Heimsins bezta bull

19 desember 2006

Verð á Hvammstanga um jólin, fer næsta föstudag með systur minni og kem svo aftur í bæinn 29. desember. Ekki alveg ákveðið hvað verður gert um áramótin er þar sem Sössi verður í bænum er mjög líklegt að einhvers konar kveðjuhóf verði planað enda fer kappinn víst aftur út til Danaveldis á nýársdag.

Ákvað í gær að taka þátt í Íslandsmótinu í 9-ball sem er haldið í febrúar. Sigurlíkur eru nú ekki miklar, en samt mjög spennandi að geta reynt sig á móti bestu spilurum landsins :)

Megið endilega heita einhverju sniðugu á mig svona til að auka keppnisskapið :P

15 desember 2006

Fór á tónleika Dúndurfrétta í gærkvöldi sem voru haldnir í Austurbæ. En fyrir þá sem ekki vita er þetta cover-band sem sérhæfir sig í Led Zeppelin, Deep Purple, Uriah Heep og Pink Floyd slögurum. Þessir tónleikar voru frábærir í alla staði og hrein unun að fylgjast með þessum köppum spila þessa mögnuðu tónlist.

Vildi svo skemmtilega til að hljómsveitin endaði á að spila tvö af mínum uppáhalds lögum; Deep Purple slagarann Child in Time og Immigrant Song með Led Zeppelin.

12 desember 2006

Búinn að kaupa miða á Incubus tónleikana í Laugardalshöll 03.03.2007

Verða vonandi hörkugóðir tónleikar :)

11 desember 2006

Ferðin til Akureyrar gekk mjög vel. Komst á snjóbretti á laugardeginum eins og stefnt var að. Setti í leiðinni met í að detta á snjóbretti :) Eftir eina mjög langa og byltukennda ferð niður (sleppti að sjálfsögðu barnabrekkunni og fór beint í nýju stólalyftuna), skiptu við Tom um skíútbúnað og ég lét skíðin nægja það sem eftir var :P Mesta gleðiefnið var það að hnéð á mér virtist þola þessar byltur mjög vel :)

Afmælisbarnið var mjög sátt með afmælisgjöfina, reyndar átti ég ekkert að fá að fara aftur heim á sunnudagskvöldið :) en það hafðist þó að lokum.

Get ekki beðið að komast aftur á skíði og kannski snjóbretti eftir áramót :P

07 desember 2006

Í verksmiðju Málningar vinnur mikið af útlendingum; 6 Fillipseyingar úr sömu fjölskyldu og 1 Pólverji. Allt mjög fínt fólk og vinnusamt. Það eina sem er að bögga mig (og reyndar Pólverjan líka) er tónlistin sem þau eru að spila í átöppunarsalnum. Hún náði tveimur djúpum lægðum nú í morgun. Fyrst hljómaði óperusöngur á fillipísku og síðan fillipískt kántrý :S

HJÁLP!

06 desember 2006

Fer til Akureyrar um helgina með systur minni, aðalástæðan er 3 ára afmæli systursonar míns sem verður haldið á laugardaginn. Tökum flugið á þetta og verðum væntanlega veðurteft fyrir norðan. Gaman af því :)

Stefnan var nú að fara á skíði og eða snjóbretti í leiðinni. Verður vonandi veður til þess :/