Heimsins bezta bull

30 desember 2003

Búinn að vera allt of latur við að blogga...gaman af því...En alla veganna gleðileg jól og farsælt komandi ár og takk fyrir það gamla...

Fór á Lord of the Rings; The Return of the Ring 26.des síðast liðinn og varð ekki fyrir vonbrigðum...gargandi snilld og sú besta í trílógíunni að mínu mati...Fékk líka LOTR; Return of the King PS2 leikinn í jólagjöf og þvílik snilld sem sá leikur er...mæli eindregið með honum...

Er þessa stundina að bíða eftir vali á íþróttamanni ársins...ég veðja á Eið Smára...annað væri rugl...

16 desember 2003

Alltaf gaman af þessum netprófum...fann eitt IQ-próf á Batman.is áðan...Fékk þar staðfest að ég væri hinn dæmigerði meðal-jón...fékk 100 stig (leysti reyndar prófið á 9 mínútum í stað 39), síðan komst ég að því, með því að taka próf sem Jóhann Líndal benti mér á, að ég væri með tiltölulega karlmannlega hugsun...fékk 70 stig þar...Endilega spreytið ykkur á þessum prófum og látið comment-kerfið vita um árangurinn...

15 desember 2003

Léleg blaðamennska fer þónokkuð í taugarnar á mér...Um hvað vildi Saddam Hussein semja?!?

14 desember 2003

Það var ekki skemmtileg lífsreynsla að veikjast akkúrat á þeim tíma sem Muse byrjaði að spila í Laugardalshöllinni síðastliðinn miðvikudag... Ég, Sössi og Ægir mættum á svæðið um hálf-átta leytið og tókum okkur stöðu nálægt sviðinu hægra meginn... Mínus-liðar rokkuðu feitt í hálftíma og mikil stemmning var í salnum...En á meðan Muse-crewið var að gera allt klárt byrjaði slappleikinn... Maginn fór í hnút og var stefnan tekin beinustu leið á tólettið...Sýningin byrjaði tíumínútur yfir níu með miklum látum og ljósagangi...Í þriðja lagi byrjaði sviminn og náði ég með einhverju móti að skakklappast á klóstið enn eina ferðina og upp kom restin af Good Fellas pizzunni minni sem borðuð var nokkrum tímum áður...Mér til "mikillar ánægju" sá ég að á klóstinu voru í það minnsta 15-20 manns sem voru í nákvæmlega sömu sporum og ég...Ég skvetti vatni framan í mig og náði að fylgjast með restinni af tónleikunum... Tónleikarnir voru, þrátt fyrir veikindi, algjör snilld...en ég stefni að því að ná í stúku-miða næst...

Liverpool-menn sönnuðu loks um helgina hvað þeir eru með gífurlega breiðan leikmannahóp...töpuðu 1-2 fyrir Southampton...í leik sem Liverpool átti að vinna...Að sögn Húlla...Gríðarlega spennandi tímar framundan!!

Mæli annars með jólahlaðborðinu í Perlunni...Varð alla veganna verulega saddur þar í gærkvöldi...



09 desember 2003

Muse tónleikarnir eru á morgun!!!

Áðan fór ég í Drekann og fékk mér hamborgaratilboð...Með því fylgir Pepsi. Ég borðaði í makindum mínum hamborgarann en furðaði mig á því hversu hræðilega vont þetta Pepsi var...Þegar ég var í óða önn að undirbúa SMS-sendinguna til að vinna eitthvað í þessum Pepsi-jólaleik áttaði ég mig...Ég var að drekka Pepsi Twist...Jakk...

Get ekki annað en verið sáttur með skilaboðin sem Húlli fékk, það að meistaradeildarsæti sé lágmark á þessari leiktíð...

