Heimsins bezta bull

28 apríl 2004

Langar þig til Kaupmannahafnar í sumar...

Ég hef nefninlega í höndunum tvö flugmiða með IcelandExpress

Ég og kærastan höfum semsagt hætt við að fara út í sumar og býðst nú kjörið tækifæri fyrir ykkur, lesendur góðir, að komast til þessarar stórborgar á besta tíma yfir sumartíman (08-13.júní)...


Nánari upplýsingar veiti ég með glöðu geði...

MSN: mciron22@hotmail.com
e-mail: jonarni@malning.is


27 apríl 2004

Síðasta laugardagskvöld horfði ég á einn skemmtilegasta Eurovision-þátt sem ég hef séð...Um var að ræða fyrsta þáttin af þrem þar sem kynnt eru öll Eurovision-lögin þetta árið. Umgjörð þáttarins var eintaklega skemmtileg en þar voru saman komnir 5 fulltrúar þeirra norðurlanda sem taka þátt í keppninni...og gáfu þeir löndunum grænt, gult eða rautt ljós eftir því hvernig þeim fannst lögin vera...Fulltrúi Ísland var sjálft rokkgoðið og "Eurovision-stjarnan" Eiríkur Hauksson.

Þessi fyrstu 11 lög sem kynnt voru til sögunar voru allt frá því að vera hræðileg til alveg þolanleg...En það besta við þáttin var sú umræða sem skapaðist milli laga hjá þessum 5 fulltrúum...Mörg gullkorn heyrðust...en tvö þeirra eru enn í fersku minni:

Eftir Ísraelska lagið sagði Finnski fulltrúinn ekki skilja hvers vegna í fjandanum Ísraelar væru að syngja frið á jörð...Man ekki alveg hvernig hann orðaði það en þetta var eitthvað svo afskaplega rétt sem hann sagði...

Eftir Úkraínska lagið (sem að mínu mati var það skásta af þessum 11)...Sagðist einn fulltrúinn hlakka mikið til að sjá það flutt á sviði...þ.e. hvernig það yrði útfært því aðeins mætti vera með 5 dansarar að hámarki á sviðinu en í myndbandinu voru þeir að minnsta kosti 274!...

Alla veganna fínn þáttur sem ég ætla ekki að missa af næsta laugardag...

Annars gerðist margt í gær...

Gaurarnir í Rafborg löguðu hraðastýringuna í þvottavélinni á innan við klukkutíma...og á sama tíma plantaði Skúli Hilmars nýjum vatnslás í "ofurbílinn" minn...en hann hafði tekið upp á því deginum áður að lokast alveg með tilheyrandi hitauppsöfnun...Fínt mál og kann ég þeim bestu Þakkir fyrir...

Þ.a. allt er gott og er ég þessa dagana einnig að bíða eftir símtali frá fasteignasölunni til að ganga frá kaupsamningi á nýju íbúðinni...því um leið og íbúðarlánasjóður gengur frá þessum húsbréfum þá verð ég orðinn stoltur íbúðareigandi...gaman af því...

Fleira er ekki í fréttum að sinni...veriði sæl.

24 apríl 2004

Var rétt í þessu að fjárfesta í tveimur Metallica miðum á netinu (svæði A)...Heildarkostnaður er nú kominn yfir 20000 kr þar sem ég þurfti að gerast meðlimur í Metclub til að geta keypt miðana í forsölu...Held samt að þetta verði þess virði :) ...

Því miður gat ég aðeins keypt tvö miða (hámark fyrir klúbbmeðlimi)...en ef þið viljið kaupa miða...þá er forsalan í dag til klukkan 18.00...Nánari upplýsingar á www.metclub.com...

Skemmtileg tónleikadagskrá í sumar...

30.maí; Korn, Laugardalshöll
24.júní; Deep Purple, Laugardagshöll
4.júlí; Metallica, Egilshöllin

...ROCK ON!

20 apríl 2004

Held að Hr Svansson ætti að byðja okkur Liverpool-menn afsökunar...þessi linkur hans: "Hlýtur þetta ekki að gleðja e-a Liverpool aðdáendur..." er náttúrulega algjörlega út í hött :( Engum Liverpool-aðdáanda sem ég þekki myndi nokkurntíma vona að Old Trafford yrði sprengdur í loft upp í hryðjuverkaárás...hvað þá þegar þeir væru auk þess að leika við Liverpool!...Það eina sem við viljum og vonum er að klúbburinn springi innanfrá...samanber til að mynda mál Rio Ferdinands....

En sem betur fer náðust þessir hryðjuverkamenn en ég held að þessi hætta sé langt í frá afstaðin...Sérstaklega þar sem hryðjuverkamenn vita núna að þessar aðferðir þeirra virka...samanber árásirnar á Spán og þær afleiðingar sem sú árás hafði á stefnu spænskra stjórnvalda í Íraksdeilunni...

Held að Bretar myndu verða fljótir að hugsa sinn gang ef hryðjuverkaáras yrði gerði á knattspyrnuleikvang stærstu liðanna á Bretlandseyjum...



13 apríl 2004

Í hádeginu fékk ég í hendurnar 3 Djúpbláa miða...Sem telst mikið gleðiefni þar sem um mjög verðmæta miða er að ræða (sérstaklega ef Concert-mönnum tekst að klúðra samningaviðræðum um auka-tónleika). Ég var farinn að skjálfa á beinunum vegna þessara miða, aðallega þar sem ég asnaðist til að láta senda mér þá í pósti...En þeir eru komnir og er því upplagt að benda þeim aðila, sem enn á eftir að borga sinn miða, að drífa í því...Annars gæti ég freistast til að selja miðann á uppsprengdu verði ;)

Aðrar gleðifréttir bárust í eyru landans fyrir nokkru þegar rokkgrúbban Metallica staðfesti komu sýna til landsins...og ætla þeir að trylla lýðinn í Egilshöll þann 4.júlí næstkomandi...Ég mæti, svo framarlega sem miðaverðið verður innan skinsamlegra marka...

Rokk-sumarið yrði fullkomnað ef að kumpánanir í Red Hot Chilli Peppers myndu mæta á svæðið...Held að þa' muni samt ekki gerast í bráð :(

Í lok vikunnar verð ég að öllum líkindum orðinn íbúðareigandi...Nóatún 25 er semsagt nánast orðin mín eign...Gaman af því.

Já, meðan ég man, Hr. Svansson benti mér á undirskriftarlista sem ég tel að sem flestir ættu að skrifa sig á...Hvort annar undirskriftarlisti bætist við sem hvetur Björn Bjarnason til að segja af sér sem dómsmálaráðherra veit ég ekki en maður veit aldrei...

07 apríl 2004

Það sem fólki dettur í hug...

01 apríl 2004

Tíðkaðist ekki alltaf að leiðrétta 1.apríl göbb fréttamiðlana daginn eftir?...