Heimsins bezta bull

28 nóvember 2003

12 dagar í Muse tónleikana!!!

Enn er vetur í Kópavoginum...meira að segja skítkalt...

Í kvöld er stefnan tekin til Sössa Bumbu í samdrykkju, verður væntanlega svaka fjör sem endra nær...

Liverpool komst áfram í UEFA keppninni í gær...þvílík gríðarleg hamingja...spái því að við fáum Parma í næstu umferð...

Brandari í tilefni dagsins (Ef brandari skildi kallast...heirði hann í kaffipásunni í morgun...)

Íslensk kona á miðjum aldri fékk símtal frá öldruðum frænda sínum sem hafði búið í Bandaríkjunum í tugi ára. Það runnu á hana tvær grímur þegar hann bauð henni í þriggja mánaða jarðarför...

Góða helgi

26 nóvember 2003

14 dagar í Muse tónleikana!!!

Það er kominn vetur í Reykjavík...verst að "ofurbíllinn" er enn á sumardekkjunum þar sem vetrardekkinn eru inní bílskúr á Hvammstanga...Frekar óheppilegt en þá er bara um að gera að keyra varlega...

Allt stefnir í svaka djamm á föstudaginn...það fyrsta í langan tíma...Búinn að fá gistingu hjá Sössa Bumbu og alles því ég nenni engan veginn að redda leigubíl í Kópavoginn um nóttina...

...og hana nú...

p.s. Það verður einhver annar að taka boltann í Sporthúsknattrakið á sunnudaginn...er nefninlega að fara út að borða í tilefni 3 ára sambands við mína heittelskuðu kærustu...voðalega líður tíminn eitthvað hratt þessa dagana...og er stefnan tekin á Hereford steikhús, líst helv... vel á jólamatseðilinn hjá þeim...smjatt smjatt...

...sagði hænan og lagðist á bakið...

24 nóvember 2003

16 dagar í Muse tónleikana!!! og 30 dagar í frumsýningu Lord of the Rings; The Return of the King!!!!

Var að fá þær gleðifréttir áðan að miðarnir mínir 3 á V.I.P. frumsýningu LOTR; The return of the King þann 26. desember verða komnir í mína vörslu 10. desember...Ég hlakka svo til...ég bara hlakka svoo Tiiil...!!!

p.s. 28 dagar til jóla...sjibbí!

23 nóvember 2003

17 dagar í Muse tónleikana!!!

Vikan sem leið var ótrúlega róleg...Fyrir utan kreditkortaeyðslu...Ef MasterCard sér ekki sóma sinn í því að bjóða mér á Lord of the Rings; Return of the king frumsýninguna, þá verð ég bara pirraður...Fór svo á Hvuttadaga í gær í reiðhöll Gusts í Bæjarlind...Þvílíkt endalaust magn af hundum hef ég sjaldan séð...

Eftir að allt hafði farið í hundana horfði ég á Chelsea leggja Southampton 0-1 á útivelli...Alveg einstaklega leiðinlegur leikur...Samt líklega ekki eins leiðinlegur og 0-0 jafntefli Middlesborough og Liverpool sem fór fram á sama tíma...Samt flott mark hjá Mario MELSJÍOTT af öllum mönnum...

Eftir vinnu klukkan 13 er stefnan tekin á dýrindist hádegismat hjá tengdó...og svo verður tekið á því í sporthúsboltanum í kvöld...

Stubbar segja bless bless



17 nóvember 2003

23 dagar í Muse tónleikana!!

Svo mega Rivaldo og Alan Smith endilega ganga til liðs við Liverpool í janúar...



16 nóvember 2003

Ég var mættur í röðina fyrir utan Smáralind klukkan 01.50 aðfaranótt föstudagsins 14. nóvember. Ætlaði reyndar að mæta á Laugarveginn en treysti ekki "ofurbílnum" mínum því startarinn var bilaður og kælikerfið virkaði einfaldlega ekki. Sem er ekki gott hvað bíla varðar. Mættir voru tæplega 30 manns misjafnlega vel klæddir. Heppnin var mér hliðhöll því Sössi hafði lánað mér forláta lopahúfu, "alvöru" Kraft-galla og útileigustól til að takast á við biðina. Tíminn leið ansi hægt verð ég að segja. Ætlaði mér að klára LOTR; The Return of the King um nóttina en nennti því ekki. Í nesti voru 4 magic-dósir og 3-stk Tvix. Eftir um hálftíma bið mætti kærustupar með Chihuahua-hund...sem var í bleikri hettupeysu...Líklega æstur aðdáandi Muse (Hver er það svo sem ekki)...

