27 maí 2003
Ekki láta gabbast...ekki fá ykkur Fjöltengi......Þar sem um algjört drasl er að ræða...
23 maí 2003
Botnleðju-tónleikarnir í gær voru hreint út sagt magnaðir. Hipp-hopparinn Móri hitaði upp og var þónokkuð ferskur. Hann flutti nokkur af sínu beztu lögum með diggri hjálp Messíasar og fleiri kumpána. Spennan magnaðist með hverju laginu sem svo náði hámarki þegar Botnleðja steig á svið. Næsti rúmi klukkutími leið allt of hratt, hvert snilldarlagið af öðru, af nýja disk Botnleðju: Iceland National Park, var flutt í bland við gömul af Drullumalli og Fólk er fífl. Stemningin var ólýsanleg. Tvö aukalög voru leikin í lokin...Fyrst var það Eurovisionlag Birgittu í ögn Rokkaðri útfærslu...og síðast en ekki síst "Þið eruð Frábær" af Drullumalli. Rock on!
Bandaríkjamenn eru ekkert allt of gáfaðir...byrjaðir að flytja inn HABL-sýkta menn.
Bandaríkjamenn eru ekkert allt of gáfaðir...byrjaðir að flytja inn HABL-sýkta menn.
22 maí 2003
21 maí 2003
Guðjón fékk ekki að láta ljós sitt skína hjá Aston Villa sem er slæmt og fréttir herma að Harry Kewell hafi neitað tilboði frá Man utd. sem er gott...En augu allra Íslendinga beinast til Riga í Lettlandi þessa dagana, þar sem Birgitta Haukdal mun "dásama mátt skurðlækninga" á Laugardaginn kemur...Í "BT" leiknum spáði ég Íslandi 3.sæti... ætli ég standi ekki bara við það...Rakst annars á þessa fínu dagbók þeirra Loga Bergmanns og Gísla Marteins, sem eru víst staddir í Lettlandi...njótið vel.
20 maí 2003
Sólin skín, sem er gott. Gaman af því hvað Binni Makk hefur gaman af Survivor keppninni. Ég hafði áhuga allt þar til síðasta þáttaröð byrjaði. Þvílíkt samansafn af leiðinlegu fólki hef ég aldrei á minni stuttu ævi séð. Aldrei að vita nema næsta þáttaröð verði betri...ég stórefa það samt enda um all verulega útþynnta þáttaröð að ræða...
Nú vonar maður bara að eitthvað sé til í því að Liverpool muni kaupa Harry Kewell í sumar og að Guðjón Þórðarson taki við Aston Villa...Hljómar frekar ótrúlega en hver veit.
Nú vonar maður bara að eitthvað sé til í því að Liverpool muni kaupa Harry Kewell í sumar og að Guðjón Þórðarson taki við Aston Villa...Hljómar frekar ótrúlega en hver veit.
19 maí 2003
Hver skapaði sýkla? Ansi mögnuð spurning sem hinn eini sanni mótmælandi Íslands spurði á Laugarásveginum í morgun...
Bankaræninginn gaf sig sjálfur fram....Sagðist hafa notað peningana til að borga fíkniefnaskuld. Sýnir hvað þessi fíkniefnaheimur er orðinn geðveikur. Maðurinn vildi semsagt frekar enda í fangelsi í hálft ár frekar en að lenda í handrukkurum...sem er svosum ekkert skrítið.
Það var mjög gaman á föstudaginn. Ég byrjaði á því að sækja Ægi "Smu" Pétursson uppúr klukkan 20 og stefndum við rakleiðis í átt að Engihjallanum til hans Jóns Hrotta. Þar var Carlsberg kippan drukkin með beztu list í bland við Öryggismyndavéla-og Djúpulaugargláp. Rúmlega 23 var svo skakklappast í átt að HK heimilinu í svonefnt viðskiptafræðipartý...Þar var margt um manninn, svo margt að ég meiraaðsegja rakst á heilan helling af fólki sem ég þekkti. Var orðinn ansi vel drukkinn á þessum tímapunkti...Enda farinn að reyna að opna bjórflöskum með bjórdósum sem hvað hendurnar varðar er ekkert allt of sniðugt. Næst var farið í átt til Reykjavíkur í strætóum...og var farið á Felix, sem eitt sinn var Sportkaffi. Þar var dansað í gríð og erg...Allt þar til ég og Tommi Bumba ákváðum að fara á Gaukinn til að fylgjast með stuðbandinu Buff.
