Heimsins bezta bull

28 febrúar 2003

Liverpool komst áfram í UEFA bikarnum með því að sigra Auxerre 2-0 á heimavelli í gær...Mæta Celtic í 8-liða úrslitum. Vægast sagt spennandi tímar í boltanum framundan. Fjörið byrjar á Sunnudaginn þegar við mætum Man U í úrslitum deildarbikarkeppninnar...vinnum þann leik 3-1.

Svona í tilefni dagsins óska ég svo Munda kærlega til hamingju með þennan glæsilega smölunarsigur í háskólakosningunum sem fram fór í gær. Vaka náði víst að halda meirihlutanum sem hlýtur að teljast gott.

Svo vil ég óska Merides til hamingju með mjög góða spurningu í spurningakeppni vikunar...sem er að verða vægast sagt mjög spennandi. Búinn að grafa upp 7 myndir af 10...

Þar sem bíóverkfallið er búið stefni ég að því að fara á The Ring á laugardagskvöldið...skilst að um góða spennumynd sé að ræða...

25 febrúar 2003

Góðan daginn landar. Kominn til landsins úr skemmtilegri árshátíðarferð til Amsterdam. Við flugum út fimmtudaginn 20.febrúar 40 manna hópur; starfsmenn Málningar og einhverjir makar, kl. 17.15 síðdegis. Flugið var mjög gott fyrir utan hræðilega mynd sem sýnd var á leiðinni. Fengum meira að segja vel æta kjúklingabringu í karrýi á leiðinni. Þegar til Amsterdam var komið var hoppað uppí rútu og keyrt áleiðis að miðborginni. Þar biðu okkar tvo hótel; Hotel Avenue og Hotel Nova og gisti ég og kærastan í líka þessu fína herbergi á h.avenue. Þegar búið var að koma sér vel fyrir var aðeins kíkt á miðborgarlífið sem er vægar sagt mjög dulafullt. Með í för voru kærastan og fjórir kumpánar úr Málningu; Auðun, Alli, Ívar og Tim...(Einar og frú ekki talin með þar sem þau "hurfu" eftir 5 mínútur). Stefnan var tekin á Dam-torgið og hef ég ekki töluna á öllum þeim betlurum, dópsölum og almennt séð skrítnu fólki sem við mættum á leiðinni. Þegar þangað var komið blasti við fimm stjörnu hótelið Grand Hotel Krassnapolsky. Ætlunin var auðvitað að skoða hið fræga "rauða hverfi" sem átti víst að vera þar í nágrenninu...Það tókst því miður ekki í þessari tilraun því við beygðum víst í vitlausa átt og enduðum í staðinn í mjög skuggalegu hverfi...Þar tvístraðist hópurinn og héldum ég og kærastan aftur að hótelinu.

Föstudagurinn byrjaði með dýrindis morgunverðarhlaðborði...Eftir það fóru ég og kærastan í fljótasiglingu sem var mjög fræðandi og skemmtileg, enda veðrið upp á sitt bezta miðað við árstíma; heiðskýrt og logn. Eftir fljótasiglinguna gengum við áleiðis að sjóminjasafni Amsterdambúa sem við uppgötvuðum í siglingunni; skoðuðum meðal annars Galleiu frá 18. öld sem verið var að gera upp. Þar á eftir héldum við áleiðis að mjög skrítinni byggingu, sem er víst einhvers skonar vísindasafn, lítur út eins og sökkvandi skip...Þar uppi var mjög gott útsýni yfir borgina, þá sérstaklega höfnina og gamla bæinn...Eftir það gengum við í áttina að miðborginni sem var svo skoðuð frekar þá um kvöldið. Snæddum við meðal annars kvöldverð á mjög fínum ítölskum Pizzastað; Bella Napolí...og fékk ég þessa dýrindis pizzu með parmaskinku...slef.

