Heimsins bezta bull

30 nóvember 2006

Málning hf bauð starfsmönnum sínum á útgáfutónleika Stebba og Eyfa í Borgarleikhúsinu í gær. Alveg prýðilegir tónleikar fyrir utan smá klúður í hljóðblöndun. Tók nokkrar myndir sem má nálgast hér


29 nóvember 2006

Incubus að koma til landsins

sjibbí :)

Nú er bara að vona að sögusagnirnar um að Pearl Jam og Red Hot Chilli Peppers komi líka á næsta ári séu réttar...

24 nóvember 2006

Fékk boðsmiða á forsýningu The Grudge 2 í boði Xfm Mafíunnar í gær. Ef ykkur finnst skemmtilegt að verða hrædd í bíó þá er mætingarskylda á þessa mynd :S

15 nóvember 2006

Glímdu Árni Johnsen og Ísraelsstjórn við sömu "tæknilegu mistökin"?

Ég bara spyr!

10 nóvember 2006

Tveimum af skemmtilegustu myndum sumarsins náði ég á myndavélasímann minn. Fyrri myndina tók ég á rauðu ljósi á mótum Laugavegar og Nóatúns. Einhverra hluta vegna var Daihatsu Sirion að draga gamlan BenZ :)



Seinni myndina tók ég þegar ég var að keyra frá ÁTVR eitthvern föstudagseftirmiðdaginn. Sjón er sögu ríkari...



Hugsa að ég myndi ekki treysta þessum ökumanni :S

09 nóvember 2006

Alveg magnað hjá Söndru að ákveða að skella sér í djúpu laugina :) WPA World Blackball Pool Championship. Yrði ekki leiðinlegt að spila við pool-heimsmeistara á næsta móti. Vona svo sannarlega að henni muni ganga vel.

07 nóvember 2006

Fer í nokkuð síðbúna sumarbústaðarferð um næstu helgi. Þetta er víst árleg ferð hjá vinahópi Ægis meðleiganda og fæ ég að fljóta með þar sem ég er svo hrikalega skemmtilegur :)

Vorum rétt í þessu í MSN-samningaviðræðum um hver keyrir í bústaðinn:

------------------------

Jón says:
Hvernig eigum við svo að skera útum hver keyrir í bústaðinn?

¸.·´¯'·.¸ ><((((º> . says:
það verður að vera þú

¸.·´¯'·.¸ ><((((º> . says:
ég er bíllaus

Jón says:
ahh

Jón says:
Ok

¸.·´¯'·.¸ ><((((º> . says:
því móðirin er bíllaus

Jón says:
damn

Jón says:
:(

¸.·´¯'·.¸ ><((((º> . says:
þannig að eftir langar og strangar samningaviðræður komumst við að þeirri niðurstöðu að þú keyrir

¸.·´¯'·.¸ ><((((º> . says:
shibby

Jón says:
:)

¸.·´¯'·.¸ ><((((º> . says:
þetta var góður fundur..

Jón says:
með þeim betri já

------------------------

Nú er bara að vona að veðrið verði skaplegt. Alla veganna nógu gott til að hægt sé að fara í pottinn.

Það held ég nú...