Heimsins bezta bull

29 febrúar 2004

Enn eitt jafnteflið orðið að staðreind hjá Liverpool...nú gegn botnliði Leeds...2-2. Hvað er þetta með Liverpool og jafntefli.
:(

Fór á árshátíð Lyfju með kærustunni í gær...Og fær Nordica Hótel eitt stórt VÁÁÁ...í einkunn...Annað eins hótel hef ég ekki augum litið...Svo var auðvitað frábær matur undir snilldar veislustjórn Örns Árnasonar.

Svo er spennandi að vita hvort Óli "tengdabróðir" geti reddað einhverjum Korn-miðum en hann ætlar víst í röðina í Kringlunni á eftir.

25 febrúar 2004

Holl lesning fyrir Liverpool-aðdáendur.

24 febrúar 2004

Uppsöfnunin í linkasafnið heldur áfram...Það gengur náttúrulega ekki að hafa ekki fyrrverandi brúarvinnufélaga og núverandi snillinga með meiru á listanum...Kyppi því í liðinn hérmeð...Velkomnir Hinni og Tommi... :)

Fór á Hvammstanga um helgina með kærustunni til að líta á nýjasta fjölskyldumeðliminn, hann Kára Þór...Son Ingunnar systur minnar og hennar írska kærasta Toms...Hann er semsagt 2 og hálfs mánaðar gamall og algjört krútt

Fór á laugardagskveldið á "nýja barinn" í heimabænum; Þinghúsið...sem er víst í eigu Kjartans bekkjabróður, Katrínar, Tóta og Kristínar...Kom um miðnættið og var þar engin sem ég þekkti...sem mér fannst frekar dularfullt...Allt saman fólk yfir fertugt og lítið spennandi...En staðurinn leit hins vegar mjög vel út.

Á sunnudeginum var svo haldið suður á bóginn eftir dýrindis svínahryggjarmáltíð að hætti mömmu...Og var Ingunn Björnsdóttir, frænka með meiru, svo væn að bjóða okkur far í bæinn...Verst var samt að missa af leik Liverpool og Portsmouth...en þar sem hann tapaðist :( þá skippti það minna máli...

Um kvöldið bauð ég auðvitað kærustunni út að borða í tilefni konudagsins...Og var ferðinni heitið á nýjann ítalskan veitingastað á laugaveginum; Rossopomodoro...Átti ég þar pantað borð klukkan átta og vorum við því mætt fimm mínútur í...en þá byrjaði vesenið...Staðurinn var nefninlega smekkfullur, sem var sosum alltílagi þar sem ég taldi að ég ætti pantað borð (sem var pantað 2 dögum áður)...Klukkan 20.02 kom maður sem taldi sig vera þjónn (var reyndar klæddur í gallabuxum...) sem sagði okkur að bíða aðeins þar sem það væri að gera borðið klárt...korteri síðar kom annar maður sem sagði okkur að bíða í setustofunni...sem var staðsett í hinum enda hússins, (af hverju var okkur ekki sagt það strax!)...og komumst við þar að því að a.m.k fimm pör sem áttu pantað borð fyrir klukkan 20...voru enn að bíða...Þegar klukkan var að nálgast ískyggilega mikið níu misstum við þolinmæðina og strunsuðum út...enda orðin óendanlega svöng og pirruð...Og auðvitað var þetta allt mér að kenna!...Bara pirrandi svona veitingastaðir sem yfirbóka kvöldið...og sína ekki þá lágmark kurteysi að viðurkenna fyrir fólki að það gæti orðið einhver bið eftir borði...fer aldrei þangað aftur.

Áhvað að bjóða kærustunni á Austur-Indía félagið í staðinn til að bæta upp þetta þvílíka klúður fyrir ofan...Og þvílikur snilldar veitingastaður...Frábær þjónusta...Kanski pínúlítið dýr...En vel þess virði.

...Annars væri ekki vitlaust að reka Húlla gamla...Hneyksli að tapa fyrir Portsmouth!

18 febrúar 2004

Ég skrapp í heimsókn til Sössa Bumbu og Ægis í gær eftir vinnu...Þar spurði Ægir mig meðal annars um álit mitt á myndinni 28 days later...Þá sprakk ég óvænt úr hlátri þeim til mikillrar skelfingar...Nokkrum dögum áður hafði nefninlega Mundi Svansson hringt í mig og spurt hvaða mynd hann ætti að leigja sér...og nefndi hann m.a. áðurnefnda mynd...ásamt nokkrum öðrum. Á þeim tíma sem hann hringdi var ég djúpt sokkinn í tölvuleiknum Manhunt og voru því heilasellunar ekki alveg að virka rétt...Og varaði ég honum eindregið við þessari mynd enda væri hún einstaklega væmin og leiðinleg kerlingamynd...Einhverra hluta vegna hélt ég semsagt að Mundi væri að tala um myndina 28 days með Söndru Bullock!...Fyrirgefðu Mundi minn, 28 days later er snilldarmynd...mæli eindregið með henni :)

15 febrúar 2004

Alltaf gaman að bæta við mönnum í linkasafnið...Velkominn Jói...verðandi vélaverkfræðingur...Líndal. :)

12 febrúar 2004

Þvílík gleði í gær...Liverpool vann Man City 2-1 á heimavelli...Man Utd. tapaði 2-3 á heimavelli...Og helstu keppinautar Liverpool töpuðu stigum í deildinni sem leiddi til þess að nú er Liverpool komið í hið langþráða fjórða sæti...Gaman af því :)

10 febrúar 2004

tekið af .svansson.net...