Eins og ég sagði í byrjun er miðborgin mjög sérstök. Út frá Dam-torginu liggja margar göngugötur sem lifa í sátt og samlindi við Tram-lestarkerfið...sem er vægast sagt mjög skemmtilegur ferðamáti?og umferðarkerfi bíla og reiðhjóla sem er með því skrítnara og flóknara sem ég hef augum litið. Sérstaklega umferðarljósin sem engin virtist taka mark á. Á göngugötunum var svo aragrúi; minjagripabúða sem allar seldu það nákvæmlega sama, Ítalskra Pizzustaða, Argentískra Steikhúsa, "kaffibúða," Breskra bara, hótela, og mörgu öðru. Á hverju götuhorni stóðu dópsalar, betlarar ráfuðu um en mest var þó af túristum borðandi franskar með mæjónesi.

Einhverra hluta vegna tók Málningarhópurinn breskan bar, við hliðina á Krassnapolsky, í gíslingu og héngu þar öllum stundum langt fram eftir kvöldi í misjöfnu ásigkomulagi. Skrítið fólk en well... áfram með söguna:

Laugardagurinn byrjaði með dýrindis morgunverðarhlaðborði...Eftir það var Tram-kerfið prófað og haldið í áttina að Rijs-safninu...sem er vægt til orða tekið mjög stórt safn. Eftir að villast þar um í rúma 2 tíma gengu ég og kærastan í átt að miðborginni með fjölmörgum stoppum í minjagripabúðum og verslunum. Skoðuðum við þvínæst vaxmyndasafn kennt við Maddam Tussough, staðsett við Dam-torgið...sem var mjög skemmtilegt. Um kvöldið hélt svo megin partur hópsins í átt að kínverskum veitingastað; Sea Palace, sem er víst stærsti fljótandi veitingastaður í Evrópu...Þar var snæddur alveg hreint ágætur matur og eftir það tók Pétur innkaupastjóri sig til og fór með mig, kærustuna og Kolbrúnu ritara í skoðunarferð um "rauða torgið" enda lífsreyndur maður þar á ferð. Rauða hverfið kom mér þónokkuð á óvart verð ég að segja...stúlkunar voru mest megnið, með nokkrum undantekningum þó, mjög myndarlegar og "vel vaxnar." Mun minna fráhrindandi staður en ég bjóst við...Síðan var mannlífið á götum hverfisins mjög afslappað...aðalega forvitnir túristar eins og við. Síðan var haldið á þennan breska pöbb, sem ég nefndi áðan og drukkinn enn meiri bjór fram eftir kvöldi.

Sunnudagurinn byrjaði með dýrindis morgunverðarhlaðborði...Þar sem Tram-kerfið virkaði svo vel daginn áður notuðum við það aftur til að nálgast dýragarðinn í Amsterdam. Og þvílíkur dýragarður...Þarna voru allra kvikinda líki...allt frá minnstu skordýrum upp í fíla og gírafa...Skoðuðum við þennan garð í hátt í þrjá tíma, enda um mjög stóran dýragarð að ræða. Þar á eftir var aðeins gengið milli verslana en lítið keypt. Hungrið kallaði að og borðuðum við skyndipizzur frá Sborra...staður sem mætti alveg koma til landins...Þar hittum við Auðun, Alla og Ívar...sem bókstaflega áttu heima á þessum stað. Þar á eftir varð kynlífssafn Amsterdam fyrir barðinu á okkur...mjög skemmtilegt safn. En að lokum kíktum við svo á Van Gogh safnið sem er með því flottara sem ég hef séð...Eftir þá ferð var langt liðið af degi og hungrið farið að segja til sín. Tóku þá ég og kærastan smá áhættu og skelltum okkur á Argentískt steikhús...en pössuðum okkur að fara á stað þar sem slatti af fólki var fyrir...það virkaði ekki vel því maturinn var sá versti sem ég hef smakkað enda fengum við bæði snert af magakveisu þegar heim var komið...Flugið heim var mjög gott og allur hópurinn gekk glaður í bragði í gegnum tollinn, án vandræða, eftir mjög vel heppnaða ferð til Amsterdam...

