Heimsins bezta bull

25 ágúst 2004

Fór eins og margir aðrir á vináttulandsleik milli Íslands og Ítalíu í síðustu viku...Það var gaman, sérstaklega þar sem sigur vannst nokkuð örugglega; 2-0...

Í tilefni þess að ég var að versla inn miða á Ísland-Búlgaría sem fram fer 4. september næstkomandi ákvað ég að taka saman þá leiki sem ég hef farið á síðan ég fluttist á höfuðborgarsvæðið haustið 1999...

05. júní 1999 Ísland (2) - Armenía (0)
04. sept 1999 Ísland (3) - Andorra (0)
08. sept 1999 Ísland (0) - Úkraína (1)
27. júlí 2000 Ísland (5) - Malta (0)
02. sept 2000 Ísland (1) - Danmörk (2)
11. okt 2000 Ísland (1) - N-Írland (0)
02. júní 2001 Ísland (3) - Malta (0)
06. júní 2001 Ísland (1) - Búlgaría (1)
15. ágúst 2001 Ísland (1) - Pólland (1)
01. sept 2001 Ísland (3) - Tékkland (1)
21. ágúst 2002 Ísland (3) - Andorra (0)
07. sept 2002 Ísland (0) - Ungverjaland (2)
12. okt 2002 Ísland (0) - Skotland (2)
16. okt 2002 Ísland (3) - Litháen (0)
07. júní 2003 Ísland (2) - Færeyjar (1)
06. sept 2003 Ísland (0) - Þýskaland (0)
18. Ágúst 2004 Ísland (2) -Ítalía (0)

Allt í allt 17 landsleikir...10 sigrar, 3 jafntefli og 4 töp...og markatalan 30-11...Alls ekki svo slæmur árangur.

Vonandi gengur allt að óskum í næstkomandi HM-undankeppni...En eitt er víst...Ég verð á vellinum!

Áfram Ísland og hana nú...

11 ágúst 2004

Væri ekki upplagt að stofna einhvers konar draumaliðshóp í tengslum við enska boltann...Alltaf gaman af því sko...

10 ágúst 2004

Mun hitamet verða slegið? Útivið er alla veganna besta ágúst-veðurfar sem ég hef upplifað.

En yfir í allt annað og það eina sem skiptir máli þessa daganna...enska boltann. Allt er að verða vitlaust í ensku blöðunum þessa daganna...Sögur ganga um að Owen verði seldur til Real Madrid fyrir 10 bingókúlur+Morientes...Við fyrstu sín virðist þetta alls ekki svo galin hugmynd...

Eins og allir vita flutti ég og kærastan í nýja íbúð um miðjan júlí. Mun væntanlega halda einhvers konar innflutnings/afmælis...eitthvað...í byrjun september...Enda kallinn auk þess að verða 25 ára þann 30. ágúst. Nánar auglýst síðar...

04 ágúst 2004

Hvurslag eiginlega ha?!?...Er þessa stundina að reyna að fjárfesta í 6 miðum á vináttulandsleik Íslands og Ítalíu í tuðrusparki í gegnum fótboltaklúbb Mastercard en ekkert er að virka:( Kemur alltaf "villa í fyrirspurn-reyndu aftur" frekar pirrandi...hef oft keypt miða þarna áður og ekkert vesen...mest pirrandi þar sem miðasalan á www.ksi.is virðist virka fínt.


03 ágúst 2004

Búinn að fá skýringu...sem ég fattaði alveg sjálfur...Útsvarið var víst 13.03% í Húnaþingi Vestra...og staðgreiðslu-mismunurinn frá landsmeðaltali var því víst um 35000 kr á ársgrundvelli...Þetta horfir samt allt til betri vegar, á von á einhverjum vaxtabætum á næsta ári og er þar að auki búinn að flytja lögheimilið til höfuðborgarsvæðisins...einhvern tíman þarf maður að hætta að styrkja sitt gamla sveitarfélag.

En yfir í skemmtilegri málefni...Landsleikur Íslands og Ítalíu verður háður á Laugardalsvelli miðvikudaginn 18.ágúst kl. 19:15. Stefni ég að því að kaupa nokkra miða á Mastercard-tilboði; 2500 kall miðinn. Þeir sem eru búnir að "tryggja sér miða" (Auðvitað ekki búinn að kaupa miðana, mun gerast strax í fyrramálið) eru: Ég, Kærastan, Sössi, Halli og Tommi...Hef annars ekki hugmynd hversu marga miða ég get keypt en ef fleiri hafa áhuga endilega commentið hér að neðan...

Alfarið fluttur í Nóatúnið...gaman af því :)

Og aldrei að vita nema golf-bakterían sé búin að klófesta mig...Skrapp alla veganna í golf með Sössa og Ægi á Litla Korpuvöllinn í gær og það var gaman fyrir utan ausandi rigningu á seinni 9 (sem urðu reyndar bara 6)...

Well vinnan kallar Ble...