Og það að menn hafi verið sáttir við spilamennskuna á móti Newcastle á laugardaginn var er hreinasti viðbjóður...Hef ekki séð leiðinlegri spilamennsku í háa herrans tíð!... Hef ég haldið með Liverpool allt frá árinu 1987 og er þessi spilamennska ein sú versta sem ég man eftir...Minnti óumdeilanlega mjög á norska landsliðið fyrir nokkrum árum síðan...Ó mæ god...Og Húlli...Heskey er ekki Vinstri kantmaður!!...Hvað þarf eiginlega að gerast á fótboltavellinum til þess að þú áttir þig á því!!!

Nú verður Húlli að bíta í skjaldarrendur og byrja að leika almenninlegan sóknarbolta...Annars munu stubbar segja bless bless...

Sjáumst annars á Muse-tónleikunum á morgun!


08 desember 2003

2 dagar í Muse tónleikana!!!

Mér varð ekki að ósk minni hvað varðar undanriðil fyrir HM 2006...þvert á móti lenntum við í einstaklega óspennandi riðli með Svíþjóð, Króatíu, Búlgaríu, Ungverjalandi og Malta :( ...

Í dag bárust þær fréttir að Liverpool og Man U ætli að berjast um að fá Mateja Kezman frá PSV í janúar...Ég væri alveg sáttur að fá þennan snilling til Liverpool...Hann má alla veganna alls ekki enda í Manchester!!!

Þangað til næst...

04 desember 2003

6 dagar í Muse tónleikana!!!

Á morgun verður dregið í undankeppni HM í fótbolta sem verður haldin í Þýskalandi sumarið 2006. Ísland er í fjórða styrkleikahópi af sjö...Bíð ég ansi spenntur eftir drættinum (samt ekki jafn spennandi og komandi tónleikar MUSE í laugardagshöll þann 10. desember...!!!) enda hef ég verið ansi duglegur að mæta á landsleiki síðan ég flutti á mölina fyrir um fjórum árum síðan...Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi:


Pottur A
1, Frakkland, Portúgal, Svíþjóð, Tékkland, Spánn, Ítalía, England, Tyrkland

Pottur B
1, Holland, Króatía, Belgía, Danmörk, Rússland, Írland, Slóvenía, Pólland

Pottur C
1, Búlgaría, Rúmenía, Skotland, Serbía og Svartfjallaland, Sviss, Grikkland, Slóvakía, Austurríki

Pottur D
1, Úkraína , Ísland, Finnland, Noregur, Ísrael, Bosnía-Herzegovina, Lettland, Wales

Pottur E
1, Ungverjaland, Georgia, Hvíta Rússland, Kýpur, Eistland, Norður Írland, Litháen, Makedónía

Pottur F
1, Albanía, Armenía, Moldova, Azerbaijan, Færeyjar, Malta, San Marino, Liechtenstein

Pottur G
1, Andorra, Luxembourg, Kazakhstan


Þau lið sem mig langar að fá í okkar riðill eru: Frakkland/England, Holland, Skotland (hljótum að gera betur næst*), Norður Írland (*), Liechtenstein og Andorra...

En yfir í allt annað...Hvað er málið með nýju umferðarljósin á gatnamótum Kringlumýrar-og Miklubrautar?!?...Borgin var í tæpa tvo mánuði að setja upp þessi blessuðu beygjuljós og svo eru þau aðeins notuð á kvöldin...Mjög dularfullt. Væri algjör skandall ef ástæðan fyrir þessum ráðahag sé sá að verkfræðingar borgarinnar hafi vanmetið umferðarþungan á þessum gatnamótum...

Jæja hættur að nöldra...

Í lokin vil ég benda fólki á að Muse miðinn minn er ekki til sölu!!! (kanski fyrir 50þ...nei segjum 100þ :) )





03 desember 2003

7 dagar í Muse tónleikana!!!

Fleira er ekki í fréttum

Verið þið sæl

01 desember 2003

9 dagar í Muse tónleikana!!!

Liverpool vann um helgina á meðan Arsenal og Man U töpuðu stigum...Gæti ekki verið betra. Hef fulla trú á að Liverpool verði í toppbaráttunni í vor...