19 febrúar 2003

Í gær komu til mín tveir menn á vegum OR, annar stór... hinn lítill, til að athuga fjöltengistenginguna. Komu reyndar klukkutíma of seint sem þýddi að ég var of seinn í kvöldvinnuna. Skyldi þá eftir í höndum kærustunnar og Sössa og dreif mig í vinnuna. Þegar heim var komið um kl. 22 var allt í sama farinu og áður...Tengingin "í lagi" í einni innstungu og ekkert samband í öðrum...Mér skilst að þessir blessuðu menn hafi ekki haft hugmynd um hvað væri á seiði...og komu þar af leiðandi ekki með neinar lausnir á vandamálinu. Sem er ekki gott.

Í morgun sendi ég annað e-mail til OR þar sem ég sagðist vilja vera áskrifandi áfram með tveimur skilyrðum;...svo framarlega sem ég myndi fá GÓÐAN afslátt...og að tengingin yrði í GÓÐU LAGI það sem eftir er...einhverra hluta vegna fékk ég ekki sent reply innan 5 mínútna...og er það ekki enn komið...Gef þeim séns fram yfir helgi áður en næsta skref er tekið...Enda nenni ég ekki að stand í þessu meira í bili þar sem hugurinn reikar mest megnis til Amsterdam um þessar mundir...Brottför þangað rétt fyrir kl 17 á morgun...

18 febrúar 2003

Jæja...bara allt að gerast...liðin rúmur klukkutími og annað e-mail komið í hús frá Orkuveitu Reykjavíkur ...

Sæll Jón Árni,

Það er búið að setja menn í málið að laga tenginguna sem fyrst, verðum við að vonast við til að hægt sé að gera hana varanlega góða en þú einn getur jú dæmt um það.

Með kveðja,
Arnar Jónasson
Tæknimaður
Fjöltengi


...Nú er bara að bíða og vona það bezta (ath...um copy/paste að ræða...villurnar í e-mailinu eru á ábyrgð höfundar...)

Þetta kalla ég skjót viðbrögð...var að fá reply sem hljóðaði eftirfarandi (tók aðeins 3 mínútur, þ.a. mig grunar að um sjálfvirkt reply-kerfi sé að ræða)

Blessaður Jón,

Þykir miður að heyra þessa sögu, ég kem bréfi þínu í réttar hendur og við munum kappkosta að koma tengingunni þinni á réttan kjöl. Þakka þá þolinmæði sem þú hefur sýnt okkur og vonandi að við getum endurgoldið þér hana hið fyrsta.

Kveðja/Kind Regards,

Rúnar Haraldsson
Markaðsfræðingur
Verkefnisstjóri Fjöltengis/PLC Project Manager
Orkuveita Reykjavíkur/Reykjavik Energy
Bæjarháls 1
110 Reykjavík
E-mail : runar.haraldsson@or.is
Sími/Tel : (+354) 516 6061
http://www.fjoltengi.is


spennandi tímar framundan...eða ekki

Góðan daginn landar. Var að enda við að senda kvörtunarbréf til Orkuveitu Reykjavíkur út af þessu fjöltengi...internet í gegnum rafmagnstengi...sem ég gerðist áskrifandi af á síðasta ári...