------------------

Hennar hlið á gærkvöldinu:
Hann var í furðulegu skapi í gærkvöldi. Við höfðum ákveðið að hittast á kaffihúsi yfir einum drykk eða svo. Ég hélt að það væri mér að kenna, þar sem ég var heldur sein vegna þess að ég var að versla með stelpunum og gleymdi mér aðeins. Hann minntist samt ekkert á það. Okkur gekk ekkert að ná saman, svo ég hélt að það yrði kannski þægilegra að vera einhverstaðar þar sem við gætum verið ein, svo við fórum á mjög rómantískt veitingahús. En hann var ennþá í ferlega furðulegu skapi. Ég reyndi að hressa hann og var farin að spá í hvort að þetta væri bara ég eða hvort eitthvað alvarlegt væri í gangi. Ég spurði hann, en hann svaraði því neitandi. En ég var ekki viss. Allavega, á leiðinni heim, þá sagði ég honum hvað ég elskaði hann heitt. Hann setti hendina utan um mig, en svaraði mér ekki. Ég veit ekki hvað í fjandanum það á að þýða, því ég var nú kannski að vonast til að hann myndi segja að hann elskaði mig líka eða eitthvað. Við komum loksins heim og ég var farin að spá í hvort hann ætlaði að dömpa mér. Ég reyndi að fá hann til að tala, en hann kveikti bara á sjónvarpinu. Þá gafst ég upp og fór í rúmið.

Mér til mikillar undrunar þá kom hann upp til mín um það bil 20 mínútum seinna. Við gerðum það, en hann virtist ennþá vera utan við sig. Eftir sexið; dauðlangaði mig að hundskamma hann, en ég grét mig bara í svefn. Ég veit ekki hvað ég á að gera lengur. Ég meina, í alvöru. Ég held að hann sé farinn að halda framhjá mér.

Hans hlið á gærkvöldinu:
Liverpool tapaði. Ég fékk þó að ríða.

-----------------

Mundi...Þú bjargaðir deginum fyrir mér... :)

Fór á Þorrablót á Hvammstanga um helgina...Þar var mjög gaman, eins og vanalega.

Í gær keypti ég svo nýja Korn-diskinn, svona til að hita upp fyrir tónleikana í Laugardalshöll 30. maí...Hinn landskunni söngvari Hreimur í landi og sonum afgreiddi mig...Og sagði hann að til stæði að halda tvenna Korn-tónleika í vor sökum væntanlegrar aðsóknar í miða...sem hann taldi að myndi jafnvel slá út Ramstein-aðsókninni um árið...

(Zillwester...ef þú lest þetta...þá væri alveg brilliant ef þú gætir reddað stúku-miða fyrir mig á þessa tónleika...Sem þú virtist geta gert fyrir Muse-tónleikana á síðasta ári)

Annars er allt gott að frétta...svo gott að jafnvel stendur til að fara tvisvar til útlanda í sumar...annars vegar til Danmerkur...þ.e.a.s. til Kóngsins Kobenhavn...og hins vegar til Benidorm...

...Síðan yrði voða fínt ef Liverpool myndi ekki gera jafntefli í næsta leik.

P.s. er enn á lífi í Utopíunni...komin í 115,000 gc networth...

05 febrúar 2004

Örlögin leiddu mig á Gauk á stöng í gær þar sem Manchester City var að keppa við Tottenham í enska bikarnum. Áhugi minn á þessum leik var þónokkur þar sem Árni Gautur, landsliðsmarkvörður með meiru, stóð á milli stanganna hjá City-mönnum. Þegar ég settist niður var staðan 2-0 fyrir Tottenham og voru City-menn arfaslakir...Fyrrum Liverpool-maðurinn Christian Ziege skoraði svo fljótlega glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu svona til að ganga algjörlega, að ég hélt, frá áhugalausum City-mönnum...Til að kóróna allt var svo einn leikmanna City-manna rekinn útaf vegna kjaftbrúks við dómara á leið inn í búningsherbergin í hálfleik...Vissi ekki að hægt væri að reka menn útaf þegar búið er að flauta til leikhlés...

Það sem gerðist í seinni hálfleik var kraftaverki líkast...Hvað Kevin Keegan, þjálfari City-manna, sagði við sína menn í hálfleik, þyrfti hann að deila með vini sínum Gerald Húllíer. Því það var engu líkara en að Tottenham-menn hafi verið einum færri...Þeir voru gjösamlega yfirspilaðir af frískum City-mönnum sem uppskáru af lökum sanngjarnan 3-4 sigur!...Og ekki var leiðinlegt að fylgjast með "okkar manni" á milli stangana í seinni hálfleik...Sérstaklega þegar hann varði aukaspyrnu frá áðurnefndum Ziege í slánna...Frá slánni barst boltinn á Gústafó Poyett sem reyndi að skallann í autt markið en á einhvern óútskýrðan hátt tókst Árna að verja boltann á marklínunni...snilldartilþrif.