Heimsins bezta bull

30 maí 2006

8 dagar í Rimini :)

Golfgleðin hélt áfram í gær. Við Ægir bara gátum ekki setið inní í góða veðrinu og skutumst því í 18 holur í Hveragerði. Völlurinn er að verða betri og betri með hverjum deginum sem er hið besta mál. Gekk ótrúlega vel hjá mér; fór á 95 höggum sem gáfu 48 punkta. Forgjöfin datt úr 32 í 26. Golfkennslan greinilega farin að skila sér :)

28 maí 2006

11 dagar í Rimini :)

Fór á "The Da Vinci Code" í vikunni og fannst hún mjög góð, fylgir bókinni skuggalega vel og Tom Hanks stóð sig mjög vel sem Robert Langdom. 4 stjörnur af 5 => besta mynd ársins hingað til.

Hef núna farið í 4 golftíma af 6 ásamt fjórum öðrum köppum úr Deloitte. Mikill snillingur sem kennir okkur; David Barnwell. Golfsveiflan hefur vegna þessara tíma batnað mjög mikið aðallega útaf réttu gripi og stöðu.

Einar var æstur í að fara á golfmót um helgina. Valið stóð á milli Texas Scramble móts á Flúðum eða punktamóts að Kiðabergi. Flúðirnar heilluðu meira enda talinn einn besti golfvöllur landsins. Veðrið var mjög gott, í kringum 12°C, logn og smá rigning á seinni 9. Spiluðum með 2 hressum köllum úr Reykjavík sem voru furðu góðir miðað við golfsveiflu :) (22 og 16 í forgjöf)

Þeir unnu fyrri 9 nokkuð örugglega 38 högg á móti 46 höggum (38/46) en við Einsi kallinn tókum þá á seinni 9 (46/44). Náðum m.a. 4 pörum í röð í mestu rigningunni :D

Fórum semsagt 18 holur á 90 höggum (+20), sem er sosum ágætt miðað við að þetta var í fyrsta skiptið sem við spiluðum völlinn. Mikill möguleiki á bætingu, púttuðum full mikið og ég get ekki beðið eftir að fá greiningu á hægra drive-slæsinu mínu hjá David næsta þriðjudag.

Verður pottþétt ekki síðasta golf-mótið í sumar og þetta Texas Scramble fyrirkomulag er snilld :)

l8ter

23 maí 2006

15 dagar í Rimini :)

Allt svosem ágætt að frétta af mér. Var á pool-móti nr 7 í gær sem mér tókst að klúðra með einstaklega klaufalegum hætti; svarta og hvíta oní í úrslitaramma :(

Er þessa daganna í golfkennslu í Básum með nokkrum köppum frá endurskoðendafyrirtækinu Deloitte. 2 tímar af 6 búnir og ég er strax farinn að sjá talsverðan árangur :D Næsti tími verður á næsta fimmtudag og verður svo haldið á golfmót í Sandgerði seinnipart dagsins. Spila þar sem gestur enda um fyrirtækjamótaröð Deloitte að ræða. (takktakk Einar :)

Er þessa daganna að melta nýjasta afrakstur Red Hot Chilli Peppers; Stadium Arcadium. Er ekki sammála hljómsveitarmeðlimum um að þetta sé þeirra besta plata enn sem komið er :/ En eftir meiri hlustun þá er aldrei að vita hvað gerist. Reyndar er mín skoðun á tónlist sú að hún eigi að þurfa að meltast til þess að hún geti talist á endanum frábær. Þ.e. að tónlistinn verði betri og betri við hverri hlustum. Gott íslensk dæmi er Sigur Rós. En í erlendri tónlist kemur Radiohead fyrst upp í hugan. Gleymi aldrei þegar ég hlustaði á OK Computer fyrst. Hugsaði "hvaða eru þessir menn að spá?" en eftir 4-5 endurtekningar var ég komin á þá skoðun að þetta væri besti diskur í heimi :)

Er líka að melta nýjasta Tool diskinn; 10.000 days. Er að koma sterkur inn líka, virkaði alla veganna mun betur á mig á leiðinni norður á sunnudaginn en hann hafði gert vikuna á undan.

Vinnan kallar, verður vonandi styttra í næst bull hjá mér :P