Á Gauknum var ótrúlega fátt um manninn, miðað við það að aldrei þessu vannt var frítt inn. Þar var drukkinn eplasnaffs og skakklappast enn meir þar til ansi mikil þreyta fór að leggjast yfir uppúr kl. 03...Þá var Tomminn yfirgefinn og rölti ég yfir á hinn magnaða stað De BoomKikker. Þar sátu Halli Bumba og frú á sumbli...Fljótlega fór hungrið að segja til sín og var Hlölli borðaður vegna of mikillar örtröðar á Nonna. Að lokum var hóað í leigubíl og áætlaður komutími á Hofsvallagötu uppúr kl 04 varð að veruleika...
Bankaræninginn gaf sig sjálfur fram....Sagðist hafa notað peningana til að borga fíkniefnaskuld. Sýnir hvað þessi fíkniefnaheimur er orðinn geðveikur. Maðurinn vildi semsagt frekar enda í fangelsi í hálft ár frekar en að lenda í handrukkurum...sem er svosum ekkert skrítið.
Það var mjög gaman á föstudaginn. Ég byrjaði á því að sækja Ægi "Smu" Pétursson uppúr klukkan 20 og stefndum við rakleiðis í átt að Engihjallanum til hans Jóns Hrotta. Þar var Carlsberg kippan drukkin með beztu list í bland við Öryggismyndavéla-og Djúpulaugargláp. Rúmlega 23 var svo skakklappast í átt að HK heimilinu í svonefnt viðskiptafræðipartý...Þar var margt um manninn, svo margt að ég meiraaðsegja rakst á heilan helling af fólki sem ég þekkti. Var orðinn ansi vel drukkinn á þessum tímapunkti...Enda farinn að reyna að opna bjórflöskum með bjórdósum sem hvað hendurnar varðar er ekkert allt of sniðugt. Næst var farið í átt til Reykjavíkur í strætóum...og var farið á Felix, sem eitt sinn var Sportkaffi. Þar var dansað í gríð og erg...Allt þar til ég og Tommi Bumba ákváðum að fara á Gaukinn til að fylgjast með stuðbandinu Buff.
Á Gauknum var ótrúlega fátt um manninn, miðað við það að aldrei þessu vannt var frítt inn. Þar var drukkinn eplasnaffs og skakklappast enn meir þar til ansi mikil þreyta fór að leggjast yfir uppúr kl. 03...Þá var Tomminn yfirgefinn og rölti ég yfir á hinn magnaða stað De BoomKikker. Þar sátu Halli Bumba og frú á sumbli...Fljótlega fór hungrið að segja til sín og var Hlölli borðaður vegna of mikillar örtröðar á Nonna. Að lokum var hóað í leigubíl og áætlaður komutími á Hofsvallagötu uppúr kl 04 varð að veruleika...
16 maí 2003
Það er komið sumar...alla veganna í Kópavoginum. Léttskskýjað, lítill vindur og bara sæmilegur hiti...Skrapp í Hagkaup núna í matartímanum til að kaupa afmælisgjöf fyrir Sössa Bumbu...og svo auðvitað Carlsberg bjór til að sötra í kvöld í þessu Viðskiptafræðipartýi sem verður víst haldið í kvöld. Ekki það að ég stefni á viðskiptafræði...fyrr myndi ég ræna banka...Talandi um bankarán, eitt slíkt var framið í Hlíðarsmára rétt eftir klukkan níu í morgun. Hversu heimskir geta íslenskir bankaræningjar verið...því samkvæmt fréttum Bylgjunnar nú í hádeginu var maðurinn grímulaus og verður þ.a.l. fundinn í lok dagsins. Ætla þessir bankaræningjar aldrei að læra. Fyrir nokkrum mánuðum var framið svipað bankarán en þá asnaðist bankaræninginn til að nota nælonsökk...NÆLONSOKK...Og var fundinn eftir rúmlega viku. Lágmark að nota almennilega veiðilambúshettu...