Tíminn leið og fleiri bættust við og um 07.30 þegar Smáralind opnaði voru mættir u.þ.b. 200 manns í röðina. Mikið kapphlaup braust út þegar hurðirnar opnuðust og með klókindum og árræðni tókst mér að troðast vel framarlega í röðina...Þá hófst erfiðasti hjallinn á þessari löngu bið...Að standa kappklæddur inní Smáralind í einn og hálfan tíma! Tíminn leið endalaust hægt og til að bæta gráu ofan á svart létu starfsmenn Skífunnar "stórmyndina" Daredevil í tækið...(þ.e. í sjónvarpið fyrir ofan inngang Skífunnar). Um klukkan átta tilkynnti öryggisvörður að Skífan yrði opnuð á slaginu níu og þá yrði hleypt inn í 20 manna hollum og allir þeir sem væru með troðning myndu fara aftast í röðina (sem var orðin ansi löng á þessum tímapunkti)...Mér var orðið óendanlega heitt sem var sosum ágæt tilbreyting við kuldann sem var farinn að læðast yfir utan Smáralindina...Á slaginu níu opnaðist rennihurðin og komst ég inn í þriðja holli...Ætlaði mér að kaupa 6 stúkumiða...en höfðu þeir því miður klárast í hollinu á undan :( Keypti í staðinn 7 miða í stæði...

Fyrir utan Skífuna braust út mikil gleði og svekkelsi á sama tíma...Var búinn að tryggja mér miða á eina bestu tónleikahljómsveit í heimi sem er náttúrulega snilldin ein en áttaði mig á því að það hefði líklega verið nóg að mæta um 7-leytið í röðina...

Sjáumst 10. desember í höllinni...eftir 24 daga!

Þar sem uppselt varð á þessa tónleika á innan við klukkutíma...gleður mér að segja að í fórum mínum er einn Muse-stæðismiði sem vantar nýjan eiganda...Áhugasamir skiljið eftir skilaboð í comment-kerfinu...

11 nóvember 2003

Upplýsingarnar um miðasöluna á tónleika Muse 10.des eru komnar á Skífan.is...sjibbí, get ekki beðið....

10 nóvember 2003

Nú er búið að staðfesta að hljómsveitin Muse spilar í Laugardalshöll miðvikudaginn 10.des...Alveg magnað segi ég nú bara...stefni að því að mæta í röðina milli 03 og 04 aðfaranótt föstudagsins 14.nóv...(þ.e.a.s. ef byrjað verður að selja miðana þann dag eins og flest bendir til)...Á reyndar eftir að fá staðfest hvað kostar á tónleikana og klukkan hvað þeir byrja...bæti því inn um leið og ég frétti af því...Ef þú veist eitthvað meira um þetta mál tjáði þig þá endilega í comment-kerfið...

07 nóvember 2003

Stöð 2 skaut sig í fótinn í gær...Ráku einn keppanda út úr Idol keppninni þar sem hann átti að hafa brotið reglu um fjölmiðlabann...Dagskrárstjóri Stöðvar 2 segir að megin ástæða brottrekstursins sé sú að allir keppendur eigi að fá jafna umfjöllun í fjölmiðlum...Ansi skondin ástæða þar sem Stöð 2 hefur brotið þessa reglu stanslaust frá byrjun þessara ágætu Idol-þátta...Þar sem a.m.k. 5 þáttakendur af þessum 32 hafa fengið miklu meiri umfjöllum í þáttunum sjálfum! Það versta er samt að greyið keppandinn er að verða fyrir barðinu á mjög ósmekklegri auglýsingabrellu. Það er vitað mál að áhorfið datt ansi mikið niður milli þátta 1 og 2...sést best á þeirri staðreynd að mun færri kusu eftir þátt 2. Svo fáir reyndar að Stöð 2 hefur ekki séð sér fært að tilkynna hversu margir kusu eftir þann þátt...Það versta fyrir Stöð 2 er að svona auglýsingatrikk virka ekki á Íslendinga...alla veganna ekki á mig...

