Heimsins bezta bull

26 apríl 2006

Búinn að vera veikur frá því á föstudaginn :( Mjög langt síðan ég hef tekið þrjá veikindadaga í röð :S en er að braggast. Mæti sennilega í vinnuna á morgun. Týpísk flensa; Hiti, hálsbólga, slæmur hósti, fáránlega mikið kvef og eyrnaverkir.

Lét mig þó hafa það að mæta á pool-mótið á mánudagskvöldið. Hefði líklegra verið gáfulegt að sleppa því :/ Gekk samt ágætlega miðað við aðstæður. Tapaði reyndar fyrstu viðureigninni 4-0. Lennti á móti Svan sem er annar af skipuleggendum þessara móta. Hann er skráður með rúmlega helmingi hærri forgjöf en ég þ.a. hann þurfti að vinna 4 leiki en ég 2. Hann vann fyrsta leikinn mjög örugglega en næstu þrír voru mjög spennandi og enduðu þeir allir á svörtu. Sýndist honum ekkert lítast á blikuna og eftir þessa leiki sýndist mér hann stefna beinustu leið að hinum skipuleggjandanum til að lát'ann hækka forgjöfina hjá mér ;)

Næst keppti ég við Gunnar, eldri mann með gleraugu sem talaði mjög mikið, spurning hvort Mundi hefði beðið hann um að þegja til að geta einbeitt sér ;) Þetta var 3-3 viðureign sem ég vann nokkuð auðveldlega 3-1.

Að lokum lennti ég á móti Einari. Hef tvisvar sinnum keppt við hann áður, unnið eina viðureignina 2-1 en tapað hinni 4-1. Í þetta skiptið þurfti hann að vinna 3 leiki en ég 2. Fyrsti leikurinn var nánast fullkominn hjá honum, ég brake-aði og hann tók allar niður nema svörtu :S Ég vann næsta leik og staðan því 1-1. Hann vann svo viðureignina 3-1, og enduðu þessir tveir síðustu leikir á svörtu :/ og virtist hann mjög feginn að hafa komist áfram.

Hlýtur að ganga betur næsta mánudagskvöld þegar þessi flensa verður farin :P

------------------

Það er komið sumar sem verður að öllum líkindum mjög viðburðaríkt.

Stefni á að:

* Stunda golf af miklum móð, bæði á Litla-Vellinum og á Gufudalsvelli í Hveragerði
* Spila með utandeildar fótboltaliðinu FC Svalur
* Komast lengra á þessum mánudags-poolmótum
* Fara til Rimini með Ægi 7-14. júní :)
* Vera á Akureyri 3-9.júlí til að hjálpa Ingunni systur að mála + spila golf :P

AHHH TSJÚÚ *sniff* *sniff*

11 apríl 2006

Fór á Pool-mót nr. 4 í gær. Gekk ágætlega framan af; sat hjá í fyrstu umferð, vann fyrsta leikinn 2-1, þann næsta 3-2 en lennti svo á móti tveimur erfiðum ~70 forgjafarspilurum :/ . Tapaði fyrri leiknum 4-1 (algjörlega mitt klúður) og í þeim síðasta var rúllað yfir mig 4-0. Hefði ég unnið annan hvorn leikinn þá hefði ég komist í undanúrslit. Stefni á það næst :)

10 apríl 2006

Fór á fótboltaæfingu hjá FC Sval í gærkvöldi. Veðrið var frábært, 6°C, lítill vindur og úði :). Það mættu 16 sem ku vera met á þessari leiktíð (sem er nú varla hafin). Mitt lið fór með sigur að hólmi eftir rúmlega 90 mínútna leik; 9-6. Lagði upp 2 mörk en tókst ekki að setjann í þetta skiptið :/ Var all rúmlega þreyttur þegar heim var komið en virðist að mestu sleppa við strengi sem er mjög skrítið þar sem ég hef ekki spilað fótbolta að ráði í rúmlega 2 ár. Verður vonandi mjög skemmtilegt fótboltasumar.

Stefnan er tekin á golf um páskana, ef veður leyfir. Gisti 1-2 nætur hjá systur minni í sumarbústað á Munaðarnesi og skrepp svo sennilega á Hvammstanga á laugardeginum.

jammjamm

og já ég var fyrir löngu búinn að komast að þessu :)

04 apríl 2006

Gekk ekki alveg eins vel á þriðja pool-mótinu og ég ætlaði. Byrjunin lofaði góðu, vann öruggan sigur 2-0. En í næstu umferð lennti ég á móti kappa sem var með hæstu forgjöfina (um 70). Hann þurfti að vinna 4 á móti 2 og enduðu leikar 4-1 og síðasti leikur á svörtu :( . Þriðji leikurinn var mjög spennandi, og líklega lengstu fimm leikir sem ég hef spilað :/ útaf mjög hægum leik hjá andstæðingnum. Endaði 3-2. Hann vann fyrsta leikin, svo komst ég 2-1 yfir. En mér tókst á fáránlegan hátt að kasta þessu frá mér :( . Ætla að verða mun harðari á klukkunni á næsta móti. Viðmiðunartími umhugsunar ku vera 15 sekúndur en þessi gaur var oft í kringum mínútu að stilla sig upp :S.

Gengur bara betur næst :)

03 apríl 2006

Laugardaginn 1.apríl s.l. hlustaði ég á hádegisfréttir NFS. Þar var fjallað um nýtt lággjaldasímfyrirtæki SKO sem ku vera í eigu Dagsbrúnar (eigendur 365 fjölmiðla).

Var nokkuð viss um að um 1.apríl gabb væri að ræða, en nei þetta er víst dagsatt :)

Ætla að flytja mig yfir um leið og frelsis-inneignin mín er búin :D

Fer á mitt 3 pool-mót í kvöld með splunkunýjan pool-kjuða undir höndum. Fékk gripinn hjá Snóker og poolstofunni Lágmúla fyrir helgi. Prófaði gripinn í nokkrum leikjum á móti Munda...og þvílíkur munur :D Fór á köflum mjög illa með drenginn en hann átti góðan lokasprett og endaði einvígið 6-5 fyrir mér.

Stefni á að komast a.m.k. einni umferð lengra en síðast.

Fyrirkomulagið á þessum mótum er mjög skemmtilegt. Svokölluð tvöföld útsláttarkeppni með forgjöf sem þýðir að hver keppandi má tapa einu sinni áður en hann dettur út.

Forgjafar-málin virðast vera nokkuð huglægt mat hjá stjórnendum keppninnar. Var metinn með 35 í forgjöf í fyrsta mótinu sem síðan sveiflast upp og niður eftir árangri.

Pool-forgjöf er nokkru frábrugðin golf-forgjöf því í poolinu gildir að því hærri sem forgjöfin er því betri ertu. Þeir bestu á landinu eru með rúmlega 100 í forgjöf. En þeir bestu á þessum mótum eru með í kringum 70.

Svo er bara spurning hvort mér takist að borga upp kjuðann með góðum árangri á þessum mótum. Því peningaverðlaun eru í boði fyrir 3 efstu sætin hverju sinni :)