15 maí 2003
Að sjálfsögðu hafði ég rangt fyrir mér um úrslit undanúrslitaleiksins í meistaradeildinni í gær. Juventus gerði sér lítið fyrir og sigraði Real Madrid 3-1 (samanlagt 4-3). Þ.a. ítölsku stórveldin Juventus og AC Milan munu keppa til úrslita á Old Trafford 28.maí næstkomandi. Aldrei að vita nema ég og 3 kunningar mínir verði einnig á staðnum...þ.e.a.s. ef Mastercard
-menn vildu vera svo vænir og láta mig vinna í þessum blessaða leik þeirra sem dregið verður úr á næstu dögum. En ég spái því að það muni ekki gerast.
-menn vildu vera svo vænir og láta mig vinna í þessum blessaða leik þeirra sem dregið verður úr á næstu dögum. En ég spái því að það muni ekki gerast.
14 maí 2003
Kosningahelgin er liðin, og það fyrir þónokkru síðan, og er allt útlit fyrir óbreytta ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, með þó einhverjum tilfærslum ríkisráðuneyta milli flokka...Hverjum hefði annars dottið í hug að Framsóknarflokkurinn myndi bjarga stjórnarsambandinu fyrir nokkrum vikum...Enda kom nú glögglega í ljós máttur auglýsinga og kosningarloforða á fylgi stjórnmálaflokkanna...Hvaða stjarnfræðilega háu upphæðir þurfti Framsóknarflokkurinn eiginlega að borga til halda kjörfylgi sínu frá síðustu kosningum?
Í hádegisfréttunum í dag var talað um að Framsóknar-og Sjálfstæðisflokkur myndu byrja á því að safna saman upplýsingum um efnahagsástandið í landinu í sitt hvoru lagi áður en formlegar samningaviðræður hæfust um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Væntanlega til að kanna hvort grundvöllur sé fyrir þeim skattalækkunum sem þeir lofuðu fyrir kosningar. Einhvern veginn grunar mig að þessum kosningaloforðum verði sópað undir næstu mottu í alþingishúsinu og geymd þar næstu árin...
Svona til að umheimurinn viti það, þá kaus ég Frjálslynda flokkinn...Eins og flestir vita þá er þeirra helsta stefnumál breyting á kvótakerfinu, sem veitir ekki af. Ég er kannski ekki fullkomlega sammála hvernig þeir ætla að framkvæma þessar breytingarnar, en nauðsynlegt er, að mínu mati, að hafa öfluga talsmenn þessa málaflokks inná alþingi okkar Íslendinga.
Jæja...ég er hættur að tala um pólitík í bili... Í kvöld mætast Real Madrid og Juventus í seinni leik undanúrslita Meistaradeildar Evrópu. Real eru 2-1 yfir og held ég mig ennþá við þá spá að Real muni mæta AC Milan í úrslitunum...
Í hádegisfréttunum í dag var talað um að Framsóknar-og Sjálfstæðisflokkur myndu byrja á því að safna saman upplýsingum um efnahagsástandið í landinu í sitt hvoru lagi áður en formlegar samningaviðræður hæfust um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Væntanlega til að kanna hvort grundvöllur sé fyrir þeim skattalækkunum sem þeir lofuðu fyrir kosningar. Einhvern veginn grunar mig að þessum kosningaloforðum verði sópað undir næstu mottu í alþingishúsinu og geymd þar næstu árin...
Svona til að umheimurinn viti það, þá kaus ég Frjálslynda flokkinn...Eins og flestir vita þá er þeirra helsta stefnumál breyting á kvótakerfinu, sem veitir ekki af. Ég er kannski ekki fullkomlega sammála hvernig þeir ætla að framkvæma þessar breytingarnar, en nauðsynlegt er, að mínu mati, að hafa öfluga talsmenn þessa málaflokks inná alþingi okkar Íslendinga.