Góðann daginn

Jón Árni heiti ég og er áskrifandi af Fjöltenginu hjá ykkur. Ég fékk mér þessa áskrift í þeirri góðu trú að netið í gegnum rafmagntengi væri komið til að vera... væri framtíðin enda um snilldarlega hugmynd að ræða. Allt gekk mjög vel þessa fyrstu reynsluviku um miðjan október á síðasta ári en en um leið og áskriftin hófst lá leiðin hratt niðrá við...Svo virtist sem tengingin héldi aðeins um 2-3 mínútur þar til hún datt út og skipti þá engu máli í hvaða innstungu var stungið. Ég hringdi í þetta blessaða þjónustunúmer ykkar 5166060 og var gefið beint samband við tæknimann og eftir það skánaði ástandið í 2-3 daga (hvað hann gerði veit ég ekki), þannig hefur ástandið verið allt frá því að ég fékk mér þessa áskrift, sem hefur leitt til þess að "fjöltengismódemið" er mestmegnis geymt undir rúmi ónothæft vegna slæmrar tengingar. Ég hef ekki talið hversu oft ég hef hringt í "þjónustunúmerið" frá því áskriftin hófst, veit bara að það hefur verið oft og er ég orðinn mjög fúll yfir þessu ástandi. Í síðustu viku datt sambandið svo algjörlega, þ.e. ekkert linkljós kom á módemið, í öllum innstungum. Þá hringdi ég aftur í "þjónustunúmerið" og mér var sagt að tæknimenn myndu kanna málið. Síðan þá birtist linkljós á módeminu aðeins í einu herberginu...einmitt í því herbergi sem netið er minnst notað. Nú þætti mér ósköp fínt ef þessu máli verði kippt í lag eitt skipti fyrir öll, á kostnað OR. þ.e. að góð tenging verði í öllu húsinu...annars mun ég skila þessu "fjöltengi" og segja upp áskrift... því að rukka rúmlega 4000 kr á mánuði fyrir nákvæmlega ekki neitt er algjört rán...Heimilisfangið mitt er Hofsvallagata 19, 101 Reykjavík...

Einn sem er að verða ansi pirraður :(


Nú er bara að vona að eitthvað gerist í þessum málum...alla veganna þýðir lítið að hringja í þetta þjónustunúmer þeirra...Eins og þið getið lesið hér að ofan mæli ég alls ekki með þessu fjöltengi...

17 febrúar 2003

Góðan daginn landar. Helgin fokin í burtu með sínu júróvísíon væli og alvaran tekin við. Því miður vann Botnleðja ekki enda hefði þurft kraftaverk til að slá Birgittu Haukdal, fyrrverandi bekkjarsystir, út af laginu. Í fréttatíma sjónvarpsins í gær var fólkið í ræktinni spurt um álit og hitti einn naglan á höfuðið þegar hann sagði að það hefði verið nóg fyrir Birgittu að syngja Atti katti nóa til að vinna, slíkar eru vinsældir hennar hjá yngri kynslóðinni. En talandi um bekkjarsystkini, því til mín var að berast bréf frá Húsavík þar sem mér var boðið að taka þátt í bekkjarglensi árgangs 1979 til að fagna 10 ára fermingarafmæli, nú í sumar...Verður sú ferð mjög áhugaverð í alla staði. Því bekkjarfélagar mínir á Húsavík voru á margan hátt mjög skrítnir en samt lang flestir mjög skemmtilegir...Svo tala Húsvíkingar svo fallega íslensku. Hef sjálfur orðið frekar linmæltur í seinni tíð...sérstaklega vegna mikils þrýstings frá ákveðnum sérkennilegum mannverum frá Hvammstanga sem gerðu óspart gis af Húsvískunni minni í æsku, nefni engin nöfn en þeir taka það til sín sem eiga.



14 febrúar 2003

Góðan daginn landar, Föstudagur runninn upp, sem er gott mál...og sjálfur Valentínusardagurinn í dag. Er reyndar ekki alveg að skilja þetta auglýsingafár á öllum útvarpsstöðvum þessa dagana varðandi þennan blessaða "dag elskenda." Finnst það hálf asnalegt að taka upp þennan "bandaríska sið" upp þegar við höfum nú þegar bónda-og konudag.