En yfir í allt annað...Liverpool gerði jafntefli við Staeua Búkarest í gær. Í "nýrri" íþróttagrein; Leðjubolti...Horfði á leikinn á Champions Cafe ásamt Halla Bumbu og Hjalta...Mestu undrun mína vakti markið sem Djimi Traore skoraði...því hann er nú betur þekktur fyrir að vera mistækur varnarmaður en knattleikinn sóknarbakvörður...

Í kvöld er stefnan tekin á 80. ára afmæli afa kærustunnar sem verður að öllum líkindum stórskemmtilegt...Á morgun bíður símavinnan milli 10 og 14...Knattspyrnuleikur á Stöð 2 og að lokum keilumót Málningar eitthvað fram eftir kveldi...Á Sunnudagurinn verður svo enn meira knattraksgláp því þá munu Liverpool-menn fá Man U í heimsókn...Strax þar á eftir tekur svo Chelsea á móti Newcastle...Getur barasta ekki verið betra...

P.s. Vil byðja Tomma afsökunar á lélegri mætingu í Sporthúsið þessa vikuna...Bara allt of mikið að gera þessa dagana...Kemst líklega ekki fyrr en eftir helgi....Mæti samt pottþétt í boltann á sunnudaginn...

Skemmtilegar samlíkingar í tilefni dagsins (tekið af tilveran.is

Arsene Wenger
"From my position in the dug-out I did not see the incident clearly so I
cannot really comment. However, I do think that he gets picked on by
opposition players and fans who are clearly chickenophobic."

David O'Leary
"To be fair, he's just a baby chicken really and crossing the road is just a
big exciting adventure for him. He'll enjoy the experience as long as it
lasts and learn from it, but I don't seriously expect him to cross it this
season."

Alex Ferguson
"As far as I'm concerned he crossed the road at least a minute early
according to my watch."

George Graham
"I want good, solid team of chickens who'll cross the road in a straight
line when they're told and how they're told. There's no room at this club
for a prima donna chicken running around aimlessly - he's not worth it!"

Gianluca Vialli
"When the fish are down, he'll just be one of the chaps. It doesn't matter
to me whether he's an Italian, French or English chicken as long as he's
willing to die on the road."

Peter Reid
"Just cross the f***ing road, you chicken f***!"

Glenn Hoddle
"The chicken was hit by the lorry when crossing the road because in a
previous life it had been a bad chicken."

Brian Clough
"If God had wanted chickens to cross roads he'd have put corn in the tarmac.
Anyway, I'm more interested in Wild Turkey."

Ron Atkinson
"Spotter's badge, Clive. For me, Chicko's popped up at the back stick,
little eyebrows, and gone bang! And I'll tell you what - I've got a sneaking
feeling that this road's there to be crossed."

Ruud Gullit
"I am hoping to see some sexy poultry."

Gordon Strachan
"I'm really proud of the wee fella. Let's face it, if it had been one of the
big chickens everyone would be saying how well he'd done, but as it's one of
the wee chickens it must be luck."

John Gregory
"Two months ago that chicken was saying he was happy here. Now he tells me
he wants to cross the road. I feel like shooting him."

Kevin Keegan
"OK, so the chicken's dead, but I still feel, hey, he can go all the way to
the other side of the road."
.. Or ..
"I would love it if the chicken crossed the road, just LOVE it ! "

Joe Royle
"I can't understand why they're letting female chickens cross roads these
days. They should be at home laying eggs."

Bobby Robson
"Goose, what turkey, is there a duck somewhere, where am I?"

Gerard Houllier
'The chicken is 10 yards from greatness'
or
'I stopped the chicken from crossing, because he displayed a very bad
attitude and squawked rudely at me once. He will no longer cross the road
with us'

David Moyes
" The chicken did well crossing the road - but I'm not letting you interview
him as he is to young at the momment

Martin O'Neill
"Hey, don't get me wrong. No one is more delighted than me that the road has
been crossed. But we've now got to mount the pavement and it won't be easy.
But hey I'm doing cartwheels, honest!"

Neil Warnock
"He didnt want to cross the ******* road did he, he just wanted to spit at
me"

Claudio Ranieri
"Errrrrrrrrrm Chicken Errrrrrrrrrrrrm Road Errrrrrrrrrrm Crossed "

Graham Taylor
Do I not like the way he crossed the road today

Bill Shankly:
"aye, the chicken crossed the road to make the people happy. . . the problem
with the chicken was that his brains were all in his head at first"