst að GUÐ væri að koma aftur til Liverpool, en brandarinn varð að veruleika :) BRJÓST BRJÓST :D

27 janúar 2006

Var aldrei þessu vant að hlusta á hádegisfréttir NFS á Bylgjunni núna rétt áðan...Lagði aðra ökumenn í þónokkra hættu vegna hláturskrampa sem umlék mig vegna þessarar fréttar...

Fólk er greinilega misjafnlega á þörfinni þarna úti :/

Sáttur :)

Ósáttur :(

Brandari í tilefni dagsins:

Charlie walks into his bedroom with a sheep under his arm and says:
'Darling, this is the pig I have sex with when you have a headache.'
His girlfriend is lying in bed and replies: 'I think you'll find that's a sheep, you idiot.'
The man says: 'I think you'll find I wasn't talking to you.'

26 janúar 2006

Ísland var rétt í þessu að vinna Serbíu/Svartfjallaland 36-31 í sínum fyrsta leik á EM í Sviss

:D

Mjög skemmtilegur leikur og gaman að sjá Snorra Stein brillera í leikstjórnendahlutverkinu :)

Svo er bara að vinna Danina á morgun >:)

25 janúar 2006

EM í handbolta byrjar á morgun :D

Samsæriskenning:

Íslenska landsliðið hafði ekki tapað í 16 leikjum í röð og mættu síðan fyrnasterku liði Frakka í tveimur leikjum. Frakkarnir unnu þessa leiki mjög sannfærandi.

Það er vitað að Viggó vissi að það var verið að taka þessa leiki upp fyrir andstæðinga okkar í EM riðlinum. Og all oft var liðið að gera mikið af tæknimistökum, missti t.a.m. 15 fleiri bolta en Frakkarnir. Vörnin var mjög ósannfærandi þar sem nýliðinn Þórir Ólafsson stóð vaktina í hægra horninu í staðinn fyrir Alexander Pettersson sem ku vera með betri varnarmönnum. Ólafur Stefánsson var fáránlega lélegur í báðum leikjunum...Eiginlega allir útileikmenn liðsins virtust missa móðinn þegar um 15 mínútur voru eftir...

Síðan greip Viggó allt of seint inní þegar Frakkarnir voru byrjaðir að kjöldraga "Strákana okkar" og virtist vera furðu rólegur yfir þessu öllu saman (miðað við fyrri reynslu af honum).

þar af leiðandi voru þessir tveir leikir viljandi leiknir með hálfum hug...til að villa um fyrir andstæðingum okkar og þjóðinni. ;P

Er mjög bjartsýnn á gott gengi á þessu móti og hvet alla til að nálgast aukablað Sportblaðsins um Strákana okkar sem ætti að fást frítt á næstu bensínstöð/10-11...

Áfram Ísland :)

16 janúar 2006

Var að fjárfesta í flugmiða til Kaupmannahafnar 23-26. febrúar 2006

Islendingerne Kommer!

09 janúar 2006

10 bestu kvikmyndir sem ég sá árið 2005:

1. Sin City
2. Crash
3. Hotel Rwanda
4. The Skeleton Key
5. The Amityville Horror
6. Batman Begins
7. Der Untergang
8. Star Wars: Episode III - The Revenge of the Sith
9. The Descent
10.Four Brothers

Ef þið hafið ekki séð einhverja af þessum myndum...þá er ekki seinna vænna en að líta við á næstu leigu ;)