Spennandi dagar framundan í bíómálum vegna "bíóbannsins" sem á víst að vera á milli 13-23. febrúar til að mótmæla verðlagi bíómiðans...Alla veganna ætla ég ekki að fara í bíó...hef reyndar ekki farið í bíó síðan ég sá 8-mile fyrir um mánuði, enda er 800 kall fáránlega dýrt fyrir eina skitna bíóferð...ætti að kosta 600 kall í það mesta. Að mínu mati ættu reyndar að vera númeruð sæti...þ.a. fremstu sætin væru ódýrari en þau sem eru í miðjunni og ofar...auk þess ætti að vera ódýrara í bíó á daginn. Orðin frekar þreyttur á þessum troðningi...sem myndi væntanlega minnka ef sæti væru númeruð...

Var að skoða Fótbolti.net áðan og las frétt um það að Ronaldo væri hugsanlega á leiðinni til Arsenal...vona alla veganna ekki því tilhugsunin um að láta Henry og Ronaldo spila saman er hræðileg fyrir alla áhangendur annarra liða í ensku knattspyrnunni fyrir utan Arsenal. Las líka að Kirkland þarf ekki að fara í uppskurð vegna hmémeiðsla sinna sem er ekkert annað en gott mál...

11 febrúar 2003

Jæja tíminn líður og aðeins tæplega 3 tímar þangað til vinnu líkur...Aldrei að vita nema maður skelli sér í sumarbústað um helgina með bumbunum, þeir voru alla veganna að bjóða mér með í morgun...en fallegt af þeim...á reyndar eftir að nefna þetta við betri helminginn og er, satt bezt að segja, ekki allt of bjartsýnn...en við sjáum til...

10 febrúar 2003

Var að borða McDonalds borgara á staðnum þarna við Smáratorg rétt í þessu, hann var ágætur en mikið voðallega er afgreiðslufólkið undarlegt þarna, mæli eindregið með vettfangsferð þangað...Skil reyndar ekki alveg hvernig þessi staður getur staðið undir sér, búinn að fara þangað nokkrum sinnum í hádeginu, þegar Select pulsan er orðin þreitt, og alltaf er ég einn í salnum og "ræstingarfólkið" slæst um að taka af mér bakkan til að henda honum fyrir mig...Síðan þurftu þeir endilega að loka miðbæjar McDonalds! ætla rétt að vona að ástæðan hafi ekki verið sú að rýma fyrir þessum "aðsóknarmikla" stað við smáratorg...sveiattan...

Sem betur fer stóð "the uberwagon" fyrir sínu og ferjaði okkur af miklu öryggi, þrátt fyrir þæfingsfærð, á föstudagseftirmiðdaginn til heimahaganna á Hvammstanga. Þar beið líka þessi fíni steikti kjúlli með sósu og hrísgrjónum að hætti mömmu, enda ekki vanþörf á eftir "erfitt" ferðalag...Daginn eftir var vaknað uppúr kl. 12 og horft á enn einn hundleiðinlega Liverpoolleikinn sem, eins og vanalega, endaði ekki vel...1-1...Þá hófst mikil og góð bið eftir hinu árlega þorrablóti...Sem byrjaði uppúr klukkan 21...Þorramatur var snæddur af beztu list...þar á meðal hrútspungar, sem ég var manaður til að smakka...og voru þeir bara ágætir, þannig séð...Svo var drukkin bjór og hlustað á veislustjóra flytja dýrindis brandara að hætti hússins...allt þar til Skúli sveitastjóri mætti á svæðið og hóf þorrablótsannálinn. Stóð hann sig með prýði sem sögumaður ...Byrjað var á því að fara yfir kosningarúrslit síðustu sveitastjórnarkosninga með mjög svo gamansömu ívafi, þar á eftir óx gamansemin jafnt og þétt þar til hún náði hámarki í lokin þegar sonur sæll mætti í fullum skrúða sem Dorit "Fúsajeff" í atriði þar sem stólpagrín var gert af heimsókn forseta vorum til Húnaþings Vestra síðastliðið sumar...Í einu orði sagt var þorrablóts annállinn "Algjör snilld" þetta árið og er ég strax farinn að hlakka til næsta þorrablóts...Eftir annálinn voru svo borðin rýmd í salnum og hljómsveitin Karma hóf rausn sýna og spilaði sín 6 lög, með reglulegu millibili, til að ganga 04 næsta morgun...

