Heimsins bezta bull

23 september 2005

Besta golfskor sumarsins leit dagsins ljós í gær, Í norðan vindi og kulda. Fór Litla völlinn á 40 höggum, náði þarmeð næstum því takmarkinu að klára völlinn á undir 40 í sumar :/ .Siggi verkstjóri fór á 45 höggum og kunningi hans var eitthvað aðeins lakari...

Fyrsta braut: 210 metrar; par 4. 5 högg (6járn,2*60°,2pútt)
Önnur braut: 260 metrar; par 4. 5 högg (Driver,9-járn,60°,2pútt)
þriðja braut: 264 metrar; par 4. 3 högg (Driver,7-járn,pútt :)
fjórða braut: 95 metrar; par 3. 3 högg (P,2pútt)
fimmta braut: 153 metrar; par 3. 5 högg (5-járn, 2*60°,2pútt)
sjötta braut: 256 metrar; par 4. 6 högg (Driver,9-járn,S,3pútt :S)
sjöundabraut: 173 metrar; par 3. 4 högg (Driver,S,2pútt)
áttundabraut: 260 metrar; par 4. 5 högg (Driver,P,60°,2pútt)
níunda braut: 90 metrar; par 3. 4 högg (S,60°,2pútt)

par 32;40 högg, og átti miklu meira inni :D

22 september 2005

Náði í nýja Opera vafrann nýlega og er mjög sáttur með hann...Magnað að nú sé mögulegt að fá tvo mjög góða vafra; Firefox og Opera sem fara létt með að slá út Explorerinn...

Nú er golfvertíðin nánast búinn :( En stefni að því að vinna verkstjóra Málningar í höggleik á Litla vellinum á eftir :)

Vonandi verður samt skaplegt veður um helgina þ.a. Ægir geti loksins fundið tíma til að slá tvær flugur í einu höggi...sýnt mér nýja bílfákinn og skroppið í golf :P

l8ter

16 september 2005

Vífilstaðavöllurinn er mjög flottur en auk þess ansi strembinn...Náði 4 skollum, en restin endaði í skrömbum eða eitthvað þaðan af verra :P. Stend mig eflaust miklu betur næst þegar ég spila völlinn sem verður vonandi fyrr en seinna.

Það er eitthvað skrítið að ske í herbúðum Man U...Rooney litli er alveg að springa, og Heinze verður að fylgjast með af hliðarlínunni mest alla leiktíðina útaf hnémeiðslum :/ Held ég láti það alveg vera að skjóta á úrslit...Setti þó saman einn lengjumiða á netinu rétt í þessu:

Nr. 19 Charlton-Chelsea 1 4.50

Nr. 35 Liverpool-Man U 1 2.45

Nr. 59 Arsenal-Everton 1 1.30

Heildarstuðull 14.33...

13 september 2005

Golfvertíðinn nær hámarki á morgun. Mun þá spila 18 holur á Vífilstaðagolfvellinum með Sverri vinnufélaga úr Málningu. Hringurinn hefst kl. 08:00 og verður eflaust mikil gleði :)

Helgin var fremur tíðindalítil...fór reyndar í bjór og grill í aukavinnunni minni á föstudagskvöldið, sem fór ósköp vel fram, Var kominn heim um klukkan 03:00 enda þurfti ég að vakna snemma daginn eftir.

Hef lagt það í vana minn að fá mér eina Devitos sneið á röltinu heim en sú varð ekki raunin þetta kvöld. Þegar ég kom á staðinn var mikið drama í gangi. Foxillur drukkinn maður virtist ætla að ráðast á kokkana á staðnum. Hann virtist eitthvað lemstraður í framan og skv. hans lýsingu (sem ég heyrði útundan mér), hafði einn af kokkunum "barið hann í mauk" fyrir utan staðinn, vegna þess að hann hafði kvartað yfir því að hafa aðeins fengið 3 pepperóní á pizzuna sína.

"Ofbeldisfulli" kokkurinn var flúinn inn í eldhús á þessum tímapunkti enda hafði þessi maður tekið nokkra kunningja með sér og virtust þeir ætla að ganga frá honum endanlega. Yfirkokkurinn gerði það eina rétta og hringdi í lögregluna sem kom nokkrum mínútum seinna. Í millitíðinni fann reiði maðurinn sig knúinn til að berja í gegnum rúðu á eldhúshurðinni sem varði til þess að hún "splundraðist" og miðað við blóðsletturnar á gólfinu "splundraðist" hendin á honum í leiðinni...

