Heimsins bezta bull

30 apríl 2003

Ég er Rivaldo...Hvaða knattspyrnumaður ert þú? Með þökk til Binna Makk fyrir ábendinguna....

28 apríl 2003

Helgin liðin. Var frekar róleg hvað mig varðar...Horfði á fótbolta, fór í bíó, prófaði nýjan veitingastað; Old West og spilaði knattrak bæði á laugardag og sunnudag. Og viti menn... mitt lið vann loksins í sporthúsarboltanum...þvílík gríðarleg hamingja.

En talandi um Old West...Staðurinn lítur ljómandi vel út en hamborgararnir voru frekar mis. Allt of rauðir fyrir minn smekk og bragðlausir í þokkabót...fer ekki þangað aftur í bráð.

25 apríl 2003

Jæja...sumarið gengið í garð, sem er gott...Varð vitni af snilldar knattspyrnuleik á miðvikudagskvöldið þegar Real Madrid slógu Man U út úr meistaradeildinni. Nú telja fréttamenn á Englandi að öruggt sé að Beckham gangi til liðs við Real Madrid í sumar...

23 apríl 2003

Ég er þekktur fyrir að vera arfaslakur spámaður hvað knattspyrnuleiki varðar...Því er bezt að líta yfir næstu vikur í fótboltanum...sem virðast ætla að verða mjög líflegar hvað Evrópu snertir.

Meistaradeildin heldur áfram í kvöld. Ítölsku liðin; Inter og Juventus komu á óvart í gær og slógu út Spænsku stórveldin Valencia og Barcelona, og eru komin áfram í undanúrslit. Í kvöld mætast svo Man. United og Real Madrid, annars vegar og AC Milan og Ajax hins vegar. Ég tel að Man United vinni upp 2 marka forskotið, sem Real náði í fyrri leik liðana, strax í fyrri hálfleik. Þeir bæta svo við öðru marki snemma í þeim síðari og vinna svo leikinn annað hvort 3-0 (3-4 samanlagt), eða þá eftir framlengingu ef Real nær að pota inn einu marki. Í hinum leiknum munu AC Milan vinna nokkuð örugglega 2-0. Þ.a. í undanúrslitum munu því mætast AC Milan-Inter og Man U-Juventus. Mín spá er svo að AC Milan og Man U muni mætast í úrslitum Meistaradeildarinnar.

Hvað Ensku úrvalsdeildina varðar þá munu röð efstu liða verða eftirfarandi: Man United, Arsenal, Liverpool, Chelsea...Þau lið sem munu falla eru Sunderland, W.B.A og Fulham.

Mér þykir það mjög leitt hvað ég er hliðhollur Man United í þessari spá en þar sem ég hef í 99% tilfella rangt fyrir mér þurfum við ekki hafa neinar áhyggjur...

Síðasti vetrardagur í dag...Sem er gott því þá fæ ég frían bjór og Grillmat í boði starfsmannafélags Málningar...sjibbí

22 apríl 2003

Nú harnar kosningabaráttan með degi hverjum...Framsóknarflokksmenn eru greinilega ansi stressaðir...alla veganna miðað við fjölda auglýsinga á netinu...

Stutt vinnuvika, sem er gott. Kom heim frá heimahaganum eftir rólega, matarmikla og skemmtilega dvöl. Fór meðal annars 3 sinnum í sund, á leiksýningu, á trúbadorakvöld, í skírnarveislu, borðaði yfir mig af hátíðarmat og páskaeggjum og hitti Tomma Daníels tvisvar á þremur dögum sem telst til tíðinda...

Liverpool stóð fyrir sínu um helgina...Sigruðu Everton 2-1 á laugardaginn, þar sem Owen og Murphy skoruðu stórglæsileg mörk. Og Charlton 2-1 í gær þar sem Hyypia og Gerrard skoruðu 2 mörk á síðustu 5 mínútunum. Fékk mjög skemmtilegt sms kl. 15.46 frá Tomma Bumbuþar sem hann sagði að Liverpool myndi aðeins keppa í UEFA cup á næstu leiktíð...Vona innilega að það boð hafi verið sent þegar staðan var 0-1 fyrir Charlton ;)

Á morgun verður nóg að gera enda síðasti vetrardagur...Að vanda hefst vinnan klukkan 08.00...En síðan skilst mér að fótboltinn hafi verið færður til 17.30...En aðal fjörið hefst svo klukkan 19.30 í höfuðstöðvum Málningar þar sem grillað verður dýrindis kjöt og drukkinn bjór eitthvað frameftir til að fagna vorkomunni...er ekki lífið yndislegt?

