Heimsins bezta bull

31 október 2006

Varð í 2. sæti í poolmótinu í gær :)

Byrjaði á að vinna Ástu 3-0, tapaði því næst fyrir Michael 0-3, vann svo Danna 2-5 (hann er með 115 í forgjöf, þurfti að vinna 6). Heiðar vann ég 2-2 og í undanúrslitunum vann ég svo Michael 2-2. Átti marga fína sénsa á móti Davíð í úrslitunum en hann vann samt 0-4, þar af þrisvar á svörtu :/

Jæja þá er bara fyrsta sætið eftir :P

Er að vinna í að láta einhverjar af þessum myndum mínum sem ég hef tekið undanfarið á síðuna. Tenglar ættu að sjást hér til hægri í nánustu framtíð.

30 október 2006

Brilliant Londonferð :)

Árshátíðarferð Málningar hf hófst á því að ég skutlaði Fabíónum mínum í viðgerð; hjólalega ökumannsmeginn ónýt. Skilaði bílnum af mér kl. 04.15 (bílaverkstæðið Bílson, Ármúla, mæli með þeim) og við tók aðeins of löng bið eftir Stebba vinnufélaga sem ætlaði að keyra okkur á flugvöllinn. Vorum mættir á flugvöllinn kl. 05.20 (sem ég vissi að væri allt of snemmt þar sem flugið út var kl. 07.40) og við tók einstaklega skemmtileg bið í Leifsstöð. Thule bjargaði þó miklu ;)

Ferðaðist í fyrsta skiptið með Boing 767-300 breiðþotu sem var bara ósköp fínt, nægt pláss og mun minni hávaði en í Boing MD90 vélum Iceland Express :S Lenntum í London rétt rúmlega 11 á staðartíma. Vorum komin í leigubílinn um kl. 12 og uppá hótel kl. 12.45. Gistum á flottasta hóteli sem ég hef séð. Cumberland, og vill svo skemmtilega til að þetta hótel er við hliðina á Oxford-street og Hyde Park. Ég og Stebbi vorum saman í herbergi og að sjálfsögðu var reynt að troða okkur í hjónarúm :S tókst sem betur fer að breyta því enda Stebbi ekki besti kostur sem bólfélagi :)



Á meðan við biðum eftir að herbergið yrði klárt fórum við ásamt Pétri innkaupastjóra og Sigga í verksmiðjunni (sem er hálfbróðir söngstjörnunnar Hreims) í gönguferð. Stefnan var tekin á British Natural Museum sem samkvæmt Pétri var bara rétt hjá hótelinu. Reyndar er Pétur vanur göngumaður og skilgreiningin "rétt hjá" greinilega mjög afstæð :) Allt í allt tók þessi gönguferð með safnskoðun um 4 klukkustundir en var samt mjög fræðandi og skemmtileg. Það var reyndar aðeins mögulegt að skoða brotabrot af þessu safni enda eitt stærsta náttúrugripasafn í heiminum. Eftir þessa gleði var haldið aftur uppá hótel.



Eins og áður sagði er þetta mjög flott hótel; greinilega nýuppgert og glæsilegt í alla staði. Hef gist á ansi mörgum hótelum um ævina og var þetta í fyrsta skiptið sem ég var mjög sáttur með rúmið og sturtuna :) en nóg um hótelið.

Næst var haldið í gönguferð um Oxfordstræti og Soho hverfið, enda nauðsynlegt að læra aðeins á umhverfið fyrir átök kvöldsins. Kvöldmatinn borðuðum við á Hard Rock Cafe, aðallega vegna þess að Stebbi var svo séður í Amsterdam-ferðinni forðum að kaupa sér einhverskonar Hard Rock kort sem hleypir framfyrir röðina. Mjög gott í þessu tilfelli þar sem biðin var tæpir 3 tímar eftir borði :) Vorum komnir aftur uppá hótel eitthvað fyrir kl. 23 og var fyrsta verk að skoða aðeins hótelbarina, sem voru 2. Þar var sullað í bjór allt þar til þeir lokuðu "late" samkvæmt matseðlinum þeirra; um kl. 01.00 :) Siggi kvaddi enda orðinn nett þreyttur eftir allt labbið. Rakst í lobbýinu á þrjá gaura af lagerinum. Þeir höfðu víst hitt einhvern klúbba-safnara útá götu sem mælti með einhverjum svaðalegum klúbb í Soho. Fórum með leigubíl og enduðum á einhverjum allt öðrum klúbb, drukkum þar enn meira áfengi og rugluðum í breskum stelpum (hver var að segja að breskar stelpur væru ófríðar :/)

Var farinn í háttinn að ganga 05 og vaknaði "eldsprækur" í morgunmat kl. 10.00 enda mun stærri dagur framundan en ég hafði gert ráð fyrir. Kvöldið áður hafði Gaui sölumaður hringt í mig og spurt hvernig miðamálin væru hjá mér. Vildi nefnilega svo skemmtilega til að hann gat reddað mér miða á Arsenal-Everton á besta stað (leikur sem var fyrir löngu uppseldur). Ég ákvað að sjálfsögðu að fara :) Eftir "English breakfast" var hoppað í sturtu og tannburstinn mundaður. Því næst röllti ég í mannmergðinni að Oxford Circus og tók neðanjarðarlestina til Finnsbury Park. Var kominn þangað uppeftir uppúr kl. 12. Skoðaði mig aðeins um og komst að því að Arsenal hverfið er greinilega mikið fátæktarhverfi, hús í niðurnýslu útum allt og allt morandi í ófreistandi sölubásum.