Jæja...ég er hættur að tala um pólitík í bili... Í kvöld mætast Real Madrid og Juventus í seinni leik undanúrslita Meistaradeildar Evrópu. Real eru 2-1 yfir og held ég mig ennþá við þá spá að Real muni mæta AC Milan í úrslitunum...
09 maí 2003
Þvílík gríðarleg hamingja...Atli Eðvalds er búinn að segja upp starfi sínu sem landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu. Ásgeir Sigurvinsson tekur við starfinu tímabundið á meðan KSÍ leitar að erlendum þjálfara...sjá nánar á Fótbolti.net.
Mikið um að vera í dag...Í fyrsta lagi hefur KSÍ boðað til blaðamannafundar klukkan 13.30 þar sem þjálfaramál karlalandsliðsins í knattspyrnu verða rædd. Netmiðillinn Fótbolti.net vill meina að þar verði tilkynnt afsögn Atla Eðvaldssonar sem landsliðsþjálfara...Svo eru kosningarnar á næsta leiti...sem þýðir fullt af fríum veigum í boði stjórnmálaflokkanna í kvöld sem hlýtur að teljast mjög gott. Síðan var ég að lesa í DV rétt í þessu að Liverpool muni ganga frá samningum við hægri bakvörð Fulham; Steve Finnan, eftir helgi og að samningaviðræður við Damien Duff séu á næsta leyti...Þvílik gríðarleg hamingja.
06 maí 2003
Jæja...senn líður að kosningum og þar af leiðandi lág leiðinn til Sýslumannsins í Reykjavík til að kjósa utankjörstaðar. Þegar í kjörklefann var komið biðu eftir mér forláta stimplar með listabókstöfum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða sig fram til Alþingis. Að sjálfsögðu valdi ég réttan stimpil en saknaði ég þess þónokkuð að hafa ekki nöfnin á frambjóðendum flokkanna á kjörseðlinum...Hefði ég til að mynda kosið Sjálfstæðisflokkinn hefði ég að sjálfsögðu strikað yfir Sturlu Böðvarsson. Í kosningunum 1999 var hægt, að mig minnir, að strika yfir þá frambjóðendur sem manni væri illa við. Kannski er þetta öðruvísi með utankjörfundaratkvæði...En alla veganna er atkvæðið mitt þessa stundina á leiðinni til Sýslumannsins á Blönduósi og mun vonandi nýtast vel til að fella núverandi ríkisstjórn á laugardaginn...
Arsenal tókst að klúðra sínum málum á sunnudaginn á móti Leeds...tvöföld gremja þar...Man Utd. vann þar af leiðandi deildina og Leeds bjargaði sér frá falli...Til hamingju þið þarna Man Utd. og Leeds aðdáendur. Nú er bara að vona að Chelsea sýni sýnar verstu hliðar á móti Liverpool um næstu helgi og tryggi Liverpool þar með síðasta meistaradeildarsætið.
Að lokum fær Jón "Merides" hrós fyrir síðustu spurningu í spurningakeppninni góðu...Hún rifjaði upp þrjá góða framhaldsþætti sem RÚV mætti alveg fara að endursýna.
Arsenal tókst að klúðra sínum málum á sunnudaginn á móti Leeds...tvöföld gremja þar...Man Utd. vann þar af leiðandi deildina og Leeds bjargaði sér frá falli...Til hamingju þið þarna Man Utd. og Leeds aðdáendur. Nú er bara að vona að Chelsea sýni sýnar verstu hliðar á móti Liverpool um næstu helgi og tryggi Liverpool þar með síðasta meistaradeildarsætið.
Að lokum fær Jón "Merides" hrós fyrir síðustu spurningu í spurningakeppninni góðu...Hún rifjaði upp þrjá góða framhaldsþætti sem RÚV mætti alveg fara að endursýna.