Á sunnudeginum var vaknað um 13 og beið þá dýrindis lambalæri með öllu tilheyrandi að hætti mömmu...klukkan að verða 15 vöru svo borðaðar pönnukökur að hætti ömmu, svona rétt áður en haldið var af stað til Reykjavíkur, og ekki var að spyrja að því, því þar beið okkar lambahryggur að hætti tengdó...Um kvöldið var svo "spikið" hlaupið af sér í ágætis fótboltaleik í sporthúsinu, enda veitti ekki af...

Well, bezt að fara að vinna...

en svona rétt í lokin; Þessi slær kannski ekki "Dorit Fúsajeff" við en hún er ansi nálægt því...

07 febrúar 2003

Jæja piparsteikin bíður...nammi namm...vona ég alla vegana, þ.e.a.s. ef þeim tekst ekki að klúðra matnum hjá þessu blessaða fyrirtæki sem eldar matinn.....

Jæja, nokkrir klukkutímar í brottför á Hvammstanga á þorrablót. Förum vonandi uppúr kl. 18...ef veður leyfir. Í gærkvöldi horfði ég, eins og margir aðrir, eitthvað á þennan heimildarþátt um Michael Jackson...mikið voðalega er maðurinn skrítinn. En nóg um það...Enska knattspyrnar heldur áfram á laugardaginn með fjölmörgum leikjum...Þar ber fyrst og fremst að nefna leik Liverpool og Middlesbro...leik sem Liverpool verða að vinna...og þeir munu vinna hann...nánar til tekið 3-1, þar sem Milan Baros mun eiga stórleik og setja tvö kvikindi og Heskey eitt...Well... bezt að hætta þessu bulli í bili og byrja að vinna fyrir kaupinu sínu (Yeah right...)

Já, meðan ég man, þá mæli ég með þessum snilldarleik: Ping Pong .

06 febrúar 2003

Jæja hlákan kom sá og sigraði, auðar götur og ég veit ekki hvað...Sem betur fer var ég að vinna í gær og missti af því þegar Liverpool var niðurlægt á heimavelli gegn crystal palace, í ensku bikarkeppninni. Kristalhöllin vann víst 0-2 í leik sem Liverpool átti að ganga frá í fyrri hálfleik...Grunar að Húlli sé að verða ansi valtur í sessi...ekki það að ég telji að reka þjálfara sé rétta lausnin.

Horfði á 70 mínútur á popptíví í gær og þvílíka snilld hef ég ekki séð lengi. Sérstaklega fyndið þótti mér þegar þeir, aðalega simmi þó, voru að skjóta á roleplay iðkenndur. Hann byrjaði á því að greina frá könnun í usa sem gaf til kynna að 92% iðkennda roleplay leikja væra dæmigerðir "nördar" sem stunduðu þennan leik til að flýja raunveruleikann. Síðan byrjaði hann að skjóta á audda sem fór líka í þessa þvílíku vörn enda velkunnur roleplay iðkandi frá sauðárkróki...Verð reyndar að viðurkenna að ég hef einu sinni prófað roleplay og þótti það bara ósköp fínt, en full mikil tímaeyðsla fyrir minn smekk...

Jæja, styttist óðum í helgina, sem er gott. Fer væntanlega á morgun á Hvammstangann, ef veður leyfir...alla veganna mikil spenna fyrir þorrablótið á laugardaginn....