Nýi Emirates-völlurinn er stórglæsilegt mannvirki. Hjá barnum sem er í stærra lagi voru að minnsta kosti 10 flatsjónvörp útum allt og nægt sætapláss. Fram að leik horfði ég á Chelsea vinna Sheffield Utd 2-0. Mitt sæti var staðsett í 8 raða hringnum umhverfis völlinn, í suðurstúkunni í vinstra horninu. Leikurinn var hin mesta skemmtun og endaði 1-1. Samt fannst mér meiri stemning á Anfield í fyrra en kanski ekki alveg hlutlaust mat :P Því næst tók við labb að Finnsbury Park til að ná lestinni til baka. Leist nú ekkert á blikuna enda mikil mannmergð þegar 60000 manns flýta sér heim eftir leik. Gekk samt allt saman ótrúlega hratt fyrir sig og var ég kominn aftur uppá hótel rétt fyrir kl 18. Eftir 2 klst eftirmiðdegislúr tók ég mig til fyrir árshátíðina. Þessi árshátíð fór fram á kínverskum veitingastað í Soho sem heitir Chinese Expirience, mæli eindregið með honum, frábær matur og góð þjónusta. Kvöldið endaði svo á hótelbarnum með enn meiri bjór.

Tókst að vakna í morgunmatinn á sunnudeginum. Keyptum því næst miða í rútuferð um borgina. Tók allt í allt um 3 tíma og í þeirri ferð komst ég svo sannarlega að því að ég verð að fara aftur til London :) Endalaust mikið eftir að skoða í þessari borg. Eftir rútuferðina var drukkið heitt kakó og borðuð dýrindis súkkulaðikaka á Starbucks og svo var tekinn leigubíll á flugvöllinn. Lenntum svo í keflavík um 01 leytið eftir um einnar klukkustundar seinkun hjá Flugleiðum.

Jæja orðið allt of langt hjá mér...The end

24 október 2006

Varð í 3.sæti á poolmótinu í gær :)

Byrjaði á því að nota nýju gleraugun mín, sem var alls ekki að virka þar sem ég horfði alltaf framyfir þau í skotunum. En þráaðist samt við. Tapaði fyrir Runólfi 3-0 í fyrsta leik, allir á svörtu. Vann því næst Ástu 3-2 eftir að hafa lennt 0-2 undir. Tók því næst af mér gleraugun og hef að ég held aldrei spilað betur :) Næsta fórnarlamb var Davíð (annað skiptið í röð). Hann þurfti að vinna 5 ég 2...fór 3-2. Síðan vann ég loksins Einar með sama mun 3-2.

Í leiknum á móti Einari brutust út slagsmál á borðinu fyrir aftan okkur (einhverjir gaurar sem ekki voru með á poolmótinu), einn saklaus kjuði brotnaði og mikill æsingur í gangi. Endaði samt allt vel að lokum og gaurarnir fóru út.

Keppti því næst við Lárus í miklum spennuleik sem endaði 2-2 þar sem hann þurfti að vinna 3 leiki. Í undanúrslitunum keppti ég við Óttar sem var að mér skildist að spila gríðarlega vel þetta kvöld. Hann þurfti að vinna 3 ég 2. Ég vann fyrsta leikinn á mjög skemmtilegan hátt. Ég átti 2 eftir og hann bara svörtu. Hvíta kúlan var neðarlega á miðju borðinu. Svarta kúlan og önnur kúlan mín voru hlið við hlið ofarlega hægra megin á borðinu á meðan hin kúlan mín var uppvið batta ofarlega nokkuð vinstra megin. Ég dúbblaði lituðu kúlunni í vinstri neðri vasann sem var planið, bónusinn var hinsvegar að hvíta fór í hinar tvær kúlurnar og stillti þeim fullkomlega upp til að geta klárað leikinn :) Arnar vildi meina að þetta væri flottasta stuð sem hann hefði séð í langan tíma, fólk klappaði og mikið fjör í gangi. Greyið Óttar leyst ekkert á blikuna en kappinn er greinilega með stáltaugar þar sem hann vann síðan 3 ramma í röð, allir á svörtu :/

Jæja, gengur bara betur næst :)

3 dagar í Londonferð... yea Baby yeah

23 október 2006

Helgin 20-22.október verður lengi í minnum höfð. Sennilega ein skemmtilegasta helgi lífs míns :)

Stór hluti helgarinnar fór í að fylgjast með Iceland Airwaves hátíðinni. Var mest á Gauknum og Listasafni Reykjavíkur.

