Brilliant Londonferð :)
Árshátíðarferð Málningar hf hófst á því að ég skutlaði Fabíónum mínum í viðgerð; hjólalega ökumannsmeginn ónýt. Skilaði bílnum af mér kl. 04.15 (bílaverkstæðið
Bílson, Ármúla, mæli með þeim) og við tók aðeins of löng bið eftir Stebba vinnufélaga sem ætlaði að keyra okkur á flugvöllinn. Vorum mættir á flugvöllinn kl. 05.20 (sem ég vissi að væri allt of snemmt þar sem flugið út var kl. 07.40) og við tók einstaklega skemmtileg bið í Leifsstöð. Thule bjargaði þó miklu ;)
Ferðaðist í fyrsta skiptið með Boing 767-300 breiðþotu sem var bara ósköp fínt, nægt pláss og mun minni hávaði en í Boing MD90 vélum Iceland Express :S Lenntum í London rétt rúmlega 11 á staðartíma. Vorum komin í leigubílinn um kl. 12 og uppá hótel kl. 12.45. Gistum á flottasta hóteli sem ég hef séð. Cumberland, og vill svo skemmtilega til að þetta hótel er við hliðina á Oxford-street og Hyde Park. Ég og Stebbi vorum saman í herbergi og að sjálfsögðu var reynt að troða okkur í hjónarúm :S tókst sem betur fer að breyta því enda Stebbi ekki besti kostur sem bólfélagi :)
Á meðan við biðum eftir að herbergið yrði klárt fórum við ásamt Pétri innkaupastjóra og Sigga í verksmiðjunni (sem er hálfbróðir söngstjörnunnar Hreims) í gönguferð. Stefnan var tekin á British Natural Museum sem samkvæmt Pétri var bara rétt hjá hótelinu. Reyndar er Pétur vanur göngumaður og skilgreiningin "rétt hjá" greinilega mjög afstæð :) Allt í allt tók þessi gönguferð með safnskoðun um 4 klukkustundir en var samt mjög fræðandi og skemmtileg. Það var reyndar aðeins mögulegt að skoða brotabrot af þessu safni enda eitt stærsta náttúrugripasafn í heiminum. Eftir þessa gleði var haldið aftur uppá hótel.
Eins og áður sagði er þetta mjög flott hótel; greinilega nýuppgert og glæsilegt í alla staði. Hef gist á ansi mörgum hótelum um ævina og var þetta í fyrsta skiptið sem ég var mjög sáttur með rúmið og sturtuna :) en nóg um hótelið.
Næst var haldið í gönguferð um Oxfordstræti og Soho hverfið, enda nauðsynlegt að læra aðeins á umhverfið fyrir átök kvöldsins. Kvöldmatinn borðuðum við á Hard Rock Cafe, aðallega vegna þess að Stebbi var svo séður í Amsterdam-ferðinni forðum að kaupa sér einhverskonar Hard Rock kort sem hleypir framfyrir röðina. Mjög gott í þessu tilfelli þar sem biðin var tæpir 3 tímar eftir borði :) Vorum komnir aftur uppá hótel eitthvað fyrir kl. 23 og var fyrsta verk að skoða aðeins hótelbarina, sem voru 2. Þar var sullað í bjór allt þar til þeir lokuðu "late" samkvæmt matseðlinum þeirra; um kl. 01.00 :) Siggi kvaddi enda orðinn nett þreyttur eftir allt labbið. Rakst í lobbýinu á þrjá gaura af lagerinum. Þeir höfðu víst hitt einhvern klúbba-safnara útá götu sem mælti með einhverjum svaðalegum klúbb í Soho. Fórum með leigubíl og enduðum á einhverjum allt öðrum klúbb, drukkum þar enn meira áfengi og rugluðum í breskum stelpum (hver var að segja að breskar stelpur væru ófríðar :/)
Var farinn í háttinn að ganga 05 og vaknaði "eldsprækur" í morgunmat kl. 10.00 enda mun stærri dagur framundan en ég hafði gert ráð fyrir. Kvöldið áður hafði Gaui sölumaður hringt í mig og spurt hvernig miðamálin væru hjá mér. Vildi nefnilega svo skemmtilega til að hann gat reddað mér miða á Arsenal-Everton á besta stað (leikur sem var fyrir löngu uppseldur). Ég ákvað að sjálfsögðu að fara :) Eftir "English breakfast" var hoppað í sturtu og tannburstinn mundaður. Því næst röllti ég í mannmergðinni að Oxford Circus og tók neðanjarðarlestina til Finnsbury Park. Var kominn þangað uppeftir uppúr kl. 12. Skoðaði mig aðeins um og komst að því að Arsenal hverfið er greinilega mikið fátæktarhverfi, hús í niðurnýslu útum allt og allt morandi í ófreistandi sölubásum.
Nýi Emirates-völlurinn er stórglæsilegt mannvirki. Hjá barnum sem er í stærra lagi voru að minnsta kosti 10 flatsjónvörp útum allt og nægt sætapláss. Fram að leik horfði ég á Chelsea vinna Sheffield Utd 2-0. Mitt sæti var staðsett í 8 raða hringnum umhverfis völlinn, í suðurstúkunni í vinstra horninu. Leikurinn var hin mesta skemmtun og endaði 1-1. Samt fannst mér meiri stemning á Anfield í fyrra en kanski ekki alveg hlutlaust mat :P Því næst tók við labb að Finnsbury Park til að ná lestinni til baka. Leist nú ekkert á blikuna enda mikil mannmergð þegar 60000 manns flýta sér heim eftir leik. Gekk samt allt saman ótrúlega hratt fyrir sig og var ég kominn aftur uppá hótel rétt fyrir kl 18. Eftir 2 klst eftirmiðdegislúr tók ég mig til fyrir árshátíðina. Þessi árshátíð fór fram á kínverskum veitingastað í Soho sem heitir Chinese Expirience, mæli eindregið með honum, frábær matur og góð þjónusta. Kvöldið endaði svo á hótelbarnum með enn meiri bjór.
Tókst að vakna í morgunmatinn á sunnudeginum. Keyptum því næst miða í rútuferð um borgina. Tók allt í allt um 3 tíma og í þeirri ferð komst ég svo sannarlega að því að ég verð að fara aftur til London :) Endalaust mikið eftir að skoða í þessari borg. Eftir rútuferðina var drukkið heitt kakó og borðuð dýrindis súkkulaðikaka á Starbucks og svo var tekinn leigubíll á flugvöllinn. Lenntum svo í keflavík um 01 leytið eftir um einnar klukkustundar seinkun hjá Flugleiðum.
Jæja orðið allt of langt hjá mér...The end