Kominn heim frá Rimini :(
Við Ægir lögðum af stað rétt fyrir kl. 14.00 miðvikudaginn 7.júní í rigningu og roki. Flugum með ítölsku flugfélagi; Futura á vegum Heimsferða, rétt um 4 klst flug til Bolognia. Lenntum rétt fyrir kl. 00.00 á staðartíma. Þaðan tók við u.þ.b. 2 klst ferðalag í rútu, sem var hálfri klst lengra en þurfti þar sem rútubílstjórinn villtist á leiðinni :S Ekkert gert það kvöld vegna mikillar þreytu.
Daginn eftir var haldinn kynningarfundur á strönd 26. Þóra farastjóri bauð alla velkomna til Rimini í ágætis veðri og kynnti dagskrá vikunnar. Eftir fundinn skráðum við okkur í matarveislu sem var haldin sama kvöld og í kastalaferð/vínsmökkun daginn eftir. Restin af deginum fór í að skoða nánasta umhverfi, drekka eitthvað af bjór og spila fótbolta kl. 18.00. Matarveislan hófst uppúr kl. 20.30 og var hún vel útilátin, fullt af ítölskum mat og ítölsku rauð og hvítvíni. Kynntist þar í fyrsta skiptið Píadínum sem ég mæli sérstaklega með ef þið eigi leið um Ítalíu. Eftir veisluna rétt um kl. 23 röltum við aðeins meir um hverfið og heimsóttum nokkra pöbba en vörum rólegir þar sem við þurftum að vakna snemma daginn eftir.
Föstudagurinn byrjaði snemma, áfangastaðurinn voru tveir kastalar í næsta nágrenni sem voru alveg magnaðir, annar þeirra var notaður sem fangelsi allt fram á 20. öld en er eingöngu safn í dag. Eftir skoðunarferðina var mikil matarveisla í næsta nágrenni og svo vínsmökkun á einu flottasta og stærsta veitingahúsi sem ég hef séð :)
Verst hvað ég er lítill Hvít/Rauðvíns kall en mér skillst af Ægi að þetta hafi verið mjög fín vín. Eftir ferðina skoðuðum við gamla bæinn enn frekar og svo héldum við í mjög langt pöbbarölt :) og rugluðum í fullt af Ítölum sem kunna að mestu leiti enga ensku :/
Héldum á ströndina á laugardeginum og hittum nokkra Íslendinga sem við ákváðum að draga með á djammið þá um kvöldið, slæptumst heil mikið, reyndum m.a. að að leigja Sæketti sem við fundum hvergi og spyrjast fyrir um fallhlífarstökk sem var ekki í boði :/ Um kvöldið hittum við svo Íslendingana á írskum pöbb við strönd nr. 1. Drukkum og spjölluðum. Og þegar stemning var kominn í hópinn héldum við með Riccione rútunni í átt að Carnaby-diskótekinu. Tókst með mikilli stemningu að fá nánast alla Ítalina í rútunni að skella sér með :) Þar misstum við okkur algjörlega í áfengisneyslu og hressleikinn var allsráðandi. Full mikill hjá sumum enda ekki auðvelt mál að halda í við okkur Ægi á góðum degi. Svo var öllum skutlað heim frítt með Carnaby-rútunni í kringum 04.00 :)
Sunnudagurinn var mikill þreytudagur en hann endaði með mini-golfs móti hjá strönd nr. 1 sem Ægir vann með 3 höggum :(
Laugardagurinn var mjög skemmtilegur en mánudagurinn slóg hann léttilega út :) Fórum þá þrjú saman ég, Ægir og stúlka sem heitir Solla í Mirabilandia sem er mikill og stór skemmtigarður u.þ.b. klukkustund frá Rimini. Fórum að sjálfsögðu í alla rússíbana á svæðinu og m.a. í 4D Cinema sem var alveg magnað þó myndin hafi verið á ítölsku :S. Seinna um kvöldið settumst við Ægir á eitt útikaffihúsið til að fylgjast með leik Ítala og Ghana á HM í knattspyrnu. Þegar leið á leikinn komu svo tvö íslensk pör og þegar leikurinn var búinn bættist Solla við hópinn. Rákumst fljótlega á Diskó-dragara sem bennti okkur á froðu-partý á diskótekinu Life seinna um kvöldið. Skelltum okkur að sjálfsögðu þangað, fylltum liðið af gleði og hræddum alla Ítali á svæðinu út úr húsi :D En við fórum að sjálfsögðu ekki út fyrr en kveikt var á ljósum rétt um 04.00.
Þriðjudagurinn var nánast algjörlega strandar-dagur enda var ég full hvítur þar sem þolinmæði mín fyrir sólbaði er mjög takmörkuð, og svo var bara röllt um alla þessa bari á göngugötunni.
Svo yfirgaf ég liðið á miðvikudeginum og lennti aftur í roki og rigningu þegar klukkan nálgaðist 04.00 síðastliðna nótt.
Frábær ferð í flesta staði, sem hefði mátt vera viku lengri en jammjamm er að vinna í að sitja inn myndir sem ættu að koma inn fyrr en seinna.
Ciao