Heimsins bezta bull

20 júní 2006

Í gær keppti ég á enn einu pool-mótinu. Gekk alveg ágætlega sosum. Lennti í 4. sæti af 16 spilurum. Eftir að Davíð; mjög fær pool-spilari, hafði sent mig heim ákvað ég aðeins að staldra við og fyljgast með viðureign hans og gaurs sem ég hafði aldrei séð þarna fyrr. Hann heitir víst Heiðar og er með 83 í forgjöf.

Davíð byrjaði og náði engri kúlu niður. Þá hófst flugeldasýningin. Heiðar lék sér af því að klára borðið. Í næsta leik náði hann þremur niður í byrjun og kláraði aftur borðið og var svo hársbreydd að ná svörtu niður í upphafi í þriðja leiks. :S

Lét mig hverfa :/ Geri ráð fyrir því að hann hafi unnið mótið.

19 júní 2006

Var að setja inn myndir frá Rimini-ferðinni 7-14.júní :)

Sössi kom til landsins aðfaranótt Þjóðhátíðardagsins og verður hann að sjálfsögðu dreginn á Pool-mót í kvöld.

Vinnan kallar.

Ciao

15 júní 2006

Kominn heim frá Rimini :(

Við Ægir lögðum af stað rétt fyrir kl. 14.00 miðvikudaginn 7.júní í rigningu og roki. Flugum með ítölsku flugfélagi; Futura á vegum Heimsferða, rétt um 4 klst flug til Bolognia. Lenntum rétt fyrir kl. 00.00 á staðartíma. Þaðan tók við u.þ.b. 2 klst ferðalag í rútu, sem var hálfri klst lengra en þurfti þar sem rútubílstjórinn villtist á leiðinni :S Ekkert gert það kvöld vegna mikillar þreytu.

Daginn eftir var haldinn kynningarfundur á strönd 26. Þóra farastjóri bauð alla velkomna til Rimini í ágætis veðri og kynnti dagskrá vikunnar. Eftir fundinn skráðum við okkur í matarveislu sem var haldin sama kvöld og í kastalaferð/vínsmökkun daginn eftir. Restin af deginum fór í að skoða nánasta umhverfi, drekka eitthvað af bjór og spila fótbolta kl. 18.00. Matarveislan hófst uppúr kl. 20.30 og var hún vel útilátin, fullt af ítölskum mat og ítölsku rauð og hvítvíni. Kynntist þar í fyrsta skiptið Píadínum sem ég mæli sérstaklega með ef þið eigi leið um Ítalíu. Eftir veisluna rétt um kl. 23 röltum við aðeins meir um hverfið og heimsóttum nokkra pöbba en vörum rólegir þar sem við þurftum að vakna snemma daginn eftir.

Föstudagurinn byrjaði snemma, áfangastaðurinn voru tveir kastalar í næsta nágrenni sem voru alveg magnaðir, annar þeirra var notaður sem fangelsi allt fram á 20. öld en er eingöngu safn í dag. Eftir skoðunarferðina var mikil matarveisla í næsta nágrenni og svo vínsmökkun á einu flottasta og stærsta veitingahúsi sem ég hef séð :)
Verst hvað ég er lítill Hvít/Rauðvíns kall en mér skillst af Ægi að þetta hafi verið mjög fín vín. Eftir ferðina skoðuðum við gamla bæinn enn frekar og svo héldum við í mjög langt pöbbarölt :) og rugluðum í fullt af Ítölum sem kunna að mestu leiti enga ensku :/

Héldum á ströndina á laugardeginum og hittum nokkra Íslendinga sem við ákváðum að draga með á djammið þá um kvöldið, slæptumst heil mikið, reyndum m.a. að að leigja Sæketti sem við fundum hvergi og spyrjast fyrir um fallhlífarstökk sem var ekki í boði :/ Um kvöldið hittum við svo Íslendingana á írskum pöbb við strönd nr. 1. Drukkum og spjölluðum. Og þegar stemning var kominn í hópinn héldum við með Riccione rútunni í átt að Carnaby-diskótekinu. Tókst með mikilli stemningu að fá nánast alla Ítalina í rútunni að skella sér með :) Þar misstum við okkur algjörlega í áfengisneyslu og hressleikinn var allsráðandi. Full mikill hjá sumum enda ekki auðvelt mál að halda í við okkur Ægi á góðum degi. Svo var öllum skutlað heim frítt með Carnaby-rútunni í kringum 04.00 :)

Sunnudagurinn var mikill þreytudagur en hann endaði með mini-golfs móti hjá strönd nr. 1 sem Ægir vann með 3 höggum :(

Laugardagurinn var mjög skemmtilegur en mánudagurinn slóg hann léttilega út :) Fórum þá þrjú saman ég, Ægir og stúlka sem heitir Solla í Mirabilandia sem er mikill og stór skemmtigarður u.þ.b. klukkustund frá Rimini. Fórum að sjálfsögðu í alla rússíbana á svæðinu og m.a. í 4D Cinema sem var alveg magnað þó myndin hafi verið á ítölsku :S. Seinna um kvöldið settumst við Ægir á eitt útikaffihúsið til að fylgjast með leik Ítala og Ghana á HM í knattspyrnu. Þegar leið á leikinn komu svo tvö íslensk pör og þegar leikurinn var búinn bættist Solla við hópinn. Rákumst fljótlega á Diskó-dragara sem bennti okkur á froðu-partý á diskótekinu Life seinna um kvöldið. Skelltum okkur að sjálfsögðu þangað, fylltum liðið af gleði og hræddum alla Ítali á svæðinu út úr húsi :D En við fórum að sjálfsögðu ekki út fyrr en kveikt var á ljósum rétt um 04.00.

