Heimsins bezta bull

31 mars 2004

Var áðan að fjárfesta í þremur Djúpfjólubláum miðum í forsölu í boði Mastercard...Verst að stúkumiðarnir sem voru í boði kláruðust strax :/

Þannig að ég verð vitni að tveimur snilldar tónleikum í Laugardalshöll á innan við mánuði...Gott mál :)

Íslenska landsliðið í knattspyrnu leikur við Albani á útivelli í kvöld...Ég er ekkert allt of bjartsýnn fyrir leikin, enda hafa Albanir ekki tapað knattspyrnuleik á heimavelli í um 2 ár...

Íbúðarleitin gengur sinn vanagang...búinn að skoða 6 íbúðir...Þar af eina tvisvar...Verst að gluggarnir í þeirri íbúð eru ónýtir ásamt fleiri ókostum...Svo spillir verðið aðeins fyrir...10.5 millur fyrir 2-herbergja 54 fm íbúð...Það er náttúrulega bara rugl!

Skoða á morgun 3-herbergja 79 fm íbúð í annað sinn á morgun...En hún á víst að vera föl á um 12 millur.

Voðalega er maður að verða fullorðinn :/

24 mars 2004

Mikið sannleikskorn í þessu...

18 mars 2004

Mikil gleði í gangi hjá mér þessa dagana...

Í fyrsta lagi: Fékk ég nýja tölvu á rannsóknastofu Málningar í dag...Sem leysti af hólmi 233 mhz PentumII, 64 mb (vinnsluminni), 4 mb (skjáminni), 3 gb (harður diskur) "ofur" tölvunna mína (WindowsNT 95 :) )...sem hefur þjónað sínum tilgangi í öll mín tæp 3 ár sem ég haldið mig í Málningargeiranum...Í staðinn fékk 2,0 ghz Celeron, 256 mb (vinnsluminni), 64 mb (skjáminni), 40 gb (harður diskur)...Hewlet Packard 1502 (Windows XP Pro)...með flötum skjá og allt...Nú verður sko gaman í vinnunni :)

Í annan stað: Vann Liverpool Portsmouth 3-0 í gær þar sem Owen var hetja vallarins...Skoraði 2 mörk og lagði upp eitt :)

Í þriðja lagi: Styttist og styttist biðin eftir Korn-tónleikunum sem verða í endaðan maí...

Í fjórða lagi: Fer fjörið fyrir alvöru að byrja í húsnæðisleitarmálunum...fer í greiðslumat eftir helgi...

...

12 mars 2004

Margt að gerast í fótboltaheiminum...Dregið verður í meistaradeildinni á eftir...sem verður vægast sagt áhugavert...Síðan bárust þær fréttir í morgun að Skjár 1 hafi keypt sjónvarpsréttinn af ensku knattspyrnunni næstu þrjú árin...Buðu víst nokkrum millum betur en Norðurljósin...Spurning hvort þetta verður sjónvarpsstöðinni Sýn að falli?

11 mars 2004

Gott mál fyrir íslenska knattspyrnu...

09 mars 2004

Kvikmyndaráðgjafinn mælir með myndunum: "Master and Commander" og "A Fish called Wanda"...

Ég leigði alla veganna þessar myndir um helgina og varð ekki fyrir vonbrigðum; "Master and Commander" er einstaklega vel heppnuð ræma, með fínum leikurum. Skildi loksins af hverju hún var tilnefnd til 10 óskarsverðlauna! Svöl mynd...

"Snilld" er eina orðið sem þarf að nota til að lýsa myndinni "A Fish called Wanda." Var búinn að gleyma hversu góð sú mynd er, (enda rúmlega 6 ár síðan ég sá hana síðast); Kevin Kline, John Cleese og Jamie Lee Curtis fara hreinlega á kostum...

Mæli hins vegar ekki með myndinni: "Intolerable Cruelty"

Verði ykkur að Góu...


03 mars 2004

Hetja vikunnar: Óli "tengdabróðir": Fyrir að redda fyrir mig stúku-miða á Korn-tónleikana :) ...

Ofurbíllinn minn tók upp á því að hætta að starta í síðustu viku...mér til mikillar mæðu...Var ég því tilneyddur til að fara með hann á bílaverkstæði :/... Bílaverkstæði Bubba á Skemmuvegi varð fyrir valinu...þar sem þeir voru svo elskulegir að herða fyrir mig eina skrúfu í bílnum fyrir jólin (tengdist eitthvað jarðsambandsleysi :/ ). Fór semsagt með bílinn til þeirra í morgun og var hann tilbúinn í hádeginu...Þessi viðgerð kostaði mig rúman 14þ kr en var vel þess virði þar sem bíllinn hefur ekki startað betur í manna minnum :) ...

Stefni að því að horfa á Liverpool leika seinni leik sinn gegn Sofiu á eftir á einhverjum sportpöbbnum...Hljótum að vinna þann leik...En ef hann tapast þ.a. Liverpool kemst ekki áfram (sem ég tel mjög ólíklegt). Þá mun Húlli gamli segja af sér þegar til Englands kemur...