17 apríl 2003

Ég er kominn heim í heiða dalinn...og verð hér fram á mánudag. Hlakka til að sjá útfærslu leikfélags Hvammstanga á "Með vífið í lúkunum" á laugardaginn og einnig að sjá og heyra rokkbandið Schnitzell leika um kvöldið...Gleðilega páska...

16 apríl 2003

Búinn að hlakka til í margar vikur að horfa á Everton - Liverpool laugardaginn 19. apríl og svo er hann hvergi sýndur :( ...vesen og skandall

Sannkallaður Stórleikur í kvöld í Enska boltanum í kvöld...Arsenal-Man Utd. Horfi að öllum líkindum á hann í höfuðstöðvum Málningar. ...skylst að það eigi að vígja nýja skjávarpan...sem verður vonandi notaður sem oftast þar sem við Sössi Bumba. eru hættir með Sýn. ...

Var að bæta við linkum á heimasíður stjórnmálaflokkanda enda ekki seinna vænna en að fara kynna sér helstu stefnur og loforð fyrir alþingiskosningarnar í vor...

15 apríl 2003

Ég vil þakka tilverunni kærlega fyrir þennan Mansteftirjúnædet brandara...

The Manchester United Virus.... This is where your PC thinks it's far
superior than any other PC and develops a memory disorder, forgetting
anything that happened before 1993.

The David Beckham Virus.... This affects newer PC's mainly. The computer
looks great, all the lights are on, but nothing works.

The Roy Keane Virus.... This one is particularly nasty and will throw you
out of Windows....

The Alex Ferguson Virus.... The computer develops a continuous whining noise
and the on-screen clock runs a lot faster or slower (depending on how your
day's been), than all the other computers in the building.

The Fabien Bartez Virus.... This one's not particularly harmful - but you
just can't save anything.

The Neville Bros. Virus.... Just when you think things can't get any worse,
this one pops up and causes a calamitous error.

The Ryan Giggs Virus.... The computer develops a processor problem, whereby
it thinks it's better than it actually is. It also experiences a dramatic
fluctuation in performance.

The Luke Chadwick Virus.... This is a particularly ugly one.

The Manchester United Shirt Virus.... This one is especially hard to
detect as it changes it's format every three months.

hehehe

Í amstri dagsins er alltaf gaman að hressa sig við og skoða Baggalút. ...

14 apríl 2003

Jæja helgin liðin...sem var ósköp róleg af minni hálfu. Rifjaði reyndar upp gamla snókertakta á laugardaginn þegar ég tapaði all rækilega 3-0 fyrir Binna Makk. Gaman af því að Liverpool mun einmitt vinna Everton með þessum sama mun á Laugardaginn næstkomandi. Á laugardagskvöldið leigði ég svo mjög dularfulla DVD mynd, í glænýrri leigu við Laugarásveginn...Bíó-Grill, sem heitir The Rules of Attraction . Dómur er væntanlegur.

09 apríl 2003

Við Sössi Bumba erum búnir að fá okkur full sadda af þessu fjöltengisbulli. Þetta drasl er semsagt alveg hætt að virka eftir margítrekaðar tilraunir. Ég mun skila því heim til föðurhúsanna (Orkuveitu Reykjavíkur) á morgun...Ég sendi þjónustufulltrúa fjöltengisins hjá OR eftirfarandi e-mail í morgun...

Sæll Rúnar

Þann 18.febrúar kl. 10.12 sendi ég ykkur e-mail og kvartaði yfir hversu léleg fjöltengistengingin væri í Íbúðinni minni (Hofsvallagata 19). Ég fékk mjög góð viðbrögð og þið senduð til mín viðgerðarmenn samdægus. Að þeirra sögn var ekkert að Magnaranum og vildu þeir kenna lélegum raflögnum um (Án þess að kanna það nánar). Á þessum tímapunkti "virkaði" aðeins ein innstunga í íbúðinni. Ég ákvað að sætta mig við það...en fljótlega datt sambandið einnig af þessari innstungu. Reyndar kom linkljós á módemið en ekkert samband komst á við netið; heldur kom error 752, (að mig minnir) sem fólst í því að tölvan virtist ekki kannast við notendanafnið og lykilorðið (sem hafði margoft gerst áður) . Ég hringdi í þjónustusíman 5166060 (eins og ég hef gert oft áður) og sagði tæknimanni frá vandamálinu. Hann sagði að þessi villa þýddi að MAGNARINN væri bilaður og ætlaði að senda viðgerðarmann á staðinn. Ekkert bólaði á viðgerðarmanni næstu daga...Þar til ég hringdi aftur fyrir um viku síðan. Eftir þessa "viðgerð" á magnaranum þrælvirkaði tengingin í um 4 daga...en er dottin út aftur í þessum skrifuðu orðum. Ég er orðinn langþreittur á þessum vandamálum...sem hafa verið nær látlaus síðan reynsluvikan var liðin (í október á síðasta ári en þá virkaði fjöltengið fínt) og mun ég skila þessu módemi til ykkar á morgun...Þar sem tæknimaðurinn komst svo skemmtilega að orði og sagði að MAGNARINN væri bilaður væri ósköp fínt að fá eitthvað endurgreitt ...þá skal ég láta málið niður falla...