Þriðjudagurinn var nánast algjörlega strandar-dagur enda var ég full hvítur þar sem þolinmæði mín fyrir sólbaði er mjög takmörkuð, og svo var bara röllt um alla þessa bari á göngugötunni.

Svo yfirgaf ég liðið á miðvikudeginum og lennti aftur í roki og rigningu þegar klukkan nálgaðist 04.00 síðastliðna nótt.

Frábær ferð í flesta staði, sem hefði mátt vera viku lengri en jammjamm er að vinna í að sitja inn myndir sem ættu að koma inn fyrr en seinna.

Ciao

06 júní 2006

1 dagur í Rimini :)

Fín helgi liðin. Gekk ágætlega í golfinu; spilaði á 110 höggum í Borgarnesi og 99 höggum í Leirunni og forgjöfin komin í 25.3. Fer sennilega ekkert meira í golf fyrr en Sössinn er kominn til landsins.

Reykjavik Trópik hátíðin heppnaðist alveg prýðilega. Á föstudeginum voru það Cynic Guru, Girls In Hawaii (frá Belgíu) og Hjálmar sem sköruðu fram úr. Lét mig hverfa eftir um 40 hlustun á Ladytron (frá Bretlandi) sökum eyrnarverkja, sosum ágætt hjá þeim en allt of einhæft og hávært :S

Skrapp svo aðeins í bæinn með Munda sem var fámennur...

Mætti full seint á laugardeginum sökum golfferðar, kom inní mitt prógram hjá Hairdoktor sem er ávallt hressandi. Þar eftir spiluðu svo hljómsveitirnar Kimono, Jeff Who? Leaves sem stóðu sig allar með prýði. Supergrass komu svo og trylltu lýðin í kringum 23.50. Var búinn að gleyma hvursu fáránlega marga slagara þessi hljómsveit á :) Gargandi snilld hjá þeim...Tók slatta af myndum sem ég ætla að reyna að henda á netið við fyrsta tækifæri.

Tónleikarnir enduðu á slaginu 01.00 því að þá var skemmtanaleyfi lögreglunnar útrunnið :( Kom svo reyndar í ljós að ekkert skemmtanaleyfi var fyrir sunnudagsdagskránni sem var til þess að tónleikarnir voru fluttir á Nasa.

Á sunnudeginum voru Dr Spock og ESG (frá USA) að vekja mesta lukku. Skilst að Trapant hafi einnig gert góða hluti...en þar sem ég þurfti að vakna kl. 07.30 daginn eftir til að taka þátt í golfmóti, lét ég mig hverfa áður en þeir hófu leik.

Semsagt alveg mögnuð hátíð sem vonandi verður aftur á næsta ári.

Já, svo skellti ég mér á Pool-mót á Sportbarnum í gær. Lennti í 2. sæti af 16 keppendum. Vann útlending með 55 í forgjöf 2-1, Munda 2-0 og Helga 2-1. Tapaði svo fyrir Svan (skipuleggjandi mótsins) 3-0; tvisvar á svörtu :S. Þurfti svo að bíða í rúman klukkutíma til að spila undanúrslitaleikinn; vann þá Helga aftur 2-0. Spilaði þá úrslita leik við Svan og tapaði aftur fyrir honum 3-0; tvisvar á svörtu aftur :(

Soldið skondið, hef nokkrum sinnum keppt við Svan í gegnum tíðina en hef ekki unnið einn ramma á móti honum :/ ...Alltaf verið mjög tæpt samt.

Gengur bara betur næst

Jæja fer til Rimini á morgun ásamt Ægi

Shibbí

02 júní 2006

6 dagar í Rimini :)

Það verður mikið að gera hjá mér um helgina. Strax eftir vinnu fer ég á tónlistarhátíðina ReykjavikTropik við Háskóla Íslands. Þessi tónlistarveisla stendur víst yfir í 3 daga, og mun hún ná hápunkti á laugardaginn þegar breska hljómsveitin Supergrass stígur á svið.

Fullt af öðrum hljómsveitum koma þarna fram.

Á morgun ætla ég ekki að missa af hljómsveitunum:

Jakobínarína, Cynic Guru, Benni Hemm Hemm, Girls in Hawaii, Hjálmar og Ladytron.

Á laugardeginum líst mér best á hljómsveitirnar:

Skátar, The Foghorns, Jan Mayen, Úlpa, Hairdoctor, Jeff Who?, Leaves og Supergrass.

Sunnudagsdagskráin er síst spennandi að mínu viti, stefni samt á að sjá allaveganna hljómsveitirnar:

Forgotten Lores, Kid Carpet, Dr. Spock, ESG, og Trapant

Á laugardeginum er svo einnig stefnan að spila golfhring í Borgarnesi ásamt Sidda og Halla, spurning hvort mér takist að nýta mér golfkennsluna til að flengja þeim á golfvellinum :)

Svo erum við Einsi kallinn að biðja til æðri máttarvalda um að halda Reykjanesinu nokkuð þurru á mánudagsmorguninn því þá ætlum við að taka þátt í Deloitte-mótaröðinni í golfi; í Leirunni.

Svo líkur helgarfjörinu á pool-móti á Sportbarnum á mánudagskveldið

Mikil gleði, mikið gaman :)