Heimsins bezta bull

25 júní 2007

Búin ad vera ljómandi tessi interrail ferd hingad til tó ég hafi nú ekki enn stigid faeti í lest. Flugum fyrst til Kaupmannahafnar tar sem Jón Rafnar sótti okkur á flugvollinn. Tar sem hann turfti ad fara í skólann tók Sigursteinn okkur Roggu í smá rolt um midbaeinn; skoda Litlu Hafmeyjuna og gífurlega oflugt virki sem er tar nálaegt. Sídan hittum vid Jón og Villa Villa Valla á edal-pobbnum The Moose. Tar var drukkinn ódýrasti bjórinn hingad til sem kostadi litlar 16 kr. danskar. Flugum svo til Malaga á Spáni daginn eftir.

Á Malaga hittum vid mommu og pabba eins og planad var og tókum vid rútu til Almeria eftir smá labb um Malaga borg. Í Almeria sótti Tom mágur minn okkur ásamt bródur sínum. Keyrdum vid tadan til smábaejarins Agua Amarga og vorum tar í nokkrar naetur. Hápunktur tess hluta ferdarinnar var svo gifting Lisu systur Toms og Antonio sem var óskop skemmtileg og odruvísi :)

Á mánudeginum 18. júní nádum vid í bílaleigubíl á flugvollinn í Almeria. Keyrdum tadan til Granada, villtumst tar inná hótel sem var tad flott ad tad var med hitaraljós á badinu :S :) svo naudsynlegt í 30 grádu hita. Skodudum tví naest Al Ambra virkid sem er engan veginn haegt ad lýsa :S skelli myndum inn sídar. Daginn eftir keyrdum vid til Alicante og gistum tar eina nótt á odru mjog fínu hóteli. Midvikudagsnóttina gistum vid svo á frábaeru vegahóteli vid baeinn Vinarosa. Fann meira segja nothaeft poolbord tar :P

Á fimmtudeginum 21. júní keyrdum vid til Barcelona og hef ég verid tar sídan. Frábaer borg í alla stadi. Búinn ad skoda flest allar Gaudi byggingarnar og búinn ad fara í Barcelona dýragardinn og Aquarium...Eftir heilmikla kláfsferd í dag aetladi ég loksins ad fara í vinnuna aftur (strondin) en tá var ordid skýjad :/

Á fostudagskvoldinu hittum vid svo Danna og Sigga sem eru víst líka ad Interrailast. :) Vard reyndar til tess ad svefn helgarinnar var adeins minni en áaetlad var en bara gaman af tví :P

jaeja nóg í bili. Forum á morgun med ferju til Romar og sennilega tadan til Feneyja og svo eitthvert austur á bóginn. Veit ekkert hvenaer ég kemst í netsamband aftur t.a. bless á medan...

07 júní 2007

Aðeins tæp vika í það að ég hefji för mína um Evrópu :) Ferðaplanið er nú ansi opið ennþá en það sem er ákveðið er allaveganna það að ég og systir mín (Ragga) fljúgum til Kaupmannahafnar 13.júní með morgunfluginu. Gistum þar eina nótt og fljúgum svo þaðan til Malaga á Spáni. Þar hittum við foreldra okkar sem eru þessa stundina í söngferðalagi um Þýskaland. Frá Malaga förum við með rútu til Almeria og þaðan til smábæjar á ströndinni sem heitir Agua Amarga. Þar er nefninlega systir mágs míns (frá Írlandi, giftur eldri systur minni, Ingunni) að fara að giftast Spánverja 16.júní.

Verðum á þessu svæði til 18.júní en þá ætlum við að leigja bílaleigubíl og keyra til Barcelona meðfram strandhraðbrautinni. Stefnan að vera komin þangað fimmtudaginn 21.júní (með mörgum stoppum væntanlega :P) og svo fljúga foreldrarnir heim 23.júní og ég og systir mín hefjum u.þ.b. 2 vikna InterRail ferð okkar 24.júní :) Stefnum að því að enda í Þýskalandi hjá vinafólki sem býr í Sasel í Þýskalandi (smábær ekki langt frá Kiel) á bilinu 7-9.júlí.

Við keyptum okkur svona 10/22 Global InterRail passa sem þýðir að við megum ferðast í 10 daga í lest á 22 dögum um alla Evrópu :)

Þau lönd sem mig langar að fara til eru eftirfarandi:

Frakkland
Ítalía
Króatía
Tékkland
Austuríki
Slóvakía
Sviss
Pólland
Þýskaland

og förum við alveg örugglega til eitthvað af þessum löndum.

Verður eflaust mikil rólegheitarstemning í Þýskalandi eftir þetta mikla ferðalag og fljúgum við svo heim frá Kaupmannahöfn 14.júlí.

--------------------

Þessi vika er annars búin að vera frekar mis hvað mig varðar :/ Á laugardagskvöldinu í póker/innflutnings geymi hjá Munda ákváðu endajaxlarnir að vera með leiðindi. Þrátt fyrir talsvert mikla ölvun þegar leið á kvöldið var ég hreinlega að drepast í kjaftinum :S

Þessir verkir voru nú ekkert að batna þegar á leið þ.a. ég skellti mér til tannlæknis í gærmorgun sem reif þá úr :) Reyndar búinn að vera óvinnufær síðan en þetta verður nú vonandi allt annað líf þegar þetta er gróið.

--------------------

Varð vitni af skelfilegum landsleik í gær :S . Alltaf leiðinlegt þegar Íslendingar verða að hlátursefni úti í hinum stóra heimi en ég er nú þannig að ég lít alltaf á björtu hliðarnar. Og í þessum leik var það klárlega Celtic pjakkurinn Theodór Elmar :) en að fá á sig 4 mörk á 11 mínútum er auðvitað hneisa og einhver verður að taka ábyrgð á því.



Sennilega eitt mesta klúðurmark knattspyrnusögunnar :/

--------------------

Væri frekar skondið ef þetta slúður sé rétt :) Best að krossa fingur og vona það besta :P

en jæja læt líklega ekki heyra í mér fyrr en eftir Evrópureisuna þ.a. ég segi bara ekkert stress og blessbless