Með bestu kveðju

_________________________
Jón Árni Bjarnason
Malning ehf.
Laboratory,
Dalvegi 18,
200, Kopavogi
ICELAND
--------------------------
tel: 5806000
GSM: 8485908

En allavega hugsið ykkur tvisvar um áður en þið fáið ykkur fjöltengi frá Orkuveitu Reykjavíkur...Bölvað drasl...

07 apríl 2003

Jæja helgin liðin...Það liggur við að maður leggist í þunglyndi þegar litið er á gang stríðsins í Írak...En þetta var víst nauðsynlegt...sögðu Davíð og Halldór.

Liverpoolmenn misstu um helgina endanlega af meistaradeildarsætinu. Úrslit leiksins við Manjú 4-0 eru reyndar ekki alveg að marka þar sem Hyypia var rekinn útaf á 3 mínútu. Hárréttur vítaspyrnudómur og fyllilega verðskuldað rautt spjald...En hefði verið dæmd vítaspyrna ef Heskey hefði verið togaður niður á hinum vallarhelmingnum á þessari sömu mínútu?

Nú lifir maður í voninni að Everton verði ekki fyrir ofan Liverpool í lok leiktíðar...

03 apríl 2003

Algjör snilld...,

Ekki er öll vitleysan eins. Pepsi, í samvinnu við 70 mínútur, eru byrjaðir með nýjan leik sem fellst í því að safna 100 poppkortum. Ég kannaði málið núna áðan með því að skrá mig á www.poppkort.is. Aðallega til sjá hvað væri í vinning... Og í aðallvinning er "ÓGLEYMANLEG TÓNLEIKAFERÐ Á HLJÓMLEIKA MEÐ BLUE Í FYLGD FLOTTUSTU POPPARA ÍSLANDS" Svo fylgir víst GSM sími og eitthvað af snakki og Pepsi með í kaupbæti. Ég missti áhugann...Á skráningarsíðunni var skilyrði að velja uppáhaldshljómsveit...og var aðeins hægt að velja um: Írafár, Igor, Búdrýgindi, Á móti sól og Í svörtum fötum...Ansi fjölbreytt val það...Það væri svosum allt í lagi ef þessi poppkort myndu fylgja 0,5 lítra Pepsiflöskunum (þ.e. þeir sem hefðu áhuga á að safna þeim myndu einfaldega biðja um þau)...en nei...það þarf að kaupa þau sérstaklega...Algjört hneiksli og peningaplott...liggur við að maður hætti að drekka Pepsi í mótmælaskyni...

Kærastan átti afmæli í gær. Þess vegna bauð ég henni út að borða. Fórum á veitingastaðinn Austur-Indíafélagið. Góður matur en frekar naumt skammtað miðað við verð. Mæli eindregið með hvítlauksmaríneðuðu kjúklingabringunum.

Það var eitt atriði sem pirraði mig við þennan stað... Það var þjónustan sem er langt í frá að vera "lipur og prófessjónal." Í fyrsta lagi var of löng bið eftir matnum, í öðru lagi var þjónunum greinilega illa borgað þar sem þeir voru eiginlega aldrei á svæðinu og þegar þeir mættu loksins voru þeir frekar fýldir á svip og í þriðja lagi finnst mér hálf fáránlegt að þurfa að tala ensku þegar ég fer út að borða á Íslandi.

En yfir í annað...Í gær opnaðist riðill Íslands uppá gátt þegar Litháen vann Skotland 1-0 á heimavelli...Næsti leikur Íslands er 7.júní á Laugardalsvelli við vini okkar Færeyinga. Sá leikur verður að vinnast.

Hvað er annars málið með Wales? Eru með fullt hús eftir 4 leiki...Hvet alla til að líta á stöðuna í riðlunum á Textavarpinu...