Heimsins bezta bull

31 janúar 2004

Liverpool leikur á eftir við Everton á heimavelli...Alltaf gaman af þessum grannaleikjum...sérstaklega ef að Liverpool vinnur...Og hef ég fulla trú á því að það gerist í dag...

30 janúar 2004

Hressandi...(hljóð nauðsynlegt)

Skemmtilegar fréttir frá Knattspyrnusambandi Íslands...

29 janúar 2004

Og Viking-menn svöruðu fyrir sig í dag á sama stað í Fréttablaðinu...Gott hjá þeim

28 janúar 2004

Nöldur dagsins...

Var að flétta yfir Fréttablaðið áðan og varð ansi hissa að sjá heilssíðu auglýsingu frá Egils...Þar stóð: "Ósvikinn bjór er bruggaður á sykurs" yfir mynd sem sýndi annars vegar Viking Bjór og Egils Gull...og var strásykurslok yfir Viking bjórnum...Í smá letrinu stóð: "Egils gull er alvörubjór bruggaður samkvæmt aldargamalli aðferð enda sýna bragðkannanir að Íslendingum finnst hann bestur á bragðið. Íslendingar þekkja muninn á alvöru bjór og skyndibruggi."

Aðra eins bullauglýsingu hef ég sjaldan lesið...Í fyrsta lagi er Viking bjór MIKLU betri en Egils Gull verður nokkurn tímann...enda er Gullið nánast ódrekkanlegur andskoti að mínu mati. Það eitt að þeir séu að reyna að slá ryki í augun á lesendum Fréttablaðsins með þessari auglýsingu er aðhlátursefni...En þeim tekst samt að bæta gráu ofaná svart með nýja slagorðinu sínu neðst á síðunni..."Egils Gull, alvöru bjór - alvöru bragð...

Óskarstilnefningarnar voru birtar í gær...Lord of the Rings; The Return of the King fékk 11 tilnefningar...Allt gott og blessað með það en er ekki frekar dularfullt að enginn af leikurum myndarinnar eru tilnefndir sem bestu leikarar-eða aukaleikarar...Tilnefningarnar má lesa hér.


26 janúar 2004

Mega menn ekki lengur fara á kvennaklóstið?

Annars var dregið í enska bikarnum áðan og mun Liverpool fá heimaleik á móti Portsmouth...Áhugaverðasti leikurinn er hins vegar Lundúnaslagurinn á milli Arsenal og Chelsea...

Horfði reyndar á handboltaleikinn í gær...Hann byrjaði vel en endaði illa...Því miður.

Skráði mig einnig í netleikinn Utopia í gær...aðalega til að athuga hversu langan tíma það tekur að verða þurrkaður út...Í fyrra tók það u.þ.b. viku...Að sjálfsögðu heitir ríkið mitt "WD40 virkar bezt."

25 janúar 2004

Liverpool sigraði Newcastle 2-1 á heimavelli í 32-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gær...Þvílík gríðarleg hamingja :) ...Og enginn annar en Bruno Cheyrou skoraði bæði mörkin...Og hefur hann nú skorað 4 mörk í síðustu 3 leikjum...

Gummi þjálfari segist ætla að gera rótækar breytingar á liðinu í leiknum á móti Tékkum sem hefst kl. 17.30 í dag...Ekki veitir af...Annars held ég að é sleppi því að horfa á leikinn...þá hlýtur hann að vinnast.

P.s. Ef einhver veit um slóð sem sýnir "fáranlega" markið sem Laurent Robert skoraði fyrir Newcastle á móti Fulham þann 19.01.2004...þá má hann alveg deila þeim upplýsingum í comment-kerfinu.

24 janúar 2004

Mikið voðalega var erfitt að horfa á handboltalandleikinn í gær...Miðjuhnoð og leiðindi...Sérstaklega í seinni hálfleik. Vonandi gengur betur á morgun. Sumir tala um þjálfaraskandal og er ég að nokkru leiti sammála því. Augljós mistök voru gerð í stjórnun liðsins í fyrstu tveimur leikjunum...Í fyrri leiknum áttu Íslendingar til dæmis að taka leikhlé um leið og annar leikmaðurinn fauk útaf og allt var að fara til andsk...Aðallega til að róa mannskapinn niður og stoppa fluggírinn sem andstæðingarnir; Slóvenar voru komnir í...Í seinni leiknum átti að taka þennan Diaz úr umferð strax og nota fleiri leikmenn í sókninni...Ekki það að ég sé eitthver sérfræðingur í handboltafræðunum...en þegar manni líður illa við að horfa á íslenska handboltalandsliðið...þá er eitthvað mikið að...

23 janúar 2004

Nú er gaman í vinnunni...Á X-inu er nefninlega verið að rifja upp gamla og góða sketcha ala Tvíhöfði í tilefni endurkomunnar 2.febrúar næstkomandi...

