Heimsins bezta bull

31 janúar 2003

Ég var mjög pirraður í lokin yfir handboltaleiknum í gær, sérstaklega þar sem "Strákarnir okkar" áttu mjög góðan möguleika að ná undirtökunum í stöðunni 24-24. Náðu þar áður að jafna leikinn tveimur mönnum færri og áttu möguleika á því að komast yfir. Vendipunkturinn í leiknum var þegar það tókst ekki...Spánverjar komust á lagið, og unnu sannfærandi sigur.

Margar spurningar vöknuðu í lok leiksins hjá mér: Hvar var Patrekur Jóhannesson?, af hverju hvarf Ólafur Stefánsson í seinni hálfleik?, Af hverju var Heiðmar Felixson ekki notaður meira? og af hverju var SIGURÐUR BJARNASON notaður svona mikið í lok leiksins?...var sárkvalinn vegna hnémeiðsla og náði þ.a.l. engum takti í lokin...

Í lok leiksins sást greinilega hvað HUGARFARIÐ skiptir miklu máli í handbolta, það að þeir komust ekki yfir í stöðunni 24-24 olli því að "strákarnir okkar" misstu trúnna á verkefninu, því miður...Vonandi ná þeir að bæta HUGARFARIÐ fyrir laugardaginn, því eins og við sáum í gær þá eigum við þrusugott landslið í handbolta sem getur unnið hvaða lið sem er, svo framarlega sem HUGARFARIÐ er í lagi...

30 janúar 2003

Einn góður kunningi minn og bílstjóri, Guðmundur Svansson, er ekki mikill íþróttaáhugamaður. Hins vegar eiga stúdentastjórnmál (og önnur stjórnmál) hug hans allan. Þó sérstaklega nú um mundir þar sem, að mér minnir, aðal kosningabaráttan í Háskóla Íslands er að hefjast. Aðal stjórnmálaöflin þar eru, Vaka (þann flokk styður Mundi, eins og hann er yfirleitt kallaður) og Röskva. Aldrei hef ég nú verið mjög stjórnmálalega sinnaður og fylgdist lítið með þessum "stjórnmálaöflum" innan Háskólans þegar ég, eitt sinn, "lagði stund á" verkfræði þar fyrir nokkrum árum. Samt nýtti ég nú minn kosningarétt eins og allfæstir aðrir innan háskólans. Aðferðin mín til að velja á milli þessara "afla" var mjög skemmtileg. Valdi einfaldlega það "stjórnmálaafl" sem innihélt fleiri sætar stelpur, miðað við öll þau veggspjöld sem hengu útum allar trissur innan veggja skólans. Ef ég man rétt þá varð Vaka fyrir valinu á mínum háskólaárum. En alla veganna gangi þér vel í "kosningaslagnum" sem framundan er Mundi minn...

Mér leist ekkert á blikuna í hálfleik í leik Íslands og póllands í gær. Staðan var 17-14 pólverjum í vil. Til að létta okkur lundina kom lýsandin með snilldar gullkorn...hann sagði: "Við megum ekki gleyma því að pólverjar eru með mjög gott lið" Og það var ekki sökum að spyrja. Það var eins og pólverjar hefðu vaknað í miðjum draumi og hugsað "ha við, með gott lið? neeeei..." Enda varð 7 marka sveifla í síðari hálfleik þar sem Ísland vann nokkuð öruggan sigur 33-29. Í kvöld er svo loka leikurinn í milliriðlinum á dagskrá; Ísland-spánn...svo mikil er tilhlökkunin hjá yfirmönnum fyrirtækisins Skúlason ehf, kvöldvinnuveitanda mínum, að þeir gáfu öllum starfsmönnum frí í kvöld. Takk fyrir það og Áfram ÍSLAND...

Liverpool átti líka bara ágætis leik á móti Arsenal í gær...gerðu jafntefli 2-2 þar sem "Jón Árni Risi" og Heskey skoruðu mörkin fyrir Liverpool. Arsenal komust reyndar yfir á 8. mínútu þegar Pires skoraði eftir ágætis leikfléttu þeirra Bergkamps og Henry en "Jón Árni Risi" jafnaði metin með mögnuðu skoti...Þegar Heskey jafnaði á 91 mínútu varð allt vitlaust á Hofsvallagötu 19 þar sem voru saman komnir 2 Liverpool-og 2 man u aðdáendur...Hef mikla trú á mínum mönnum, vinnum þrefallt í ár (FA Cup, Worthington Cup og UEFA Cup) og náum meistaradeildarsætinu aftur...

Víkjum nú kvæði í kross því ég verð aðeins að tala um kvöldvinnuna mína hjá Skúlason ehf. Hún fellst í því að svara innhringingum frá fyrirtækjum, Aðallega Fréttablaðinu og BT, og hringja út til fólks, þá aðallega kannanir ýmiss konar og fleira í þeim dúr. Í augnarblikinu er ég að vinna fyrir Lífeyrissjóðinn Framsýn, að bjóða fólki að ganga frá viðbótar lífeyrissparnaði, eitthvað sem allir ættu að ganga frá sem fyrst til að fá mótframlag frá atvinnurekanda-og ríkinu. Í 99% tilfella tekur fólk, sem ég tala við, mjög vel í þessi mál...vilja fá sendan samning eða ganga frá málunum seinna (því stór hluti sem við hringjum í eru nemar) eða segir kurteisislega; Nei takk hentar ekki núna vegna frjárhagserfiðleika o.s.frv. Síðan er þetta 1% sem snappar í símanum og spyr hvurn djöfulinn maður sé að ónáða sig. Lennti einmitt í einum svoleiðis á þriðjudaginn...og vá, sá varð brjálaður. Ég vorkenni svona fólki, sem getur ekki haldið stjórn á sér í síma, talandi við fólk sem vill bara gott og er að kynna þeim þann rétt að ganga frá viðbótar lífeyrissparnaði...

