30 júní 2003
Ég lifi í voninni...Í þessari viku mun Harry Kewell ákveða sig með hvaða liði hann mun leika á næstu leiktíð...Og Liverpool kemur til greina!...Vonandi sér Kewellinn ljósið...og gengur til liðs við stærsta og sigursælasta fótboltaklúbb á Englandi...Liverpool!
Í síðustu viku fullkomnaði ég Radiohead-safnið mitt; Keypti Pablo Honey og The Bends á 2 fyrir 2.200 kr og nýju plötuna Hail to the Thief á 1899 kr. Í tveimur orðum eru lagasmíðarnar á Hail to the Thief; Algjör Snilld. Skilgreiningin á "Algjörri Snilld" er "vaxandi áhugi á tónlistinni"...Við fyrstu hlustun rennur diskurinn vel í gegn en vekur engin sérstök viðbrögð en með hverri hlustuninni á fætur annarri verður tónlistin betri og betri og við fimmtu hlustun finnur maður fyrir ákveðinni sælutilfinningu og hugsar: "Þeir gerðu það aftur!"..."Bjuggu til algjöra snilld!" Ekki það að Kid A og Amnesiac hafi verið slæmar plötur, alls ekki...það vantaði bara þessa sælutilfinningu sem blossaði upp við fimmtu hlustun á OK Computer...En hún er kominn aftur...Hail to the Thief ER málið næstu mánuðina.
27 júní 2003
Og nú ætti íslenskan að vera í lagi...Þakka þér Binni Makk...
Tommi Bumba er greinilega mjög styggur þessa daganna...Hann hefur ekkert uppfært undanfarið og gerir ekkert nema að rífa kjaft í síðustu bloggum...Hvað er eiginlega í gangi?
Mér finnst að Bumburnar ættu að ná sáttum og skella sér saman á hraðstefnumót...því tvær slíkar þjónustur spruttu upp kollinum fyrir um viku síðan... www.hradstefnumot.is og www.speeddater.is...Kynnið ykkur málið drengir!
Mér finnst að Bumburnar ættu að ná sáttum og skella sér saman á hraðstefnumót...því tvær slíkar þjónustur spruttu upp kollinum fyrir um viku síðan... www.hradstefnumot.is og www.speeddater.is...Kynnið ykkur málið drengir!
Fótboltaheimurinn varð fyrir miklu áfalli í gær þegar einn öflugasti landsliðsmaður Kamerún; Marc Vivien Foe, lést í undanúrslitaleik álfukeppninnar.
25 júní 2003
Samsæriskenning: Arsen Wenger næsti þjálfari Real Madrid/Vicente del Bosque næsti þjálfari Arsenal...
23 júní 2003
Kominn úr sumarfríi...Sem var í alla staði mjög gott. Ferðin norður byrjaði reyndar ekki vel þar sem kúplingin í "bílnum" fór sína leið. En með nýrri kúplingu var haldið norður til Akureyrar þar sem systir mín og kæsrasti búa. Gisti þar eina nótt og hélt eldsnemma af stað, laugardagsmorguninn 14.júní, í átt til Húsavíkur á bekkjarmót. Kom mér fyrir á ágætis gistiheimili; Árbóli um kl. 10.30. Bekkjarmótið byrjaði svo stundvíslega klukkan rúmlega 11 við grunnskólan á Húsavík. Þegar all flestir voru samankomnir og búið var að útdeila glæsilegum "79 árgangs bolum var að sjálfssögðu farið í stórfiskaleik og kíló, til að rifja upp gamla stemningu...Gísli Aðstoðarskólameistari (að mig minnir) leiddi okkur svo í gegnum skólan og sýndi okkur gömlu kennslustofunar og fór yfir þær breytingar sem hafa orðið síðustu ár...Eftir þetta var haldið í átt að íþróttahúsinu þar sem upphitun stuðningsmanna knattspyrnufélags Völsungs var í fullum gangi...fyrir stórleik Völsungs og Fylkis síðar um daginn.
Bíósýning, þar sem búið var að klippa saman allskonar gömlum myndum af "79-árganginum, var haldin í Bíói bæjarins (sem var miklu minna en mig minnti) kl. 12.40. Þessi mynd var mjög kostuleg á margan hátt...sérstaklega dansatriði undir velþekktu jólalagi sem undirritaður tók þátt í, þá 10 ára gamall...Um klukkan 13.30 hélt hópurinn, í leikskólabandi, í átt að knattspyrnuvellinum til að fylgjast með viðureign Völsungs og Fylkis, sem endaði því miður ekki allt of vel...þ.e. 1-5 fyrir Fylki (sem munu vinna Landsbankadeildina í sumar). Pizzurnar í hálfleik voru þó allaveganna alveg magnaðar. Eftir leikinn fóru allflestir á aðal veitingastað staðarins, Sölku, til að væta kverkanar en þar sem ég var ansi votur eftir regningarskúrir dagsins fékk ég mér smá "sundsprett" í sundlaug Húsavíkur. Aðstaðan þar var til mikillar fyrirmyndar, pottarnir góðir en sundlaugin alltaf jafn lítil (12,5 m á lengd).
