Heimsins bezta bull

28 mars 2006

Tók þátt í mínu öðru Pool-móti í gær á Sportbarnum. Gekk ósköp svipað og síðast vann fyrsta leikinn 2-1, en tapaði svo tveimur í röð 3-1. Held ég eigi samt fullt erindi í þessi mót. Var óheppinn í þessum tveimur leikjum og tapaði báðum úrslitaleikjunum á svörtu :/(forgjafarkerfi; þeir þurftu að vinna 3 á móti 2).

Ætla að fara í pool-kjuða leiðangur á eftir :) Athuga þá úrvalið hjá Snóker og pool stofunni Lágmúla og einnig verslun sem ég fann með hjálp Google í gær; S.V.Sverrirson heildverslun, Suðurlandsbraut 10. Þessir Kruger kjuðar líta nefninlega mjög vel út.

Það er helst í fréttum að ég er hættur að vinna hjá Skúlason ehf eftir rúmlega 4 ára starf. Fékk einfaldlega nóg af þessu braski þeirra. Fékk í síðasta mánuði aðeins hálf laun útborguð þann 5.mars og restin kom 20. mars. Veit hins vegar að þetta fyrirtæki er með allt niðrum sig hvað rekstur varðar. Ætlaði reyndar fyrir löngu að vera hættur þarna, en íbúðarsalan (já seldi íbúðina í byrjun mars :) gerði mér það loksins mögulegt.

17 mars 2006

Brandari tileinkaður St. Patricks deginum :)

Two men were sitting next to each other at a bar. After a while, one guy looks at the other and says, "I can't help but think, from listening to you, that you're from Ireland."
The other guys responds proudly, "Yes, that I am."
The first guy says, "So am I. And where about from Ireland might you be?"
The other guy answers, "I'm from Dublin, I am."
The first guy responds, "Sure and begora, and so am I. And what street did you live on in Dublin?"
The other guys says, " A lovely little area it was, I lived on McCleary Street in the old central part of town."
The first guy says, "Faith and it's a small world, so did I! And to what school would you have been going?"
The other guy answers, "Well now, I went to St. Mary's of course."
The first guy gets really excited and say! s, :And so did I. Tell me, what year did you graduate?"
The other guy answers, "Well now, let's see, I graduated in 1964."
The first guy exclaims, "The Good Lord must be smiling down upon us! I can hardly believe our good luck at winding up in the same bar tonight. Can you believe it, I graduated from St. Mary's in 1964 too."
About this time a woman walks in to the bar, sits down and orders a drink.
The bartender walks over to her shaking his head and muttering, "It's going to be a long night tonight."
The woman asks, "Why do you say that?"
The bartender replies, "The Murphy twins are drunk again."

15 mars 2006

Nú er Fabian mín loksins orðin ökufær aftur...og reikningurinn: ~85.000 kr.

Það þurfti að:
*skipta um kúplingu.
*laga vatnskassann
*Kerfisskoða vélina (90.000 km athugun)
*skipta um bremsurofa (eitthvað útaf EPC varúðarljósi.)

En núna hagar bíllinn sér sem nýr, vona að það endist eitthvað fram á sumar :S

Síðan ég fékk þennan blessaða bíl hefur hann þrisvar lennt á verkstæði. Fór fyrstu 2 skiptin á bílaverkstæðið Betri Bílar í Skeifunni. Þær tvær viðgerðir kostuðu samtals ~150.000 kr

Fór núna síðast til Bílson í Ármúlanum. Hugsa að ég haldi mig við þá hér eftir. Síðasta viðgerð var líklega sú viðamesta hingað til, samt kláruðu þeir þetta á rúmlega 8 tímum, á meðan bíllinn var í bæði skiptin um 2 sólarhringa á hinum staðnum.

05 mars 2006

Ég missti mig aðeins í gleðinni á föstudaginn. Fjárfesti þá í nýrri fartölvu (Toshiba frá Tölvulistanum) og keypti auk þess "notað" járnasett.

Var alltaf búinn að ákveða að fjárfesta í nýju setti enda 30 ára Slazenger kylfurnar hans pabba orðnar ansi lúnar :/ Fékk þennan fína Titleist golfpoka í afmælisgjöf síðasta haust þ.a. ég hafði hugsað mér að finna Titleist járnasett í stíl. Byrjaði á HoleinOne. Þeir áttu notað Titleist 762 sett sem leit reyndar alveg skelfilega út og verðmiðinn 25þ kr. Fór því næst í Golfbúðina Hafnarfirði. Þeir áttu notað Titleist 990 sett. Leit betur út en 762 en þá fékk sölumaðurinn þá hugmynd að sýna mér flottasta notaða settið í búðinni (að hans sögn)... Um var að ræða King Cobra Forged CB kylfur. Sá sem keypti kylfurnar upphaflega hafði sérpantað þær frá Bandaríkjunum, spilaði svo 18 holur þarna úti, líkaði ekki kylfurnar og setti þær strax í sölu aftur :S. Verðmiðið 46þ kr (upphaflega >90þ kr). Ég bara varð að kaupa þær :)

Fór svo í Bása í gær til að prófa gripina og já, ég held að sá sem keypti þær upphaflega sé eitthvað verulega smámunasamur... Frábærar kylfur :D

02 mars 2006

Er í skemmtilegum vandræðum :)

Rock-im-park 2-4.júní

eða

RoskildeFestival 29.júní-2.júlí

:S

Langar á bæði...er það kannski málið :D

Alltaf gaman af því þegar mbl.is fær craving til að fræða fávísan almúgann :D