05 febrúar 2003

Hvað er með þessa hláku sem átti að koma, var kominn út í bíl kl. 07.35 í morgun og það var hríð og það í vesturbæ Reykjavíkur, sveiattan...en alla veganna komst torfærubíllinn minn í vinnuna og hér sit ég enn og aftur og bulla sem mest ég má...Talandi um vinnu, Í kvöldvinnunni minni hjá Skúlason ehf svörum við innhringingum frá BT, og mikið voðalega er sumt fólk skrítið sem hringir...Í gær t.a.m. hringdi unglingur og fór að spyrja um fartölvur. Hans eindrægna ósk var að eignast gráa fartölvu með hvítu lyklaborði...hún þurfti líka að vera öflug svo hún gæti spilað alla leikina hans...þar á eftir fór hann að þilja upp alla þá leiki sem hann átti...mjög skrítið símtal sem tók á milli 5-10 mínútur...þurfti meðal annars þrisvar að benda honum á að það væri nú bara best fyrir hann að skreppa sjálfur niður í Skeifu til að skoða úrvalið...en þá endurtók hann að tölvan þyrfti að vera grá með hvítu lyklaborði...Ég var að verða mjög pirraður en á endanum samfærðist hann, guð sé lof...

Þar sem ég var í vinnunni í gær missti ég því miður af laginu hans Alla og Co, sem er í þessari 15 laga forkeppni og var víst frumflutt í gær, heitir "Sá þig"...Skilst að það hafi bara verið mjög gott.

Verð aðeins að tala um þetta Eiðs Smára mál...þeir á Fótbolti.net virðast hafa þýtt þetta fræga viðtal sem birtist í Sunday Mirror í upphafi vikunnar, og ef um rétta þýðingu er að ræða samfærðist ég algjörlega hversu mikið rusl blað Sunday Mirror er...Það kemur okkur bara alls ekkert við þó að Eiður eigi í einhverjum persónulegum vandamálum, sé haldandi framhjá o.s.frv...hann er nú bara mannlegur og gerir sín mistök, býst við því að um það bil 20% af viðtalinu sé sannleikur...Hvað fá bretar og aðrar "gróur á leiti" uppúr því að tönglast á þessu, ég bara spyr.....

Jæja, bezt að fara að gera eitthvað í þessari blessuðu vinnu minni...

04 febrúar 2003

Mikið voðalega er kalt úti, mest hræddur um að ég sé bara að verða veikur...ekki gott, held samt vonandi heilsu til að fara á þorrablót á laugardaginn. Er þessa stundina í gæðaeftirliti Málningar að láta mér leiðast þar sem hinn rannsóknarmaðurinn skrapp ásamt verkstjóranum og birgðastjóranum í vettvangskönnun til Noregs...gríðarlega spennandi...Þann 20. febrúar verður væntanlega mikið stuð því þá er plönuð árshátíðarferð Málningar til Amsterdam, búinn að redda vegabréfinu en á eftir að fá farseðlana, hvenær sem það nú verður...hlakka alla veganna til, aldrei komið til Amsterdam...Jæja bezt að hætta þessu bulli og fara að vinna...

03 febrúar 2003

Góðan daginn landar...Ný vinnuvika hafin sem verður væntanlega fljót að líða þar sem þorrablót er um næstu helgi...Íslenska landsliðið í handbolta stóð sig með ágætum þegar þeir unnu Júgóslava í gær og enduðu í 7. sæti sem hlýtur að teljast mjög ásættanlegt, markmiðið fyrir mótið náðist, þ.e.a.s. ólympíusæti...Liverpool vann líka í gær, unnu slappt lið West ham 3-0 og allt á uppleið hjá mínum mönnum...Mæli eindregið með spurningakeppni Jóns Ívars, sem er vægast sagt mjög fjölbreytt...Hápunktur vikunnar er hins vegar upphaf sýninga á framlögum Íslands til Júróvísíon keppninnar. Hef þegar ákveðið með hverjum ég held þ.e. með Botnleðju, (Hef reyndar ekki heyrt lagið en það hlýtur að vera gott) og laginu hans Alla, (Frétti það í gær að hann hefði komist í gegn með lagið; "sem ég er ekki búinn að heyra, né veit hvað heitir ennþá")...Mikil spenna í loftinu....