Þegar ég kom svo á Sölku rúmlega fimm var mér sagt af starfsfólki staðarins að "79-árgangurinn hefði farið í fyrirkvöldmatspartý til eins úr árganginum; Gunnars og var þjónustan þvílík að mér var skutlað þangað af einum starfsmanni staðarins. Í partýinu tókst mér að klára eina Carlsberg-kippu (á tæplega tveim tímum) og var því restin af kvöldinu vægast sagt mjög skemmtilegt.
Hlaðborð var í boði á Hótel Húsavík...dregið var í sæti og tel ég mig hafa verið ansi heppinn með sætaval, Ég og Emil ásamt 6 stelpum ... Maturinn var fínn og spjallið og skemmtiatriðin enn betri. Uppúr miðnætti var svo haldið á ball á Sölku með stórhljómsveitinni The Hefners...en þess má geta að aðalsöngvari sveitarinnar er úr árganginum....
Var svo kominn að Árbóli uppúr klukkan 05 ansi vel léttur og glaður eftir snilldar bekkjarmót....
Nokkrar myndir frá bekkjarmótinu
Bíósýning, þar sem búið var að klippa saman allskonar gömlum myndum af "79-árganginum, var haldin í Bíói bæjarins (sem var miklu minna en mig minnti) kl. 12.40. Þessi mynd var mjög kostuleg á margan hátt...sérstaklega dansatriði undir velþekktu jólalagi sem undirritaður tók þátt í, þá 10 ára gamall...Um klukkan 13.30 hélt hópurinn, í leikskólabandi, í átt að knattspyrnuvellinum til að fylgjast með viðureign Völsungs og Fylkis, sem endaði því miður ekki allt of vel...þ.e. 1-5 fyrir Fylki (sem munu vinna Landsbankadeildina í sumar). Pizzurnar í hálfleik voru þó allaveganna alveg magnaðar. Eftir leikinn fóru allflestir á aðal veitingastað staðarins, Sölku, til að væta kverkanar en þar sem ég var ansi votur eftir regningarskúrir dagsins fékk ég mér smá "sundsprett" í sundlaug Húsavíkur. Aðstaðan þar var til mikillar fyrirmyndar, pottarnir góðir en sundlaugin alltaf jafn lítil (12,5 m á lengd).
Þegar ég kom svo á Sölku rúmlega fimm var mér sagt af starfsfólki staðarins að "79-árgangurinn hefði farið í fyrirkvöldmatspartý til eins úr árganginum; Gunnars og var þjónustan þvílík að mér var skutlað þangað af einum starfsmanni staðarins. Í partýinu tókst mér að klára eina Carlsberg-kippu (á tæplega tveim tímum) og var því restin af kvöldinu vægast sagt mjög skemmtilegt.
Hlaðborð var í boði á Hótel Húsavík...dregið var í sæti og tel ég mig hafa verið ansi heppinn með sætaval, Ég og Emil ásamt 6 stelpum ... Maturinn var fínn og spjallið og skemmtiatriðin enn betri. Uppúr miðnætti var svo haldið á ball á Sölku með stórhljómsveitinni The Hefners...en þess má geta að aðalsöngvari sveitarinnar er úr árganginum....
Var svo kominn að Árbóli uppúr klukkan 05 ansi vel léttur og glaður eftir snilldar bekkjarmót....
Nokkrar myndir frá bekkjarmótinu
05 júní 2003
Í hádeginu var dregið í 32-liða úrslit í Visa-Bikarkeppninni í fótbolta...Áhugaverðasti leikurinn, hvað mig varðar er líklega Völsungur-Fylkir, sem háður verður 14.júní kl. 14 á Húsavíkurvelli...akkúrat á þeim tíma sem ég verð á bekkjarmóti á Húsavík...Mæti pottþétt á völlinn.
Pabbi Beckhams neitar að horfast á við staðreyndir...Beckham verður seldur í sumar.
Satt best að segja líst mér ekkert á þessa frétt...Man. Utd. menn eru semsagt, að öllum líkindum, búnir að ganga frá kaupum á Ronaldinho fyrir 9 m/p og selja þar af leiðandi David Beckham til Barcelona á 30 m/p í kjölfarið...Fá semsagt einn besta sókndjarfa miðjumann í heimi í skiptum fyrir ofmetnasta leikmann heims...og 21 m/p í skiptimynt sem þeir nota til að klófesta enn fleiri toppleikmenn...Nú verður Húlli að taka upp budduna og ganga frá kaupunum á Harry Kewell áður en það verður um seinan...
04 júní 2003
Nokkrar "alræmdar" fótboltabullur frá Færeyjum komu í heimsókn til Málningar í dag...Voru það starfsmenn Malningar í Þórshöfn (í Færeyjum) sem voru að kynna sér aðstæður hér á landi...Enda ekkert annað að gera vegna verkfallsins sem er víst að setja allt á annan endan á þessum blessuðu Eyjum. Eykur þessi heimsókn líkurnar mjög mikið á því að starfsmenn Málningar muni skella sér til Færeyja í ágúst þegar löndin tvö mætast öðru sinni í undankeppni EM 2004...Sem er ekkert annað en gott mál.
Fréttablaðið var ansi skemmtilegt í morgun...M.a. var stutt grein um Ferrari-liðið og afsakanir þeirra út af slæmu gengi í Mónakó-kappakstrinum. Síðan fær Hvammstangi mjög gott hrós frá Erni Árnasyni leikara, þ.e. fyrir gott tjaldstæði og "smekklegan bæ." Bestir voru samt brandararnir um Bush á baksíðunni.