Síðasta laugardagskvöld horfði ég á einn skemmtilegasta Eurovision-þátt sem ég hef séð...Um var að ræða fyrsta þáttin af þrem þar sem kynnt eru öll Eurovision-lögin þetta árið. Umgjörð þáttarins var eintaklega skemmtileg en þar voru saman komnir 5 fulltrúar þeirra norðurlanda sem taka þátt í keppninni...og gáfu þeir löndunum grænt, gult eða rautt ljós eftir því hvernig þeim fannst lögin vera...Fulltrúi Ísland var sjálft rokkgoðið og "Eurovision-stjarnan" Eiríkur Hauksson.
Þessi fyrstu 11 lög sem kynnt voru til sögunar voru allt frá því að vera hræðileg til alveg þolanleg...En það besta við þáttin var sú umræða sem skapaðist milli laga hjá þessum 5 fulltrúum...Mörg gullkorn heyrðust...en tvö þeirra eru enn í fersku minni:
Eftir Ísraelska lagið sagði Finnski fulltrúinn ekki skilja hvers vegna í fjandanum Ísraelar væru að syngja frið á jörð...Man ekki alveg hvernig hann orðaði það en þetta var eitthvað svo afskaplega rétt sem hann sagði...
Eftir Úkraínska lagið (sem að mínu mati var það skásta af þessum 11)...Sagðist einn fulltrúinn hlakka mikið til að sjá það flutt á sviði...þ.e. hvernig það yrði útfært því aðeins mætti vera með 5 dansarar að hámarki á sviðinu en í myndbandinu voru þeir að minnsta kosti 274!...
Alla veganna fínn þáttur sem ég ætla ekki að missa af næsta laugardag...
Annars gerðist margt í gær...
Gaurarnir í Rafborg löguðu hraðastýringuna í þvottavélinni á innan við klukkutíma...og á sama tíma plantaði Skúli Hilmars nýjum vatnslás í "ofurbílinn" minn...en hann hafði tekið upp á því deginum áður að lokast alveg með tilheyrandi hitauppsöfnun...Fínt mál og kann ég þeim bestu Þakkir fyrir...
Þ.a. allt er gott og er ég þessa dagana einnig að bíða eftir símtali frá fasteignasölunni til að ganga frá kaupsamningi á nýju íbúðinni...því um leið og íbúðarlánasjóður gengur frá þessum húsbréfum þá verð ég orðinn stoltur íbúðareigandi...gaman af því...
Fleira er ekki í fréttum að sinni...veriði sæl.