"Nafli er lok fyrir ástand í alheims vanda úti sem og Gabríel..." :) Snilld...

Síðan verð ég að viðurkenna að "Yall want a Single" með Korn er frekar gott lag...

Well best að fá sér vínarbrauð og snúða í tilefni dagsins...

Over and out



22 janúar 2004

Og Ísland tapaði 28-34 fyrir Slóveníu...frekar fúlt verð ég að segja...en eins og maðurinn sagði...Gengur bara betur næst...

Er í Skúlason-vinnunni minni að svekkja mig yfir því að geta ekki horft á leik Íslands og Slóveníuí beinni útsendingu...pirringur...Ég spái alla veganna háspennuleik...segi ekki meir þar sem ég er einn sá versti í spádómunum norðan alpafjalla...

21 janúar 2004

Evrópumeistaramótið í handbolta hefst á morgun í Slóveníu...Það er alveg magnað hvað það er gaman að fylgjast með landsliðs-handbolta í beinni útsendingu...Sérstaklega ef vel gengur...Enda um mjög hraða og skemmtilega íþrótt að ræða. Líkurnar á því að landsliðið nái að toppa árangurinn frá því fyrir tveim árum...4. sætið eru ekki miklar en við vonum bara það besta.

15 janúar 2004

Unnum Danina 33-28 í handboltaleik í kvöld...gaman af því og ætli við verðum ekki bara Evrópumeistarar?

Hvað er framundan?

* Á morgun verða úrslitin í Idol stjörnuleit...held að aðeins sé um formsatriði að ræða hjá Kalla Bjarna að vinna þessa keppni...

* Á laugardaginn mætir Liverpool Tottenham í Lundúnum og munu koma öllum í opna skjöldu með stanslausum sóknarleik...

* Sunnudagsboltinn í Sporthúsinu er á sínum stað og mun ég mæta í nýjum Nike-íþróttabuxum...þvílík gríðarleg hamingja!

* Þann 27.janúar 2004 er liðið eitt ár síðan ég byrjaði að blogga...Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir...

* Þann 7. febrúar verður að öllum líkum haldið til Hvammstanga á árlegt þorrablót...

* Helgina 20-22. febrúar er förinni heitið til Danmerkur í árshátíðarferð Málningar hf...Og verður gist á þessu hóteli...

14 janúar 2004

Fyrir jólin þegar "reka Húlla" umræðan hvað mest í gangi sagði ég að Liverpool myndi rétta sinn hlut á nýju ári...Eins og allir vita voru meiðslavandræði leikmanna Liverpool óhemju mikil á fyrri hluta leiktíðar...en nú vill svo skemmtilega til að margir af þessum "óheppnu" mönnum eru allir að koma til...t.a.m Owen, Cheyrou og Hamann...Síðan er ekki langt í að Carragher, Finnan og Baros snúi tvíefldir til leiks.

Nýja árið hefur byrjað ljómandi vel hvað úrslitin varðar; Tveir sigrar í deildinni á móti Chelsea og Aston Villa, og einn í FA bikarnum...Reyndar hafa sóknartilburðir liðins verið einstaklega leiðinlegir ásýndar en heppnin virðist vera kominn á okkar band, sem skiptir gríðarlegu máli í heimi fótboltans...

Ég er mjög viss í minni sök þegar ég segi að Liverpool verði í toppbaráttunni í vor...þegar við lítum á stigatöfluna þá sjáum við að Liverpool er 17 stigum á eftir Man U og Arsenal og 10 stigum á eftir Chelsea...Ansi mikið forskot en vorum við ekki með ansi mikið forskot á sama tíma í fyrra? (eða var það í hitti-fyrra?)...það er nefninlega ótrúlega stutt milli hláturs og gráturs í boltanum og ef heimsóknin til Tottenham um helgina og Úlfanna eftir viku endar vel, þ.e. með sigri Livepool þá verður ekki spurt að leikslokum...Það er nefninlega staðreynd að Liverpool er þessa stundina á uppleið á kostnað Arsenal, Chelsea og Man U. Sanniði bara til! :)

Mín spá í lok leiktíðar: 1. Liverpool 2. Chelsea 3. Newcastle 4. Arsenal 5. Man U....

08 janúar 2004

Liverpool kom, sá og sigraði leikinn gegn Chelsea í gær...0-1 þar sem Bruno Cheyrou skoraði, af öllum mönnum!, eftir góðan undirbúning frá Emily Heskey...Fyrir leikinn var ég verulega bjartsýnn á slæm úrslit en allt kom fyrir ekki...Liverpoolmenn sýndu gríðarlegan karakter...með Heskey fremstan meðal jafningja...Það er ekki spurning hvort heldur hvenær risinn vaknar almenninlega til lífsins...Slæmu fréttirnar fyrir Liverpool eru samt þær að Dudek meiddist í seinni hálfleik...og legg ég hér með til að Árni Gautur Arason setji sig í samband við Liverpool ekki seinna en strax.