Þegar löggan var mætt á svæðið voru vitni yfirheyrð (tókst sem betur fer að koma mér frá því) og svo væntanlega brunað með reiða manninn beint á slysó...

Þar næst gekk ég svangur heim :(

...

Badminton í kvöld...og stefni ég á að vinna allaveganna einn einliðaleik í kvöld :P

Það held ég nú og hana nú...

08 september 2005

Jamm jamm

Fór í fyrsta badmintontímann með Munda, Fjalari og Tödda á þriðjudagskvöldið. Gekk bara svona allt í lagi miðað við að þetta voru fyrstu badminton-skrefin á þessu árþúsundi...Þeir voru reyndar allir eitthvað aðeins betri en ég, en það mun vonandi fljótt breytast :P

Var vel stirður og asnalegur daginn eftir en ákvað samt að skreppa í golf í nokkuð hvössu og köldu gluggaveðri...Ægir sá sér ekki fært að mæta þ.a. ég spilaði hringinn með einhverjum gaur sem mætti rétt á eftir mér...Sá gaur var með skrítnari golfsveiflu en orð fá líst, og árangurinn eftir því.

Mjög skondið atvik gerðist á 8. braut...Gaurinn tók fram Driverinn og ætlaði svona líka að massa þetta...Ekki vildi betur til en hann "smellhitti" golfkúluna sem flaug þráðbeint inní gæsahóp sem var staðsettur um 60 metra frá teig...Og rakleyðis í afturendann á einni gæsinni sem varð allt annað en sátt við þetta áreyti :D ...Greinilega mjög lífsreyndar gæsir þar sem þær voru allar farnar útfyrir braut áður en ég tók mér stöðu á teignum ;P

Ansi pirrandi fótboltalandsleikur í gær...0-2 fyrir ísland eftir 16. mínútur...4-5 dauðafæri, löglegt mark dæmt ógilt, litið framhjá púra víti, og leikurinn glundraður niður í seinni hálfleik 3-2...

Veit ekki hvort hægt sé að gagnrýna þjálfarateymið fyrir þetta, Þeir eru að spila glimrandi fínan bolta en því miður aðeins á köflum...En tapa svo leikjum á byrjendavarnarmistökum. Reyndar heyrðist greinilega í jöfnunarmarkinu þegar Logi öskraði á varnarlínuna að mæta þeim framar á vellinum þ.a. hann virtist gera sér fulla grein fyrir því hvað væri að gerast...En einhverra hluta vegna nær hann ekki sambandi við landsliðið.

Fótbolti (og reyndar flest allar íþróttagreinar) er mikinn part sálfræðistríð...Þú kemst ekki langt í íþróttum ef hefur ekki trú á því sem þú ert að gera...Og eitt meginhlutverk þjálfarateymis er að blása sjálfstrausti í liðsandann...Ég veit ekki hvaða starfsaðferðir núverandi landsliðsþjálfarar nota...en ég held að þeir ættu aðeins að hugsa sinn gang fyrir næsta verkefni :/ Það má t.a.m. gagnrýna hvernig þjálfarateymið brást við þegar Búlgarar komust yfir 3-2...Logi sem var búinn að vera öskrandi á hliðarlínunni nær allan leikinn settist niður með hendur í skauti og gerði engar breytingar á liðinu :S ...Á þessum tímapunkti átti hann að láta ferska menn inn...t.a.m Veigar og Gunnar Heiðar í stað þess að henda handklæðinu :/

Nóg í bili og áfram Ísland...

05 september 2005

Sælt veri fólkið...

Helgin var fín fyrir utan að ég komst ekki í golf :(

Tók þátt í keilumóti Málningar á föstudagskvöldið og stóð mig afleitlega...Nældi í heil 207 stig í tveimur umferðum :S enda ekki farið í keilu síðan síðasta keilumót var haldið fyrir tveim árum. Tók strætó heim úr Mjóddinni...Fyrsta skiptið sem ég notaði nýja leiðarkerfið sem er greinilega að vekja fádæma lukku; var einn í strætónum nær alla leiðina :S

Laugardagskveldið var ósköp fínt líka...Fór í innflutningspartý til Birnu (kærustu Ægis) og Freyju...Þar var drukkinn bjór og aðeins of mikið Tequila. Þegar orðið var áliðið fór mest öll hersingin á Todmobile ball á NASA. Ballið var mjög hressandi, svo hressandi að eitthvað gaf sig undir vinstri hnéskelinni, en ég er miklubetri í dag en í gær...og mæti því pottþétt í fyrsta badminton tíman á morgun ;P

L8ter