Var reyndar á báðum áttum hvort ég ætti að fjárfesta í miða, hafði sofið lítið útaf þessari Spánarferð; að reyna að sofa í flugvél frá Iceland Express er ómögulegt, ég sem hélt að ég gæti sofið alls staðar :S, en slóg samt til að lokum. Á fimmtudeginum mættum við Mundi á Gaukinn um kl. 22. Sáum þar Eberg og DataRock. En ég fór heimleiðis eftir það enda aðeins búinn að sofa í u.þ.b. 2 tíma kvöldið áður.

Á föstudagskvöldinu var mun betur tekið á því. Þá var Gaukurinn og Nasa helstu viðkomustaðirnir. Á Gauknum sá ég restina af norska bandinu 120 Days, hefði reyndar viljað sjá meira en síðasta lagið, sem var virkilega gott. Mammút voru næst á svið, stóðu sig ágætlega, skemmti mér þó mest við að fylgjast með bassaleikaranum :P Hámark gleðinnar á Gauknum náðist Þegar stuðsveitin Jeff Who? steig á stokk. Því næst mættu kanadísku rokkhundarnir í Wolf Parade, fínt band. Og að lokum sá ég Jan Mayen. Þegar þessi tónlistaveisla var búin tókum við Mundi röltið á Nasa og vorum mættir rétt áður en Dr. Spock stigu á svið. Hvet hérmeð alla sem ekki hafa séð Dr. Spock Live að gera það við fyrsta tækifæri :)

Laugardagskvöldið byrjaði snemma og var ég allan tíman í Listasafni Reykjavíkur. Mættum rétt um 20.30; Pétur Ben var góður, Biggi var síðri, Leaves voru frábærir, breska sveitin The Cribs voru þéttir og síðast en ekki síst voru Kaiser Chiefs geeeðveikir. Með betri Live-böndum sem ég hef séð. Hefðu samt sennilega notið sín betur á stærra sviði :/

Iceland Airwaves þetta árið virðist hafa tekist ótrúlega vel. Ég er alla veganna mjög sáttur og mæti pottþétt á næsta ári.

Poolmót í kvöld. jammjamm

20 október 2006

Ég tel mig vera mjög ópólitískan enda stjórnmál eitthvað sem ég heilla mig alls ekki.

En stundum fæ ég alveg nóg af vitleysunni í okkar "blessuðu" stjórnmálamönnum.

Pólitískar ráðningar!!

Það vildi svo skemmtilega til að ég var að horfa á CNN úti á Spáni á þriðjudaginn síðasta og var aðalfréttinn þann daginn "Íslendingar byrjaðir að veiða Hvali í atvinnuskyni!!!"

(Hef persónulega ekkert á móti hvalveiðum, enda ekkert að því að nýta stofna hafsins á skynsamlegan hátt undir eftirliti.)

Í tilefni dagsins tók fréttakona stöðvarinnar, sem virtis vera mikill hvalverndunarsinni, viðtal við sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þetta viðtal kom virkilega illa út þar sem okkar blessaði sendiherra virtist ekki geta talað ensku með góðu móti...né geta svarað fyrir sig án þess að stama og tala í hringi :S

Væri ekki betra að hafa sendiráðsmann í þessari stöðu sem getur skýrt rök hvalveiðimanna á öruggan hátt heldur en pólitískt ráðinn gamlingja sem talar álíka góða ensku og ...Gunni Leifs??

Ég varð reiður og slökkti á sjónvarpinu :(

19 október 2006

Kominn heim frá Spáni. Mjög áhugaverð ferð en skemmtileg á sinn hátt. Fékk óvænt lyklavöld af bílaleigubílnum og komst að því að Spánverjar hafa mikið yndi á að keyra í hringi :S

Veðrir var mjög fínt fyrir golf. Skýjað, logn og 25 stiga hiti og smá skúrir inná milli. Endaði svo með þrumuveðri á leiðinni heim.

Jæja, næsta útlandaferð er eftir eina og hálfa viku :D

11 október 2006

Fer í stutta Spánarferð næsta laugardag. Flýg með Iceland Express til Alicante, hitti þar Sössa og er áætlunin að spila 3 golfhringi á 4 dögum. Vill nefninlega svo heppilega til að fjölskylda Sössa á hús á Spáni í bænum Torrevieja sem er nálægt Alicante. Áætluð heimkoma er aðfaranótt fimmtudagsins 19.okt.

Þetta verður ekki eina utanlandsferðin í október, þar sem ég fer líka til London helgina 27-29.október; árshátíðarferð Málningar :)

Fjör, fjör, fjör :D

02 október 2006

Einn brandari í tilefni dagsins:

Hvað þarf margar ljóskur til að setja pening í stöðumæli (þessi "flóknari" sem prentar út miða til að láta í gluggann)?

-----------------

Það þarf alla veganna fleiri en fimm :)

Var að rúnta niður Laugarveginn um síðustu helgi og tók þá eftir fimm ljóskum, sennilega á aldrinum 18-22 ára, sem umkringdu einn stöðumælirinn og virtist ganga mjög illa að finna út hvernig hann virkaði...

Jæja, þá vitið þið það :D