29 janúar 2003

Það var ekki að spyrja að því... Jóhannes Karl er nú þegar búinn að umbreyta Aston Villa í "skemmtilegt" lið. Skoraði í sínum fyrsta leik beint úr aukaspyrnu af 35 m færi eins og honum er einum lagið, til hamingju með það. Eiður Smári var ekki síðri, að með skilst, skoraði eitt glæsilegasta mark leiktíðarinnar, ef marka má íslenska fjölmiðla, með bakfallsspyrnu...og auðvitað missti ég af leiknum þar sem ég var í vinnunni til klukkan 22. Get bara ekki beðið eftir ensku mörkunum á Sýn. Í kvöld hefst svo fjörir fyrir alvöru hjá "Strákunum okkar" í Portúgal þegar þeir mæta pólverjum á HM í handbolta, nú er að duga eða drepast...Ekki síður er að duga eða drepast hjá "Strákunum okkar" í bítlaborginni þar sem Liverpool mætir núverandi meisturum Arsenal. Nú er næsta skref að krjúpa á kné og biðja um sigur "Strákanna okkar" í þessum mikilvægu leikjum því mín spá er sú að "þeir" muni ná langt ef sigur vinnst. ÍSLAND vinnur með 3-4 mörkum og Liverpool vinnur 3-1...hef reyndar spáð Liverpool 3-1 sigrum undanfarið sem því miður, hafa ekki gengið eftir en nú er mál að linni.

28 janúar 2003

Gaman af því að Jóhannes Karl sé loksins kominn í ensku úrvalsdeildina. Úrvals leikmaður þar á ferð og mun fara létt með að bæta gengi eins leiðinlegasta liðs í ensku úrvalsdeildinni; Aston Villa...

Góðan daginn landar. Mættur í vinnuna, eins og venjulega, uppúr kl. 8 hálfsofandi enda fín mynd á bíórásinni í gær, Any Given Sunday. Góð framlenging á Superbowl sunnudeginum. Talandi um Superbowl. Hvað var eiginlega málið, hvernig stendur á því að bezta vörn deildarinnar, Oakland Raiders, gátu einfaldlega ekki jackshit á móti liði sem var í fyrsta sinn í úrslitum, Tampa Bay. 5 varðir boltar, þar af 3 sem skiluðu snertimarki...ég er allaveganna hneikslaður. Og hvað er málið með skemmtikraftana í leikhléinu; Sania Twain-I feel like a woman og No Doubt og Sting (í ljótasta bol sunnan og norðan alpafjalla) með dúet...missti endanlega allt álit á bandaríkjamönnum (sem var ekki mikið fyrir).

Jæja Makkarinn var snöggur að svara og vill hafa tvo 8 liða milliriðla þar sem öll liðin halda stigunum sínum og þau lið sem ættu eftir að spila í riðlinum, myndu gera það. Segjum sem svo að efstu 4 lið A-og B riðill myndu vera í milliriðli 1 og C-og D í milliriðli 2, þá myndum við þurfa að keppa 4 leiki; við spán, júgóslavíu, póland og túnis í stað tveggja leikja. Og að lokum yrði svo leikið um sæti eftir því hvar við lentum í riðlinum. Það fyndist mér frekar asnalegt. Augljóslega þar sem milliriðils leikinnir yrðu þá of margir þar sem hlutverk milliriðla er að þrengja þann hóp sem eftir er og skapa meiri spennu, en þó sérstaklega þar sem þá er nánast óþarfi að hafa undanriðla, heldur bara tvo 12 liða riðla þar sem allir leika við alla, mjög óspennandi...en alla veganna ÁFRAM ÍSLAND...

27 janúar 2003

Mikið voðalega er rólegt í vinnunni...en munið: Málning, það segir sig sjálft...

Sjibbí

og vonandi virka þessir linkar núna...

Nú er allt að gerast, sjibbí...en Select pulsan bíður...

Makkarinn nefndi það að honum fyndist breytingarnar á HM í handbolta "ABSÚRD" og nefndi hann Svíana sem dæmi, þ.e.a.s. ekkert stig fylgir þeim í milliriðlana þó þeir hafi lennt í 1. sæti í sínum undanriðli. Að mínu mati eru þetta samt góðar breytingar og í raun mun betra kerfi en áður var...Í staðinn fyrir að leika strax með 16 liða útsláttarfyrirkomulagi er spilað í milliriðlum, sem dæmi leika (sbr. www.hsi.is) ÍSLAND, spánn, pólland og katar í milliriðli 1 og þar sem ÍSLAND vann katar 42-22 í undanriðlinum fylgja 2 stig ÍSLENDINGUM í milliriðilinn. Svíar geta bara sjálfum sér um kennt að hafa tapað fyrir slóvenum í undanriðlinum...

Vonandi gengur þetta betur núna, enda er nafnið microthong miklu betra en splural...en eins og ég var að segja þá get ég ekki verið minni maður en Bumburnar og byrja því að bulla sem mest ég má...